Fréttir og viðburðir
Matís hlýtur styrk úr viðbragðssjóði EIT-Food vegna COVID-19
Sérstakur viðbragðssjóður á vegum EIT Food vegna COVID-19, Covid-19 Rapid Response Call for Innovation Projects, var settur á laggirnar í maí síðastliðnum til að flýta fyrir nýsköpun og þróun á vörum og þjónustu sem gæti nýst til að styðja við matvælaframleiðslu og neytendur í Evrópu meðan á faraldrinum stendur.
Lesa meiraHvaða áhrif hefur COVID-19 faraldurinn haft á matarvenjur þínar?
Nú er Matís með netkönnun, sem er hluti af norænni-baltneskri rannsókn, þar sem ætlunin er að skoða breytingar á matarvenjum og neysluhegðun Íslendinga vegna COVID-19 faraldursins. Markmið rannsóknarinnar er að skilja betur breytingar á neysluvenjum og viðhorfi til matar á meðan neyðarstig almannavarna var í gildi 6.mars til 25. maí 2020.
Lesa meiraFAO gefur út rafrænt námskeið um áhrif loftslagsbreytinga á sjávarútveg í samstarfi við Matís
Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) býður nú upp á rafrænt námskeið um áhrif loftslagsbreytinga á fiskeldi og sjávarútveg og viðbrögð við þeim, bæði í formi aðlögunar- og mótvægisaðgerða. Námskeiðið, sem er nú öllum opið í gegnum vefsíðu FAO, var unnið í tengslum við rannsóknarverkefnið ClimeFish sem lauk nú á dögunum. Matís hafði þar yfirumsjón yfir þeim hluta verkefnisins sem sneri að aðlögun gegn áhrifum loftslagsbreytinga og gerð aðlögunaráætlana fyrir fiskeldi og fiskveiðar, og átti því stóran þátt í gerð námsefnisins.
Lesa meira