Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Velkomin(n) á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Grein mánaðarins

Loujain Alhathloul.jpg

Loujain al-Hathloul (f. 31. júlí 1989) er sádi-arabísk kvenréttindakona, áhrifavaldur á samfélagsmiðlum og fyrrum pólitískur fangi. Hún er útskrifuð úr Háskólanum í Bresku Kólumbíu.

Al-Hathloul hefur nokkrum sinnum verið handtekin og síðan sleppt fyrir að óhlýðnast banni gegn því að konur aki bílum í Sádi-Arabíu. Hún var handtekin í maí árið 2018 ásamt fleiri kunnum kvenréttindakonum fyrir að „reyna að grafa undan stöðugleika konungsríkisins“. Í október árið 2018 var eiginmaður hennar, uppistandarinn Fahad Albutairi, einnig framseldur til sádi-arabískra stjórnvalda frá Jórdaníu og var settur í fangelsi. Hathloul var sleppt úr fangelsi þann 10. febrúar 2021.

Al-Hathloul var í þriðja sæti á lista yfir 100 áhrifamestu Arabakonur heims árið 2015. Þann 14. mars 2019 tilkynnti PEN America að Hathloul myndi hljóta PEN/Barbey-ritfrelsisverðlaunin ásamt Nouf Abdulaziz og Eman Al-Nafjan. Verðlaunin voru afhent þann 21. maí á bandarískri bókmenntahátíð PEN.

Árið 2019 taldi tímaritið Time Hathloul meðal 100 áhrifamestu einstaklinga ársins.

Í fréttum

James Webb-geimsjónaukinn


Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen  • Eldgosið við Meradali  • Innrás Rússa í Úkraínu  • Kórónaveirufaraldurinn  • Sýrlenska borgarastyrjöldin  • Stríð Rússlands og Úkraínu

Nýleg andlát: Ayman al-Zawahiri (31. júlí)  • Bill Russell (31. júlí)  • David Trimble (25. júlí)  • Kristbjörn Albertsson (18. júlí)  • Shinzō Abe (8. júlí)


Atburðir 5. ágúst

Vissir þú...

Jeanne Barret
  • … að Jeanne Barret (sjá mynd) er almennt álitin fyrsta konan sem lauk siglingu umhverfis hnöttinn?
  • … að fjölbreytni fugla af svöluætt er mest í Afríku?
  • … að þyrlan TF-HET var árið 1949 fyrsta þyrlan á Íslandi?
  • … að 166 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna teljast einingarríki?
  • … að íslenska málnefndin tók við af svokallaðri „nýyrðanefnd“ sem hafði verið stofnuð 1952 til að búa til íslensk nýyrði yfir ýmis tæknileg hugtök?
  • … að í Bunroku-stríðinu árið 1592 gaf stríðsherrann Kiyomasa Katō hersveitum sínum japanska réttinn natto og sagt er að þær hafi miklu síður en aðrar hersveitir þjást af smitsjúkdómum og meltingarkvillum?
Efnisyfirlit