Forsíða
Velkomin(n) á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 54.316 greinar.
Grein mánaðarins
Kóranismi (arabíska: القرآنية; al-Qur'āniyya, einnig þekkt sem kóranísk ritningarstefna) samanstendur af þeim viðhorfum að íslömsk lög og leiðsögn eigi að vera byggð á Kóraninum og eiga því að vera algerlega eða að hluta til andstæð trúarlegu valdi, áreiðanleika og sanngildi hadíðubókmennta. Kóranistar trúa því að skilaboð Guðs innan Kóransins séu skýr og fullkomin eins og þau eru, vegna þess að Kóraninn segir það og því er hægt að skilja hann að fullu án þess að sækja í skýringar hadíða, sem kóranistar telja að séu fölsun.
Þegar kemur að trú, lögfræði og löggjöf hafa kóranistar aðra skoðun en þeir sem aðhyllast ahl al-Hadith þar sem þeir síðarnefndu telja að hadíðuskýringar séu viðbót við Kóraninn sem íslamskt kennivald þegar kemur að lögum og trúarjátningu. Hver sá flokkur sem styðst við hadíðuskýringar innan Íslam hefur sína eigin sér útgáfu af þeim skýringum sem þeir styðjast við, en þeim er svo hafnað af öðrum flokkum sem styðjast við aðrar hadíðuskýringar. Kóranistar hafna öllum hadíðuskýringum og boða engar slíkar.
Kóranistar svipar til hreyfinga innan annara Abrahamískra trúarbragða, líkt og Karaite-hreyfingarinnar innan gyðingdóms og Sola scriptura viðhorfsins meðal mótmælenda innan kristindóms.
Í fréttum
- 11. júní: Jeanine Áñez (sjá mynd), fyrrum forseti Bólivíu, er dæmd í tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að meintu valdaráni árið 2019.
- 10. júní: Banaslys varð í Reynisfjöru, það fjórða á sex árum.
- 9. júní: Apabóla greinist á Íslandi.
- 2. júní – 5. júní: Bretar halda upp á 70 ára krýningarafmæli Elísabetar 2. drottningar.
- 21. maí: Verkamannaflokkurinn undir forystu Anthony Albanese vinnur sigur gegn ríkisstjórn Scotts Morrison og Frjálslynda flokksins í Ástralíu.
- 20. maí: Innrás Rússa í Úkraínu – Rússar ná stjórn yfir borginni Maríúpol.
- 14. maí:
- Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022: Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur fellur en Framsóknarflokkurinn undir forystu Einars Þorsteinssonar bætir við sig fjórum borgarfulltrúum.
- Úkraína vinnur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022 með laginu Stefania eftir Kalush Orchestra.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Innrás Rússa í Úkraínu • Kórónaveirufaraldurinn • Sýrlenska borgarastyrjöldin • Stríð Rússlands og Úkraínu
Atburðir 13. júní
- 2000 - Forseti Suður-Kóreu, Kim Dae-jung, heimsótti Norður-Kóreu.
- 2001 - Pólski stjórnmálaflokkurinn Lög og réttlæti var stofnaður.
- 2003 - Fyrsta tölublað Reykjavík Grapevine kom út.
- 2007 - Shimon Peres var kjörinn forseti Ísraels.
- 2009 - Danski athafnamaðurinn Stein Bagger var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir fjársvik.
- 2011 - Tveir stórir jarðskjálftar, sá fyrri upp á 5,7 stig á Richter og sá seinni upp á 6,3 stig á Richter, urðu í Christchurch á Nýja Sjálandi.
- 2011 - Ítalir höfnuðu byggingu nýrra kjarnorkuvera í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 2012 - Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hófst í Rio de Janeiro í Brasilíu.
- 2019 – Ómanflóaatvikið: Ráðist var á tvö olíuflutningaskip í Hormússundi sem jók enn á spennu milli Írans og Bandaríkjanna.
- 2021 – Naftali Bennett tók við embætti forsætisráðherra Ísraels af Benjamin Netanyahu.
Vissir þú...
- … að Valdimar gamli Kænugarðsfursti, sem kristnaði Rús-þjóðirnar í Garðaríki á 10. öld, er sagður hafa hafnað íslamstrú þar sem hann gat ekki hugsað sér að iðka trúarbrögð sem bönnuðu áfengisdrykkju?
- … að Gunnars kvæði á Hlíðarenda er eini íslenski sagnadansinn, svo vitað sé, sem fjallar um atburði úr Íslendingasögunum?
- … að Hoffmannsdropar voru gjarnan misnotaðir sem áfengi á bannárunum, til dæmis í Bandaríkjunum, á Íslandi og í Noregi?
- … að Claire Bretécher var fyrst kvenmyndasöguhöfunda til að hasla sér völl í fremstu röð í myndasögugerð í Frakklandi?
- … að borgin Grosní var nánast alfarið lögð í rúst í seinna Téténíustríðinu (sjá mynd) í kringum aldamótin 2000?
- … að áin Þverá í Fljótshlíð minnkaði verulega árið 1946 þegar hlaðinn var 600 metra langur varnargarður sem veitti megninu af ánni í Markarfljót?
Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði
Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð
Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun
Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi
Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi
Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |