Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Velkomin(n) á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Grein mánaðarins

Tanquerelle Hervé Vertigo.jpg

Kolbeinn kafteinn er ein af aðalpersónunum í myndasögunum um Ævintýri Tinna eftir belgíska teiknarann Hergé. Í sögunum er Kolbeinn gamall skipstjóri á kaupskipi og besti vinur söguhetjunnar Tinna.

Kolbeinn kafteinn fylgir Tinna í öllum ævintýrum hans frá og með bókinni Krabbinn með gylltu klærnar (1941) þar sem félagarnir hittast í fyrsta sinn. Þegar Tinni hittir Kolbein er hann skipstjóri á skipinu Karaboudjan en er svo djúpt sokkinn í alkóhólisma að hinn svikuli stýrimaður hans, Hörður, ræður í raun öllu og notar skipið fyrir fíkniefnasmygl. Tinni frelsar hann úr haldi og með þeim tekst óbilandi vinskapur. Í seinni bókum kemur í ljós að Kolbeinn er afkomandi aðalsmannsins Kolbeins Kjálkabíts, skipstjóra í þjónustu Loðvíks 14. Frakklandskonungs.

Árið 1996 nefndu 37,5 % aðspurðra Kolbein kaftein sem uppáhaldspersónu sína í bókunum og er hann því vinsælasta persónan í Tinnabókunum.

Í fréttum

Eldgosið við Meradali 2022

Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen  • Innrás Rússa í Úkraínu  • Kórónaveirufaraldurinn  • Sýrlenska borgarastyrjöldin  • Stríð Rússlands og Úkraínu

Nýleg andlát: Míkhaíl Gorbatsjov (30. ágúst)  • Ingvar Gíslason (17. ágúst)  • Þuríður Pálsdóttir (12. ágúst)  • Anne Heche (12. ágúst)  • Eiríkur Guðmundsson (8. ágúst)  • Olivia Newton-John (8. ágúst)


Atburðir 2. september

Vissir þú...

Sun Myung Moon
  • … að Erna Hjaltalín var fyrsta íslenska konan sem lauk atvinnuflugmannaprófi, einkaflugmannsprófi og öðlast réttindi sem loftsiglingafræðingur?
  • … að myndasögurnar um Hin fjögur fræknu voru upphaflega byggðar á rituðum skáldsögum fyrir börn?
  • … að örninn á skjaldarmerki Austurríkis er búinn hamri, sigð og kórónu sem merkja verkamenn, bændur og borgara Austurríkis?
Efnisyfirlit