1526
Jump to navigation
Jump to search
Ár |
Áratugir |
Aldir |

Bardaginn við Mohács. Málverk eftir Bertalan Székely.

Ísabella af Búrgund, Danadrottning.
Árið 1526 (MDXXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
- Biskuparnir, Jón Arason og Ögmundur Pálsson, komu báðir með mjög fjölmennt lið til Alþingis og leit út fyrir um tíma að þeir myndu berjast þar.
- Samþykkt gerð á Alþingi um laun bartskera fyrir að lækna fólk af sárasótt.
- Hrafn Brandsson varð lögmaður norðan og vestan eftir að hann hafði með stuðningi Jóns Arasonar fengið Teiti Þorleifssyni vikið úr embætti.
- Hrafn Brandsson giftist Þórunni dóttur Jóns Arasonar.
- Árnakirkja í Skálholti, sem Árni Helgason biskup lét byggja, brann til grunna.
- Akureyri fyrst nefnd í heimildum. Þá var kona dæmd þar fyrir að hafa mök við mann án þess að vera gift honum.
Fædd
Dáin
Erlendis[breyta | breyta frumkóða]
- 14. janúar - Friðarsamningur gerður í Madrid milli Frans 1. Frakkakonungs og Karls 5. keisara. Frans afsalaði sér Búrgund.
- 9. júní - Go-Nara varð Japanskeisari.
- 24. ágúst - Søren Andersen Norby beið ósigur í sjóorrustu við danskar, sænskar og lýbskar flotadeildir undan strönd Blekinge.
- 29. ágúst - Bardaginn við Mohács: Tyrkneskur her undir stjórn Suleimans 1. soldáns vann sigur á ungverska hernum og Loðvík 2. Ungverjalandskonungur féll á undanhaldinu. Suleiman tók Buda herskildi.
- Nýja testamentið var gefið út á sænsku.
- Fyrsta heila þýðing Nýja testamentisins á ensku var flutt til Englands frá prentstað í Worms í Þýskalandi.
- Francisco Pizarro hélt í annan leiðangur sinn og náði að strönd Perú.
- Byssusmiðurinn Mastro Bartolomeo Beretta stofnaði Beretta-byssuverksmiðjurnar, sem eru enn starfandi og eru eitt elsta fyrirtæki í heimi.
Fædd
- 1. janúar - Heilagur Louis Bertrand, spænskur trúboði í Suður-Ameríku, verndardýrlingur Kólumbíu, (d. 1581).
- 1. nóvember - Katrín Jagiellonka Svíadrottning, kona Jóhanns 3. Svíakonungs (d. 1583).
Dáin
- 19. janúar - Ísabella af Búrgund, Danadrottning, kona Kristjáns 2. (f. 1501).
- 4. ágúst - Juan Sebastián Elcano, baskneskur landkönnuður (f. 1486/1487).
- 29. ágúst - Loðvík 2., konungur Ungverjalands og Bæheims, féll í orrustu (f. 1506).