Forsíða
Velkomin(n) á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 54.062 greinar.
Grein mánaðarins
Bogdan Kmelnitskíj var stjórnmála- og hernaðarleiðtogi úkraínskra kósakka í þáverandi pólsk-litháíska samveldinu. Kmelnitskíj leiddi uppreisn gegn pólska aðlinum árið 1648 og stofnaði sjálfstætt höfuðsmannsdæmi á landsvæði sem nú er í Úkraínu. Síðar hallaði hann sér að rússneska keisaradæminu og samþykkti árið 1654 að sverja Rússakeisara hollustu sína með Perejaslav-sáttmálanum.
Eftir dauða Kmelnitskíj varð til eins konar þjóðsagnahefð í kringum hann. Hann varð að baráttutákni kósakka og að úkraínskri þjóðhetju. Valdatíð hans er þó jafnframt alræmd fyrir ofsóknir gegn Pólverjum, kaþólikkum og sérstaklega Gyðingum. Nokkrir tugir þúsunda þeirra voru drepnir af stjórn Kmelnitskíj.
Í fréttum
- 20. mars: LeBron James verður annar stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta frá upphafi þegar hann fer upp fyrir Karl Malone.
- 11. mars: Átaksverkefnið Römpum upp Ísland hófst. Tilgangur þess er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna.
- 9. mars: Yoon Suk-yeol (sjá mynd) er kjörinn forseti Suður-Kóreu.
- 25. febrúar: Öllum takmörkunum innanlands vegna COVID-19 er aflétt á Íslandi.
- 24. febrúar: Rússar hefja innrás í Úkraínu.
- 22. febrúar: Stríð Rússlands og Úkraínu – Vladímír Pútín Rússlandsforseti viðurkennir sjálfstæði Alþýðulýðveldanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu og sendir rússneska hermenn yfir úkraínsku landamærin til að sinna „friðargæslu“.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Innrás Rússa í Úkraínu • Kórónaveirufaraldurinn • Sýrlenska borgarastyrjöldin • Stríð Rússlands og Úkraínu
Atburðir 20. mars
- 1995 - Hryðjuverkasamtökin Aum Shinrikyo slepptu saríngasi í 5 neðanjarðarlestar Tókýó með þeim afleiðingum að 12 létust og 5.500 særðust.
- 1996 - Ríkisstjórn Bretlands tilkynnti að kúariða hefði að öllum líkindum borist í menn.
- 2000 - Jamil Abdullah Al-Amin, fyrrum meðlimur Svörtu hlébarðanna, var handtekinn eftir skotbardaga sem leiddi til dauða eins lögreglumanns.
- 2002 - Breska vefútvarpið Last.fm var stofnað.
- 2003 - Íraksstríðið: Hermenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og Póllandi réðust inn í Írak.
- 2003 - Staðlaráð Íslands var stofnað.
- 2010 - Eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi.
- 2013 - Kvikmyndin Queen of Montreuil var frumsýnd í Frakklandi.
- 2015 - Almyrkvi á sólu gekk yfir Atlantshaf, Færeyjar, Svalbarða og Norðurslóðir og sást mjög vel á Íslandi.
Vissir þú...
- … að fyrsta sjálfvirka uppþvottavélin var fundin upp af Bandaríkjakonunni Josephine Cochrane árið 1886?
- … að Indverska úrvalsdeildin er mest sótta deild í krikket í heimi?
- … að fiskurinn tannkarpi (sjá mynd) hefur verið fluttur til annara landa í þeim tilgangi að verða líffræðilega vörn við illgresi í vatni, í tjörnum, í uppistöðulónum og öðrum almenningsvötnum?
- … að í Alþjóðasamningi um öryggi mannslífa á hafinu er krafa um að öll atvinnuskip yfir 300 tonn séu með sjálfvirkt auðkenniskerfi?
- … að íshokkí er vinsælasta vetraríþróttin miðað við fjölda þátttakenda?
Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði
Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð
Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun
Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi
Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi
Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |