Hvar er hægt að nálgast fréttir um íslenska frumkvöðlaumhverfið?

almennt Sep 20, 2019

Mér finnst nú almennt séð ekki vera margir miðlar á Íslandi sem hafa í gegnum árin verið með góð og regluleg skrif um íslenska frumkvöðlaumhverfið og því hefur oft verið erfitt að fylgjast með því sem er að gerast. En hérna eru nokkrir hlekkir á miðla sem ég myndi mæla með að þið mynduð kíkja á.

Facebook grúppur

Íslenskir frumkvöðlar (Þetta mín “go-to” síða til að fylgjast með því sem er að gerast hjá frumkvöðlum, en þess ber að geta að ég er ekki alveg hlutlaus þar sem ég rek þessa grúppu. 4.500 meðlimir).

Hugmyndaráðuneytið (Mér hefur fundist þessi grúppa ekki vera alveg jafn virk...

Lesa meira...

Vika 2: Umboð fyrir vöru

innflutningur Sep 18, 2019

Framhald af fyrri grein: Hvernig fær maður umboð fyrir vöru?

Það sem byrjaði bara sem ein stutt færsla um hvernig eigi að fá umboð fyrir vöru er svolítið búið að breytast í röð greina þar sem ég fer deili með ykkur öllu því sem ég er að fara í gegnum til að fá umboð fyrir vöru, stofna fyrirtæki í kringum það og byrja selja og markaðssetja. Vonandi hafið þið gagn og gaman af.

 

En í þessari viku (viku tvö) gerði ég eftirfarandi atriði:

Valdi nafn á félagið

Tekur alltaf smá tíma að finna gott nafn á félagið og ég vildi helst reyna tryggja það að lénið fyrir nafninu væri laust áður en ég stofnaði það....

Lesa meira...

Að kaupa notaða kennitölu

stofnun Sep 01, 2019

Ég var í heimsókn hjá bókaranum mínum í síðustu viku og ég var að ræða við hana um það að ég ætlaði að fara stofna nýtt fyrirtæki þegar upp kom sú hugmynd að kaupa notaða kennitölu. Ég skoðaði það af alvöru en á endanum ákvað ég að stofna bara nýja kennitölu. Það hefur marga kosti og galla að kaupa notaðar kennitölur og það er ekki alltaf auðveld ákvörðun, ég hef því tekið saman hér nokkrar ástæður fyrir því afhverju sumir aðilar kjósa að kaupa notaðar kennitölur og vona að þetta hjálpi ykkur til að skilja betur hvort það henti ykkur betur að kaupa notaða kennitölu...

Lesa meira...

Hvernig fær maður umboð fyrir vöru?

innflutningur Aug 26, 2019

Þetta er ein af algengari spurningunum sem ég hef verið að fá á námskeiði í stofnun fyrirtækja og því ákvað ég bara að henda í smá bloggfærslu og vidjó til að reyna svara þessu. Þetta er auðveldara en þið haldið

 

Hérna er afrit af bréfinu sem ég sendi til að reyna fá umboðið, hefði örugglega verið hægt að skrifa það miklu betur en þetta þarf ekki að vera fullkomið, þetta er bara eitthvað til að hefja samræður við framleiðandann.

Dear [fyrirtækjanafn],

I have followed your brand for a while and researched your [vara] and I think you make a great product. I would be very interested in importing and selling your products in my home country of Iceland. I therefore wanted to enquire if...

Lesa meira...

Hvaða styrkir eru í boði fyrir þig og þitt fyrirtæki?

styrkir Aug 19, 2019

Ég er búinn að fá nokkrar spurningar að undanförnu varðandi hvaða styrkir séu í boði fyrir fólk í fyrirtækjarekstri og ég ákvað því bara að skrifa svarið mitt í formi bloggfærslu hér á frumkvodlar.is. Ég hef áður skrifað um styrki og góð ráð til að sækja um styrki en umhverfið breytist sífellt og þeir styrkir sem voru í boði fyrir nokkrum árum eru það ekki lengur og svo er fjöldin allur af minni styrkjum sem poppa upp hér og þar en eru aðeins í boði í stutta stund. Hérna vil ég því frekar fjalla aðeins um mismunandi flokka af styrkjum, tilgang þeirra og reyna gefa ykkur smá hugmynd um hvaða styrkir gætu hugsanlega verið...

Lesa meira...

Þetta eina ráð mun spara þér 3 ár af erfiðri vinnu

fyrstu skrefin Jul 04, 2019

Ég ætla að deila með þér góðu ráði sem mun hugsanlega koma í veg fyrir að þú eyðir næstu 2-3 árum af ævi þinni í að byggja upp fyrirtæki sem gerir ekkert annað en að skapa stress og leiðindi fyrir þig.

Ráðið er einfalt: vertu búin að hugsa vel út i það afhverju þú ert að fara út í fyrirtækjarekstur og hvað þú vilt fá út úr honum.

Námskeið: afhverju viltu stofna námskieð.
Smelltu hér til að horfa frítt á námskeiðið “Afhverju viltu stofna fyrirtæki”

Við höfum öll okkar ástæður fyrir því að vilja fara út í fyrirtækjarekstur, fyrir sum af okkur er það að geta stýrt betur vinnutíma okkar, fyrir aðra er...

Lesa meira...

5 aðferðir til að markaðssetja með Facebook

markaðsmál Jun 30, 2019

Ég hef sjálfur náð nokkuð góðum árangri í gegnum tíðina þegar ég hef verið að markaðssetja vörur og þjónustu í gegnum Facebook. Þetta er líka það markaðstól sem ég mæli oftast með að frumkvöðlar noti þegar þeir eru fyrst að hefja rekstur enda eru 93% íslendinga inn á þessum miðli og því nokkuð góð leið til að ná til þjóðarinnar. En þótt svo að þetta geti verið gott markaðstól þá getur þetta líka verið algjör hausverkur og peningasuga því að flækjustigið er svo rosalega hátt. Það er þess vegna sem mig langaði til að reyna einfalda þetta aðeins og deila hérna...

Lesa meira...

7 hættumerki hjá frumkvöðlum

heilsa May 13, 2019

Það getur verið afskaplega spennandi og skemmtilegt að vera frumkvöðull enda er fátt jafn gefandi eins og að taka einhverja hugmynd og breyta henni í arðbært fyrirtæki. Fyrirtæki sem bæði skapar störf og kannski betrumbætir heiminn á einhvern smávægilegan hátt. En það er þó langt frá því að vera dans á rósum að vera frumkvöðull, staðreyndin er sú að flestir frumkvöðlar ná illa að skapa jafnvægi á milli einkalífs og vinnu og enda á því að brenna út. En hérna eru 7 merki þess að þú sért ekki að búa til gott jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Ef þú þekkir þessi atriði úr eigin fari þá endileg reyndu...

Lesa meira...

52% ódýrara fyrir fyrirtækið en þig

rekstur May 10, 2019

Það er oft talað um að það sé ódýrara að láta fyrirtækið kaupa vörur heldur en að kaupa þær persónulega.

Þá er verið að vitna í það að þegar að fyrirtæki kaupir vörur fyrir reksturinn eins og t.d. prentara, tölvu, stól og skrifborð þá þurfi fyrirtækið ekki að greiða virðisaukaskatt af vörunni.

En er það í alvörunni satt að það sé ódýrara fyrir fyrirtækið að kaupa vöru en fyrir þig? Og ef það er satt hversu mikið ódýrara er það? Ég ákvað að gera smá reikningsdæmi til að átta mig á hver mismunurinn er í raun og veru og ákvað að taka líka inn í þetta...

Lesa meira...

Að stofna fyrirtæki á 10 mínútum

stofnun Apr 01, 2019

Nýlega breytti Ríkisskattstjóri ferlinum við stofnun fyrirtækja og nú er hægt fara í gegnum allan ferilinn rafrænt inn á vefsíðu RSK. Þetta er svakalega stórt skref fyrir íslenska frumkvöðlaumhverfið því nú er hægt að fara í gegnum allan ferillinn á aðeins 10 mínútum og það tekur ekki nema 1-2 sólahringa frá skráningu áður en fyrirtækið er komið með kennitölu og þið getið hafið rekstur.

Aldrei verið auðveldara að stofna fyrirtæki

Þegar ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki fyrir 15 árum síðan þá man ég hvað það var mikil hausverkur að finna út úr því hvernig ætti að gera það. Ég...

Lesa meira...
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.