Að komast úr kyrrstöðu

fyrstu skrefin Aug 10, 2020

 

Hvernig komumst við úr kyrrstöðu, þ.e. úr hugmyndastigi í aðgerðir?

Það eru margir þættir sem halda aftur af okkur og einn sá stærsti er óöryggi, sérstaklega ef við höfum ekki stofnað fyrirtæki áður. Það er erfitt að fara út í óvissuna þegar við skiljum ekki alveg út á hvað þetta gengur. Við þurfum að átta okkur á hvað felst í að reka fyrirtæki og besta leiðin til þess er að kíkja á námskeið hjá mér í stofnun fyrirtækja. En einnig hef ég skrifað margar greinar um þetta og hérna eru t.d. nokkrar þeirra:

Lesa meira...

Tækifærin í fyrirtækjarekstri

fyrstu skrefin Jul 13, 2020

Að vita að maður getur stofnað fyrirtæki víkkar sjóndeildarhringinn og því fylgir ákveðið öryggi, sjálfsöryggi. Við þurfum ekki öll að vinna fyrir einhvern annan og það er hvort eð er ekkert öruggt að vinna fyrir annan eins og við erum að sjá á öllu þessu fólki sem er að missa vinnuna um þessar mundir. 

Stundum getur öryggið verið fólgið í því að byggja upp þekkingu á hvernig við stofnum fyrirtæki og búum til okkar eigin tækifæri. Þau eru mjög mörg sem geta gert alveg fullt og eru troðfull af hugmyndum um alls konar. Það að kunna þessa beinagrind að fyrirtækjarekstri gæti búið til auðlindir sem enginn tekur frá manni. Að standa og falla...

Lesa meira...

Get ég stofnað fyrirtæki meðan ég er ennþá í skóla?

Uncategorized Jun 29, 2020

<iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/ePhLbc6uYQc" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture" allowfullscreen></iframe>

Já! Ef þú stofnar einkahlutafyrirtæki ertu aldrei að fara að tapa meiru en það sem þú setur í það. Þú getur alveg stofnað fyrirtæki án þess að setja allt í það og unnið í því þegar þú hefur tíma. Ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki þegar ég var í viðskiptafræði, var í skólanum á morgnanna og vann í fyrirtækinu eftir hádegi. Þetta varð til þess að ég lærði miklu meira í formlega náminu vegna þess að ég var að reka...

Lesa meira...

Hvernig hélt ég geðheilsu í Covid-19?

heilsa Jun 15, 2020

Það er aukið álag að þurfa að vinna heima og sérstaklega þegar maður er með börn. Í kófinu vorum við hjónin bæði að vinna heima og ég fann fljótt að ég þurfti mjög nauðsynlega að hafa sterka rútínu.

Ég gerði mjög fastmótaða áætlun á hverjum degi frá 9-17 og hélt mig við hana.

Ég „mætti í vinnuna” og byrjaði daginn alltaf á markmiðasetningu. Hvað vildi ég klára í dag og hvað þurfti ég að gera í mínum verkefnum til að fá tilfinninguna um að dagsverki væri lokið. Þó að maður sé að sinna stórum verkefnum er mjög mikilvægt að brjóta þau niður til að geta merkt sem...

Lesa meira...

Lifandi útsendingar á Facebook

almennt Jun 05, 2020

Í apríl 2020 byrjaði ég að vera með lifandi útsendingar á Facebook og ég mun deila með ykkur ýmsum góðum köflum úr þeim hér á blogginu á komandi vikum. Markmið með útsendingunum er að deila fróðleik og reynslusögum sem tengjast því að stofna og reka fyrirtæki og vonandi hjálpa ykkur sem eruð með rekstur eða stefnið á rekstur og viljið ná árangri í því.

Ég ákvað að hefja þessa þáttaröð í miðjum Covid-faraldri því mig hreinlega langaði bara að láta eitthvað gott af mér leiða. Þetta ástand í þjóðfélaginu minnti mig á hvernig við upplifðum hrunið 2008 en sá tími varð...

Lesa meira...

Hvert er rétta bókhaldskerfið fyrir þig?

Uncategorized Jan 26, 2020

Öll fyrirtæki þurfa að halda bókhald, skila inn vsk-skilum, halda utan um launagreiðslur, gefa út reikninga og sitthvað fleira. Það fer þó alveg eftir fyrirtækinu og frumkvöðlinum hversu mikið af þessum atriðum hann vill sinna sjálfur og hversu mikið hann vill útvista til bókarans síns, en ef hann ætlar að sjá um eitthvað af þessum atriðum sjálfur þá getur verið gott að hafa einhverskonar bókhaldskerfi.

Stóra spurningin er þá “hvaða bókhaldskerfi á ég að nota?” og við því er ekki til neitt einfalt svar því að það virðist vera mjög mikið smekksatriði hvaða kerfi fólk kýs að nota. Til þess að reyna fá smá yfirsýn yfir...

Lesa meira...

Jólagjafir starfsmanna

rekstur Dec 19, 2019

Nú eru jólin á næsta leiti og ég var aðeins að skoða hvað fyrirtæki geta gert fyrir starfsmenn sína í tilefni jólanna. Samkvæmt RSK þá eru yfirleitt öll hlunnindi skattskyld en það er þó nokkrar undantekningar eins og árshátíðir, starfsmannaferðir og jólagleði. Heildarkostnaður af þessum undantekninum má vera allt að kr.130.000- á ári per starfsmann, allt umfram það er skattskylt. En það þýðir það að hægt er að gera ansi mikið fyrir starfsmenn sína á ári hverju. Hérna er tilvitnun í vefsíðu RSK:

“Ekki skal telja til tekna hlunnindi og fríðindi sem felast í ýmsum viðurgjörningi við starfsmenn og t.d. árshátíð,...

Lesa meira...

Rekstur á eigin kennitölu

fyrstu skrefin Nov 08, 2019

Þegar verið er að tala um að stofna fyrirtæki þá er yfirleitt átt við að stofna einkahlutafélag (ehf.) og fara þannig út í formlegan rekstur þar sem reksturinn er allur rekinn undir fyrirtækjakennitölu sem félaginu er úthlutað. Það er þó líka til sá möguleiki að reka fyrirtæki á þinni eigin persónulegu kennitölu og á þínu persónulega nafni, það oft kallað einstaklingsfyrirtæki.

Rekstur á eigin kennitölu getur verið hagkvæm og auðveld leið til að byrja á meðan það er verið að sjá hvort að hugmyndin virki og hvort rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi. Það er engin skráningarkostnaður við einstaklingsfyrirtæki en skráning...

Lesa meira...

Algengar spurningar varðandi vefverslanir og innflutning

innflutningur Oct 28, 2019

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá hef ég verið að birta myndbönd þar sem ég deili í rauntíma þrautum mínum við að fá umboð fyrir vöru, setja upp vefverslun og hefja innflutning. Þetta hefur leitt til þess að ég hef fengið mjög margar spurningar sendar frá fólki varðandi vefverslanir og mér datt til hugar að deila þeim með ykkur hér. Ég tek það fram að ég er engin sérfræðingur í vefverslunum og innflutning en ég er að læra þetta allt samhliða þeim ykkar sem fylgja blogginu mínu.

Spurning 1: Þarf ekki oft að leggja inn lágmarkspöntun frá framleiðendum t.d. 1.000 stk í senn?

Jú, sumir framleiðendur sérstaklega af ódýrum...

Lesa meira...

Vika 3: Umboð fyrir vöru

innflutningur Oct 16, 2019

Framhald af fyrri grein: Hvernig fær maður umboð fyrir vöru?

Í þessari viku fékk ég loksins öll skjölin frá framleiðendanum og ýtarlegar upplýsingar/bæklinga um vörurnar. Einnig fékk ég aðgang að bakendanum hjá þeim þar sem ég get fengið allar upplýsingar um vörurnar og pantað þær sjálfur. Svo þurfti ég að átta mig á hvað það myndi kosta mig að fá vörurnar til landsins, bæði aðflutningsgjöldin (tollar, vörugjöld og vsk) og flutningskostnað.

Lesa meira...
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.