Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Grein mánaðarins

Rev. Sun Myung Moon speaks, Las Vegas, NV, USA on April 4, 2010.png

Sun Myung Moon var suður-kóreskur trúarleiðtogi sem var jafnframt þekktur fyrir viðskiptaumsvif sín og stuðning sinn við ýmsa pólitíska málstaði. Moon var stofnandi og andlegur leiðtogi Sameiningarkirkjunnar, kristins söfnuðar sem gekk út á þá trúarkenningu að Moon sjálfur væri nýr Messías sem hefði verið falið að ljúka hjálpræðisverkinu sem Jesú mistókst að vinna fyrir 2000 árum. Fylgismenn Moons eru gjarnan kallaðir „Moonistar“ (e. Moonies).

Með framlögum fylgjenda sinna gerði Moon Sameiningarkirkjuna að viðskiptalegu stórveldi og varð sjálfur vellauðugur. Hann kom sér jafnframt í samband við marga valdsmenn og þjóðarleiðtoga á borð við Richard Nixon, George H. W. Bush, Míkhaíl Gorbatsjov og Kim Il-sung. Söfnuður Moons hefur ætíð verið umdeildur og gagnrýnendur hans líta jafnan á hann sem sértrúarsöfnuð sem heilaþvær og féflettir meðlimi sína. Moon sjálfur var um skeið fangelsaður fyrir skattsvik á níunda áratugnum.

Í fréttum

Loreen

Yfirstandandi: Átökin í Súdan  • Borgarastyrjöldin í Jemen  • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu  • Kórónaveirufaraldurinn  • Sýrlenska borgarastyrjöldin

Nýleg andlát: Tina Turner (24. maí)  • Garðar Cortes (14. maí)  • Ísak Harðarson (13. maí)  • Anna Kolbrún Árnadóttir (9. maí)


Atburðir 29. maí

Vissir þú...

Metropolis (kvikmynd frá 1927)
  • … að Sovétlýðveldið Rússland náði yfir þrjá fjórðu af landsvæði Sovétríkjanna og taldi til sín rúman helming íbúafjöldans, tvo þriðju af iðnaðinum og um helming landbúnaðarframleiðslunnar?
  • … að verðlaunagripur Hugo-verðlaunanna er alltaf stílfærð eldflaug en er annars breytilegur frá ári til árs?
  • … að klassíska vísindaskáldsögumyndin Metropolis (sjá mynd) frá árinu 1927 var gagnrýnd á sínum tíma þar sem boðskapur hennar um samstarf milli stétta þótti barnalegur?
  • … að goðsagan um Aröknu er bæði upprunasaga til að útskýra færni kóngulóa í vefnaði og líka varnaðarsaga um ofdramb þeirra sem bera sig saman við guðina?
  • … að hákarlategundin Gíslaháfur (Apristurus laurussonii) var nefnd á íslensku eftir gullsmiðnum Gísla Lárussyni?
Efnisyfirlit