Tilföng fyrir vörumerki

Hér að neðan eru undirstöður vörumerkis okkar. Þessari síðu er ætlað að hjálpa þér að hefjast handa en YouTube þarf að samþykkja alla notkun.

Fylltu út eyðublað fyrir beiðni um vörumerkjanotkun

Notkun YouTube merkisins

Autt svæði

Autt svæði aðgreinir lógóið frá myndum, texta og annarri grafík sem gæti takmarkað áhrif og sýnileika þess. Því meira andrými sem þú veitir lógóinu okkar því meiri áhrif getur það haft.

Auða svæðið kringum lógóið ætti að vera jafnt eða stærra en hæð táknsins.

YouTube merkið, í fullum lit, á ljósum bakgrunni

Stærðarstillingar

Við höfum fínstillt lógóið okkar fyrir ákveðnar stærðir. Lógóið okkar þarf að vera mjög skýrt og læsilegt, hvort sem það birtist í snjallsíma eða á risaskjá á leikvangi.

YouTube merkið, í fullum lit, á ljósum bakgrunni

Lágmarks stafræn hæð: 20 dp

YouTube merkið, í fullum lit, á ljósum bakgrunni

Lágmarksprenthæð: 0,125 tommur eða 3,1 mm

Hvað ekki má gera við merkið

Fólk kannast við YouTube merkið og því má aldrei breyta.

Hér eru nokkur dæmi um hvað ekki má gera við YouTube merkið.

EkkiEkki

  • Breyta bili milli táknsins eða orðsins \„YouTube\“ eða stafa í orðinu
  • Nota hvaða annan lit sem er en rauðan, næstum svartan eða hvítan
  • Velja aðra leturgerð fyrir \„YouTube\“
  • Bæta sjónrænum áhrifum eins og skugga við
  • Breyta eða skipta út orðinu \„YouTube\“ á neinn hátt
  • Breyta lögun merkisins
  • Nota merkið í setningarlið eða heilli setningu
Algeng mistök við innsetningu vörumerkja YouTube

Notkun á merkinu á hreinum bakgrunni

Í þessum dæmum sést rétt litabeiting á YouTube merkinu á mismunandi hreinum bakgrunnum. Merkið sem er næstum svart, í fullum lit, ætti að nota ef bakgrunnurinn er ljósari en 40% grátt. Merkið sem er hvítt, í fullum lit, ætti að nota ef bakgrunnurinn er dekkri en 50% grátt.

YouTube merkið á bakgrunni í fullum lit

Merki í fullum lit

Til eru tvær útgáfur af merkinu í fullum lit, næstum svart og hvít – en þríhyrningurinn í merkinu á alltaf að vera hvítur.

Notaðu merkið sem er næstum svart og í fullum lit á ljósum bakgrunni. Notaðu merkið sem er hvítt og í fullum lit á dökkum bakgrunni.

YouTube merki í fullum lit á bakgrunni í fullum lit

Merki í svarthvítu

Ef bakgrunnslitur gerir að verkum að erfitt er að sjá merkið í fullum lit ættirðu að nota svarthvíta merkið.

Svarthvíta táknið sem er næstum svart (#282828) hefur hvítan þríhyrning í tákninu. Nota skal táknið í ljósum, marglitum myndum.

Hvíta (#FFFFFF) gerð svarthvíta merkisins er með þríhyrning sem ekki hefur fyllingu. Nota skal merkið þegar um dökkar myndir í mörgum litum er að ræða.

YouTube merkið á bakgrunni með gráum litastíganda

Notkun á YouTube tákninu

Táknið okkar

Táknið okkar er sveigjanlegt merki sem er hvatning og minni útgáfa af merkinu okkar. Ef þú hefur ekki nægilegt pláss til að nota merkið í stærðinni 24 dp með réttu auðu rými ættirðu að nota YouTube táknið í staðinn.

YouTube táknið, fullur litur

Autt svæði

Autt svæði aðgreinir lógóið frá myndum, texta og annarri grafík sem gæti takmarkað áhrif þess og sýnileika. Því meira andrými sem þú veitir lógóinu okkar því meiri áhrif getur það haft.

Auða svæðið kringum lógóið ætti að vera jafnt eða stærra en hæð táknsins.

YouTube merkið, ljóst, hvítt á dökkum bakgrunni

Stærðarstillingar

Við höfum fínstillt lógóið okkar fyrir ákveðnar stærðir. Lógóið okkar þarf að vera mjög skýrt og læsilegt, hvort sem það birtist í snjallsíma eða á risaskjá á leikvangi.

YouTube táknið, fullur litur, á ljósum bakgrunni

Lágmarks stafræn hæð: 20 dp

YouTube táknið, fullur litur, á ljósum bakgrunni

Lágmarksprenthæð: 0,125 tommur eða 3,1 mm

Hvað ekki má gera við táknið

Aldrei má breyta YouTube tákninu.

Hér eru nokkur dæmi um hvað ekki má gera við táknið.

EkkiEkki

  • Teygja lárétt eða lóðrétt á lögun táknsins
  • Breyta halla eða stærð þríhyrningsins
  • Nota aðra liti en rauðan, næstum svartan eða hvítan
  • Snúa tákninu
  • Bæta einhverjum brellum við
  • Bæta mynstri eða mynd við táknið
  • Skipta út þríhyrningnum fyrir annað útlit eða tákn
  • Skipta þríhyrningnum út fyrir orð
  • Velja nýja lögun fyrir rétthyrninginn
Algeng mistök við innsetningu YouTube tákna

Notkun á tákninu á samfélagsmiðlum

Einungis má nota YouTube táknið í eignum á samfélagsmiðlum til að tengja á YouTube rás.

Mikilvægt: Aðeins má nota merki eða tákn sem tengil ef áfangaslóðin er rás á YouTube.

Notkun YouTube táknsins á deilingarstiku fyrir samfélagsmiðla

Tákn YouTube fyrir samfélagsmiðla í samhengi

YouTube litir

Öll notkun á vörumerkjaeiningum YouTube krefst sérstaks samþykkis og senda verður inn beiðni um notkunina á ensku gegnum eyðublað fyrir beiðni um vörumerkjanotkun til yfirferðar. Ef um beiðni á öðru tungumáli en ensku er að ræða skaltu hafa samband við viðeigandi aðila í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila. YouTube áskilur sér rétt til að andmæla allri óviðeigandi notkun á vörumerkjum sínum og til að framfylgja rétti sínum hvenær sem er.

Fylltu út eyðublað fyrir beiðni um vörumerkjanotkun

Samstarfsaðilar og auglýsendur

Þú vilt kynna YouTube rásina þína og efnið á henni og við viljum hjálpa þér. Þér er velkomið að nota heiti YouTube, merki og tákn þess svo framarlega sem þú fylgir leiðbeiningum um notkun merkisins og táknsins, sem og þeim leiðbeiningum sem sjá má hér að neðan.

Þú mátt

  • Fáðu alla notkun á vörumerkjaeiningum YouTube samþykkta af YouTube
  • Fylgdu öllum leiðbeiningum fyrir YouTube vörumerkið
  • Forðastu endurtekna notkun á YouTube merkinu í rásarmynd
  • Passaðu að merki sem notuð eru séu uppfærð
  • Nota YouTube táknið í lista með samfélagsmiðlatáknum
  • Notaðu staðlaða merkið til að kynna rásina þína eða efnið þitt þegar settir eru inn tenglar eða umferð er beint á rásina þína

Ekki

  • Nota merki eða vörumerkjaeiningar til að fá umferð á önnur vefsvæði en YouTube
  • Breyta merkjum, táknum eða öðrum vörumerkjaeiningum á hvaða hátt sem er, þ.m.t. en ekki takmarkað við með því að breyta hlutföllum, staðsetningu, teygja á eða þétta, breyta litum eða leturgerð, spegla eða snúa eða bæta við myndáhrifum
  • Setja merkið í fullum litum á rautt (vegna þess að það sést illa)
  • Hylja merki eða tákn að hluta
  • Setja mynd inn í merkið eða táknið

Hér eru nokkur góð og slæm dæmi um notkun YouTube vörumerkisins:

Þegar YouTube er notað í sömu línu og tákn annarra samfélagsmiðla er best að nota YouTube táknið en ekki YouTube merkið.

Þú mátt
Ekki

Rétt YouTube merki og tákn

Gáðu hvort þú sért að nota rétt og uppfært YouTube merki og ekki óopinbert eða gamalt merki (mörg slík eru í umferð). Hægt er að sækja nýjustu merkin .

Þú mátt
Ekki

Staðlaða merkið skal ekki notað á rauðum bakgrunni vegna þess að það sést illa. Hvíta gerð merkisins í svarthvítum lit virkar best á rauðum bakgrunni.

Þú mátt
Ekki

Ekki skal nota merkið í fullum lit í myndefni rásar vegna þess að því er ofaukið þegar YouTube merki vefsvæðisins er fyrir hendi.

Þú mátt
Ekki

Samþykki þriðja aðila

  • Þú berð ábyrgð á að afla samþykkis frá rétthöfum efnis sem þú hleður upp á YouTube og er ekki í þinni eigu.
  • Ef þú birtir efni í kynningum eða auglýsingum þarftu að tryggja að þú hafir viðeigandi leyfi frá viðkomandi rétthafa.
  • YouTube semur ekki um notkunarrétt fyrir hönd samstarfsaðila. Þú verður að hafa beint samband við eiganda mynda eða vídeóa til að tryggja viðeigandi réttindi.
  • Með því að hlaða upp efni á YouTube ábyrgist þú að þú hafir tilskilinn rétt til að hlaða upp vídeóinu. YouTube áskilur sér rétt til að fjarlægja allt efni af vefsvæðinu sem gæti brotið gegn notkunarskilmálum eða reglum netsamfélagsins.

Notkun á orðinu \„YouTuber\“

Leiðbeiningar fyrir höfunda

  • Okkur þykir vænt um hversu margir höfundar kjósa að nota orðið „YouTuber“ um sjálfa sig. Við biðjum bara um að orðin „YouTuber“ eða „Tuber“ séu aðeins notuð um einstaklinga sem búa til og hlaða upp eigin vídeó- eða tónlistarefni á YouTube.
  • Við viljum líka að notkun á \„YouTuber\“ sé afslöppuð. Þannig geta allir notað orðið. Við biðjum þig því um að nota ekki „YouTuber“ eða „Tuber“ í opinberum heitum eins og vídeóþáttaröðum, bókum eða í dagskrárheitum né reyna að skrá lén, rásarheiti eða vörumerki sem innihalda orðin. Þannig verndum við YouTube vörumerkið fyrir okkur og samfélagið.

Leiðbeiningar fyrir auglýsendur

  • Orðið „YouTuber“ ætti einungis að nota þegar vísað er til einstaklings sem býr til og hleður eigin vídeó- og tónlistarefni upp á YouTube. Það er ekki í lagi að nota orðið \„YouTuber“ um fólk sem hleður bara upp efni á einhvern annan vettvang fyrir vídeó.
  • Til að vera viss um að \„YouTuber\“ sé einungis notað á óformlegan hátt biðjum við þriðju aðila um að nota ekki „YouTuber“ í opinberum heitum eins og vídeóþáttaröðum, bókum né reyna að skrá lén, rásarheiti eða vörumerki sem innihalda orðin. Þannig verndum við YouTube vörumerkið fyrir okkur og samfélagið.
  • Þó að höfundar á YouTube geti notað orðið „Tuber“ á óformlegan hátt ættu auglýsendur aldrei að nota það orð.

Öll notkun á vörumerkjaeiningum YouTube krefst sérstaks samþykkis og senda verður inn beiðni um notkunina á ensku gegnum eyðublað fyrir beiðni um vörumerkjanotkun til yfirferðar. Ef um beiðni á öðru tungumáli en ensku er að ræða skaltu hafa samband við viðeigandi aðila í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila. YouTube áskilur sér rétt til að andmæla allri óviðeigandi notkun á vörumerkjum sínum og til að framfylgja rétti sínum hvenær sem er.

Fylltu út eyðublað fyrir beiðni um vörumerkjanotkun

Afþreying og miðlun

Ef þú vilt sýna vörumerki YouTube í fjölmiðlum (vídeóum, sjónvarpsþáttum, kvikmyndum, dagblöðum o.s.frv.) skaltu lesa þessar leiðbeiningar.

Samþykki fyrir notkun á vörumerki

Ef þú ert í afþreyingar- og fjölmiðlaiðnaðinum þarf YouTube að samþykkja alla vörubirtingu þar sem YouTube merki, tákn eða einingar í notendaviðmóti sjást (t.d. hnappar, síður, skjámyndir í fartækjum o.s.frv.), hver svo sem miðillinn er (t.d. sjónvarp, tónlistarvídeó, kvikmyndir, bækur o.s.frv.). Vinsamlega fylgdu leiðbeiningum um meðferð merkis okkar og leiðbeiningum hér að neðan og sendu síðan inn beiðni þína á ensku gegnum eyðublað fyrir beiðni um vörumerkjanotkun. Ef viðbúið er að margir muni sjá vörubirtinguna má vera að þú þurfir að undirrita leyfiseyðublað Google Inc.

Áríðandi: Ef þú tilheyrir fjölmiðli þarftu ekki að senda inn beiðni á eyðublaði fyrir beiðni um vörumerkjanotkun til yfirferðar. Lestu . Að því loknu er þér velkomið að sækja og nota YouTube merkið eða táknið.

Fylltu út eyðublað vegna heimilda er tengjast Google

Áður en þú sendir inn beiðni um vörubirtingu skaltu ganga úr skugga um eftirfarandi

  1. Að notkunin endurspegli YouTube á jákvæðan eða hlutlausan hátt.
  2. Allt vídeóefni sem þróað er sérstaklega fyrir vörubirtingu brýtur ekki gegn reglum netsamfélagsins á YouTube og myndi ekki brjóta gegn notkunarskilmálum YouTube.
  3. Þú getur sett notkunina í gott samhengi um leið og þú sendir inn beiðnina. Senda skal inn eina PDF-skrá sem inniheldur uppkast að YouTube merkinu og/eða viðmóti YouTube í réttu samhengi ásamt þeim síðum handritsins sem við eiga, yfirliti yfir framleiðsluna, nafni framleiðslufyrirtækis, titli verkefnisins og öðrum viðeigandi upplýsingum á borð við leikara, leikstjóra o.s.frv. Skráin er til þess ætluð að varpa ljósi á það hvernig YouTube verður kynnt í framleiðslunni.

Samþykki þriðja aðila

  • YouTube er ekki rétthafi fyrir efni þriðja aðila á vefsvæðinu. Ef notkunin sýnir efni notanda eða samstarfsaðila berð þú ábyrgð á að fá leyfi fyrir notkun þess efnis hjá eiganda eða eigendum efnisins.
  • YouTube semur ekki um notkunarrétt fyrir hönd samstarfsaðila. Þú verður að hafa beint samband við eiganda mynda eða vídeóa til að tryggja viðeigandi réttindi.
  • Með því að hlaða upp efni á YouTube ábyrgist þú að þú hafir tilskilinn rétt til að hlaða upp efninu. YouTube áskilur sér rétt til að fjarlægja allt efni af vefsvæðinu sem gæti brotið gegn notkunarskilmálum eða reglum netsamfélagsins.
  • Þegar þú hefur allar upplýsingar og efni skaltu senda inn beiðni um notkun á ensku gegnum eyðublað fyrir beiðni um vörumerkjanotkun til yfirferðar. Allt að viku getur tekið að fá svar. Ef um beiðni á öðru tungumáli en ensku er að ræða skaltu hafa samband við viðeigandi aðila í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila. YouTube áskilur sér rétt til að andmæla allri óviðeigandi notkun á vörumerkjum sínum og til að framfylgja rétti sínum hvenær sem er.

Öll notkun á vörumerkjaeiningum YouTube krefst sérstaks samþykkis og senda verður inn beiðni um notkunina á ensku gegnum eyðublað fyrir beiðni um vörumerkjanotkun til yfirferðar. Ef um beiðni á öðru tungumáli en ensku er að ræða skaltu hafa samband við viðeigandi aðila í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila. YouTube áskilur sér rétt til að andmæla allri óviðeigandi notkun á vörumerkjum sínum og til að framfylgja rétti sínum hvenær sem er.

Fylltu út eyðublað vegna heimilda er tengjast Google

Þróunaraðilar forritaskila

Forritaskil YouTube gera þér kleift að fella virkni YouTube inn í forrit eða tæki. Farðu á síðuna hér að neðan til að kynna þér leiðbeiningarnar og sækja hlutina sem þú þarft til að bæta vörumerki YouTube við forritið þitt, tæki eða markaðsgögn.

Skoða vörumerkjaleiðbeiningar fyrir þróunaraðila YouTube forritaskila

Tækjaframleiðendur

Til að fá leyfi fyrir notkun á vörumerki YouTube skaltu senda inn beiðni á ensku gegnum eyðublað fyrir beiðni um vörumerkjanotkun til yfirferðar. Allt að viku getur tekið að fá svar. YouTube áskilur sér rétt til að andmæla allri óviðeigandi notkun á vörumerkjum sínum og til að framfylgja rétti sínum hvenær sem er. Til að nota YouTube og YouTube vörumerkið í tækinu þínu þarftu að hafa sérstakan, skriflegan samning við YouTube og tækið þarf að uppfylla vottunarkröfur YouTube samkvæmt samningnum.

Fylltu út eyðublað fyrir beiðni um vörumerkjanotkun