Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Velkomin(n) á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Grein mánaðarins

Parisattacks.png

Að kvöldi 13. nóvember 2015 hófst röð hryðjuverka í París og Saint-Denis í Frakklandi. Meðal annarra árása voru sex skotaárásir og þrjár sprengjuárásir samtímis. Sprengjur sprungu við íþróttavöllinn Stade de France í Norður-París kl. 21:16 þar sem fram fór vináttulandsleikur á milli Þýskalands og Frakklands. Meðal áhorfenda á leiknum var forseti Frakklands François Hollande og fluttu öryggisverðir hann strax á öruggan stað. Í hverfum 10 og 11 létust margir í skotaárásum. Mannskæðasta árásin var í Bataclan-leikhúsi þar sem skotið var á áhorfendur á tónleikum þar sem bandaríska hljómsveitin Eagles of Death Metal kom fram. Nokkrum áhorfendum var haldið í gíslingu þangað til pattstaða við lögreglumenn sem stóð yfir í hálftíma leystist skömmu eftir miðnætti þann 14. nóvember.

Þann 14. nóvember lýsti Íslamska ríkið yfir ábyrgð á árásunum og sagði að skotmörkin hefðu verið „vandlega valin“. Í yfirlýsingunni sagði að árásirnar hefðu verið viðbrögð við aðgerðum Frakka í Miðausturlöndum og vanvirðingu þeirra við Múhameð. Árásirnar voru þær mannskæðustu í París frá seinni heimsstyrjöldinni og þær mannskæðustu í Evrópu frá sprengjuárásunum í Madrid 2004. Árásirnar komu í kjölfar skotárásarinnar á Charlie Hebdo í janúar 2015.

Í fréttum

Kherson

Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen  • Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla  • Innrás Rússa í Úkraínu/Stríð Rússlands og Úkraínu  • Kórónaveirufaraldurinn  • Mótmælin í Íran  • Sýrlenska borgarastyrjöldin

Nýleg andlát: Jiang Zemin (30. nóvember)


Atburðir 8. desember

Vissir þú...

Starlink
  • … að Paul Biya, forseti Kamerún, hefur verið við völd sem forseti eða forsætisráðherra frá árinu 1975 og er því þaulsetnasti sitjandi þjóðarleiðtogi í dag sem ekki er af kóngaættum?
  • … að áætlað er að gervihnattaþyrpingin Starlink (sjá mynd) verði með 12.000 gervihnetti, sem síðar gæti fjölgað í 42.000?
  • … að Tancredo Neves, sem átti að verða fyrsti forseti Brasilíu eftir endalok einræðisstjórnarinnar í landinu árið 1985, lést daginn áður en hann átti að taka við forsetaembættinu?
  • … að Independence-fjörður á Grænlandi hlaut nafn sitt vegna þess að bandaríski landkönnuðurinn Robert Peary sá hann fyrst á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí 1892?
  • … að mat tímaritsins Forbes á auðæfum Elizabeth Holmes, stofnanda líftæknifyrirtækisins Theranos, fór úr um 606 milljörðum íslenskra króna árið 2015 niður í núll árið 2016?
Efnisyfirlit