Forsíða
Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 50.521 greinar.
Grein mánaðarins
Saloth Sar, betur þekktur sem Pol Pot, var fæddur 19. maí 1925 og dó 15. apríl 1998. Hann var leiðtogi Rauðu khmeranna í Kambódíu frá 1963 til 1979 og er þekktastur fyrir dauða óhemjumargs fólks í stjórnartíð sinni, sem var frá 1975 til 1979. Rauðu khmerarnir reyndu að framfylgja sýn sinni um eins konar samyrkjuvæðingu, en meðal þess sem hún átti að fela í sér var að borgarbúar flyttu út í sveitir og ynnu þar við landbúnað eða í betrunarvinnu. Þeir töldu sig geta byrjað siðmenninguna upp á nýtt og tóku því upp tímatal sem átti að hefjast með valdatíð þeirra. Sú valdatíð var ekki löng, en því mannskæðari. Þrælkunarvinna, vannæring, hrun í heilbrigðiskerfinu og beinar aftökur kostuðu á bilinu 750.000 - 1.700.000 manns lífið (sumir segja á bilinu 300.000 til 3.000.000) -- í landi sem hafði 14 milljónir íbúa árið 2006. Meðal þeirra sem voru ofsóttir voru menntamenn og aðrir „borgaralegir óvinir“, sem taldir voru hættulegir og andsnúnir umbreytingunum.
Árið 1979 réðust Víetnamar inn í Kambódíu og komu Rauðu khmerunum frá völdum. Pol Pot slapp undan réttvísinni og flúði inn í frumskóg, þar sem hann bjó, í haldi annarra rauðra khmera sem höfðu steypt honum frá völdum innan hreyfingarinnar, þar til hann bar beinin 72 ára að aldri, af náttúrlegum ástæðum að því er sagt var.
Í fréttum
- 19. ágúst: Herinn í Malí steypir forseta landsins, Ibrahim Boubacar Keïta, af stóli.
- 13. ágúst: Ísrael undirritar friðarsáttmála og tekur upp formlegt stjórnmálasamband við Sameinuðu arabísku furstadæmin.
- 9. ágúst –: Fjöldamótmæli fara fram í Hvíta-Rússlandi gegn endurkjöri Alexanders Lúkasjenkó á forsetastól.
- 4. ágúst: Að minnsta kosti 135 manns láta lífið í tveimur sprengingum ammóníumnítrats í höfninni í Beirút (sjá mynd).
- 3. ágúst: Jóhann Karl 1., fyrrverandi konungur Spánar, fer í sjálfskipaða útlegð frá heimalandi sínu vegna hneykslismála.
- 1. júlí: Rússar samþykkja breytingar á stjórnarskrá Rússlands í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Kórónaveirufaraldur 2019-2020 • Mótmælin í Bandaríkjunum • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát:
Atburðir 22. september
- 2000 - Kauphallirnar í Amsterdam, Brussel og París runnu saman í eina og Euronext varð til.
- 2003 - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Two and a Half Men hóf göngu sína á CBS.
- 2006 - Fréttastöðin NFS hætti útsendingum.
- 2007 - Hæstiréttur Chile samþykkti framsal Alberto Fujimori til Perú.
- 2008 - Al Thani-málið: Félag í eigu Mohammad Bin Khalifa Al-Thani var sagt hafa keypt 5,01% hlut í Kaupþingi.
- 2013 - Kirkjusprengingin í Peshawar: 127 létust þegar sprengja sprakk við kirkju í Peshawar í Pakistan.
- 2014 - Bandaríkjaher ásamt bandamönnum hóf loftárásir á Íslamska ríkið í Sýrlandi.
- 2018 - 30 létust í árás á hergöngu í Ahvaz í Íran.
Vissir þú...
- … að samkvæmt sumum talningum var Taiping-uppreisnin í Kína önnur mannskæðasta styrjöld mannkynssögunnar á eftir seinni heimsstyrjöldinni?
- … að í grínframboði Hins flokksins fyrir Alþingiskosningar 1979 var særingamaður látinn kveða niður verðbólgudrauginn á Lækjartorgi?
- … að Árbækur Espólíns voru eina eiginlega yfirlitsritið um sögu Íslands allt til loka nítjándu aldar?
- … að höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins í Ósló (sjá mynd) eru við hliðina á höfuðstöðvum norska Alþýðusambandsins?
- … að Ruhr-héraðið er þéttbýlasta svæðið í Þýskalandi?
- … að elstu fastaherir sem heimildir eru til um voru myndaðir í Assýríu og Grikklandi hinu forna?
Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði
Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð
Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun
Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi
Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi
Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |