2005
Jump to navigation
Jump to search
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 2005 (MMV í rómverskum tölum) var 5. ár 21. aldar og almennt ár sem byrjaði á laugardegi í gregoríska tímatalinu. Það hefur verið kallað:
- Ár eðlisfræðinnar af International Union of Pure and Applied Physics.
- Ár lítilla lána af Sameinuðu Þjóðunum.
- Alþjóðaár íþrótta og líkamlegrar menntunar Sameinuðu Þjóðunum.
- Ár sjálfboðaliðans af fjármálaráðherra Bretlands, Gordon Brown.
- Ár kvöldmáltíðarsakramentis Páls annars páfa.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
Janúar[breyta | breyta frumkóða]
- 1. janúar - Ný líra var tekin upp sem gjaldmiðill í Tyrklandi en verðmæti einnar slíkrar samsvarar 1.000.000 af þeim gömlu.
- 5. janúar - Hópur vísindamanna í Palomar-stjörnuathugunarstöðinni uppgötvaði dvergreikistjörnuna Eris.
- 9. janúar - Mahmoud Abbas var kosinn forseti sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna.
- 12. janúar - Könnunarfarinu Deep Impact var skotið á loft frá Canaveral-höfða.
- 13. janúar - Myndir af Harry Bretaprins klæddum í nasistabúning á grímuballi voru fordæmdar.
- 14. janúar - Geimfarið Huygens lenti á stærsta tungli Satúrnusar, Títan.
- 16. janúar - Adriana Iliescu varð elsta kona heims til þess að fæða barn, 66 ára gömul.
- 21. janúar - Heilsíðuauglýsing birtist í The New York Times þar sem hópur Íslendinga bað Íraka afsökunar á því að Ísland skyldi vera á lista yfir hinar svokölluðu „viljugu þjóðir“.
- 23. janúar - Viktor Júsjenkó tók við embætti sem þriðji forseti Úkraínu.
- 25. janúar - 250 létust í troðningi við hofið Mandhradevi á Indlandi.
- 30. janúar - Fyrstu frjálsu þingkosningarnar frá 1958 voru haldnar í Írak.
Febrúar[breyta | breyta frumkóða]
- 6. febrúar - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin American Dad! hóf göngu sína.
- 7. febrúar - Ellen MacArthur setti met í einmenningssiglingu umhverfis jörðina þegar hún fór yfir markið við Ushant eftir 71 dags, 14 tíma, 18 mínútna og 33 sekúndna siglingu.
- 8. febrúar - Ísrael og Palestína samþykktu vopnahlé.
- 8. febrúar - Kortaþjónustan Google Maps fór í loftið.
- 9. febrúar - 40 manns særðust í sprengjuárás Frelsissamtaka Baska á ráðstefnuhöll í Madríd.
- 10. febrúar - Karl Bretaprins tilkynnti trúlofun sína og Camillu Parker Bowles.
- 10. febrúar - Norður-Kórea tilkynnti að landið byggi yfir kjarnavopnum.
- 14. febrúar - Forsætisráðherra Líbanon, Rafik Hariri lét lífið ásamt 15 öðrum í sjálfsmorðssprengjuárás í Beirút.
- 14. febrúar - YouTube, vefur þar sem notendur geta deilt myndskeiðum, fór í loftið.
- 16. febrúar - Kýótóbókunin tók gildi eftir undirskrift Rússlands, án stuðnings Bandaríkjanna og Ástralíu.
- 22. febrúar - Rúmlega 500 manns létu lífið og yfir 1000 slösuðust í jarðskjálfa í suðurhluta Írans. Skjálftinn mældist 6,4 á Richterkvarða.
- 26. febrúar - Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, fór fram á að egypska þingið breytti stjórnarskránni til að leyfa fleiri en einn frambjóðanda í forsetakosningum.
Mars[breyta | breyta frumkóða]
- 1. mars - Tabaré Vázquez tók við embætti forseta Úrúgvæ.
- 3. mars - Milljónamæringurinn Steve Fossett setti met í einmenningsflugi án áningar umhverfis jörðina.
- 4. mars - Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands sameinuðust undir merkjum þess fyrrnefnda.
- 10. mars - FL Group var stofnað utan um fjárfestingarhluta Icelandair Group.
- 11. mars - Nintendo DS-leikjatölvan var gefin út í Evrópu.
- 14. mars - Lög voru sett í Kína sem heimila valdbeitingu ef Tævan aðskilur sig formlega frá Kína.
- 14. mars - Sedrusbyltingin: Um milljón manns komu saman í Beirút í stærstu mótmælum í sögu Líbanon vegna morðsins á Rafik Hariri forsætisráðherra.
- 18. mars - Hjómsveitin Jakobínarína sigraði í Músíktilraunum með miklum meirihluta atkvæða, bæði dómnefndar og áhorfenda.
- 23. mars - Jóakim, prins af Danmörku og Alexandra Manley sóttu formlega um skilnað.
- 24. mars - Túlípanabyltingin í Kirgistan náði hámarki þegar forseta landsins, Askar Akayev, var komið frá völdum.
- 27. mars - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Grey's Anatomy hóf göngu sína á ABC.
Apríl[breyta | breyta frumkóða]
- 2. apríl - Jóhannes Páll páfi 2. dó og milljónir manna flykktust til Vatíkansins til að votta hinum látna virðingu sína.
- 3. apríl - Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar var stofnaður.
- 9. apríl - Tugþúsundir mótmæltu hersetu Bandaríkjanna í Írak í Bagdad.
- 15. apríl - Síðasti bílaframleiðandinn í breskri eigu, MG Rover, varð gjaldþrota.
- 18. apríl - Hugbúnaðarrisinn Adobe Systems tilkynnti kaup sín á Macromedia.
- 19. apríl - Þýski kardinálinn Joseph Alois Ratzinger var kjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar og tók sér nafnið Benedikt 16..
- 23. apríl - Fyrsta myndskeiðið var sett inn á YouTube.
- 25. apríl - Búlgaría og Rúmenía skrifuðu undir samning um inngöngu í ESB.
- 25. apríl - 107 létust og 562 slösuðust þegar lest fór út af sporinu í Amagasaki í Japan.
- 26. apríl - Sýrlendingar yfirgáfu Líbanon eftir að hafa haft hernaðarlega viðveru þar í 29 ár.
- 27. apríl - Airbus A380, stærsta farþegaþota í heimi til þessa, fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Toulouse í Frakklandi.
- 29. apríl - Kvikmyndin The Hitchhiker's Guide to the Galaxy var frumsýnd í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Maí[breyta | breyta frumkóða]
- 1. maí - Netsamfélagið Istorrent var stofnað á Íslandi.
- 6. maí - Blaðið kom fyrst út á Íslandi.
- 12. maí - Leikjatölvan Xbox 360 var kynnt opinberlega.
- 13. maí - Kvikmyndin Fullorðið fólk var frumsýnd í Danmörku.
- 13. maí - Blóðbaðið í Andijan: Hermenn drápu hátt í 700 mótmælendur í austurhluta Úsbekistans.
- 15. maí - Bandaríska kvikmyndin Star Wars III: Revenge of the Sith var frumsýnd.
- 15. maí - Farþegaferja á ánni Bura Gauranga í Bangladess sökk í stormi. 200 fórust.
- 17. maí - Konur fengu aftur kosningarétt í Kúveit.
- 21. maí - Hæsti rússíbani heims, Kingda Ka, var opnaður í skemmtigarðinum Six Flags Great Adventure í New Jersey.
- 21. maí - Grikkland sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrsta sinn í Kíev með laginu „My Number One“. Framlag Íslands var lagið „If I Had Your Love“.
Júní[breyta | breyta frumkóða]
- 1. júní - Hollendingar felldu stjórnarskrá Evrópusambandsins.
- 5. júní - Sviss samþykkti að ganga í Schengensamstarfið og að leyfa fasta sambúð samkynhneigðra.
- 24. júní - Íslenska sjónvarpsstöðin Sirkus hóf útsendingar.
- 26. júní - Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, endurvígði minnisvarða um landnám Íslendinga í Spanish Fork.
- 28. júní - Þrír hermenn úr sérsveit Bandaríkjaflota, 16 bandarískir sérsveitarmenn og óþekktur fjöldi Talíbana létust í misheppnaðri hernaðaraðgerð, Red Wings-aðgerðinni, í Kunarhéraði í Afganistan.
- 30. júní - Spánn löggilti hjónabönd samkynhneigðra.
Júlí[breyta | breyta frumkóða]
- 1. júlí - Dekkjaverkstæðið Kjalfell ehf tók til starfa á Blönduósi.
- 1. júlí - Samkeppniseftirlitið tók við hlutverki Samkeppnisstofnunar á Íslandi.
- 2. júlí - Tónleikaröðin Live 8 gegn fátækt fór fram á tíu stöðum víðsvegar um heiminn.
- 4. júlí - „Koparkúlan“ frá Deep Impact-könnunarfarinu hitti halastjörnuna Tempel 1.
- 6. júlí - Evrópuþingið hafnaði tillögu að tilskipun um einkaleyfi á tölvuforritum.
- 7. júlí - Hryðjuverkin 7. júlí 2005: Fjórar sjálfsmorðssprengjuárásir urðu 56 manns að bana í London.
- 13. júlí - Fyrrverandi forstjóri WorldCom, Bernard Ebbers, var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir þátt sinn í einu stærsta fjársvikamáli í sögu Bandaríkjanna.
- 16. júlí - Skáldsagan Harry Potter og blendingsprinsinn kom út á sama tíma um allan heim. 287.564 eintök seldust að meðaltali á hverri klukkustund fyrsta sólarhringinn.
- 20. júlí - Fyrsti þáttur So You Think You Can Dance var sendur út af FOX.
- 23. júlí - Tugir létust í röð sprengjuárása í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi.
- 28. júlí - Írski lýðveldisherinn lýsti því yfir að hernaðaraðgerðum væri lokið og skipaði meðlimum að afhenda vopn sín.
Ágúst[breyta | breyta frumkóða]
- 1. ágúst - Abdullah bin Abdul Aziz al-Saud tók við embætti konungs Sádí-Arabíu við lát hálfbróður síns Fahd.
- 2. ágúst - Apple Mighty Mouse var sett á markað.
- 9. ágúst - Benjamin Netanyahu, þá fjármálaráðherra Ísrael, sagði af sér til að mótmæla áformum Ariels Sharons um að leggja niður landtökubyggðir gyðinga á Gaza.
- 9. ágúst - Lee Hughes, enskur knattspyrnumaður, var dæmdur í sex ára fangelsi vegna manndráps.
- 13. ágúst - Könnunarfarinu Mars Reconnaissance Orbiter var skotið á loft.
- 14. ágúst - Farþegaþota með 121 mann um borð hrapaði á Grikklandi eftir að allir um borð misstu meðvitund vegna snarlækkaðs loftþrýstings.
- 15. ágúst - Ríkisstjórn Ariel Sharon hóf niðurrif landnemabyggða Ísraela á Gasaströndinni.
- 16. ágúst - West Caribbean Airways flug 708 rakst á fjall í Venesúela með þeim afleiðingum að 152 fórust.
- 18. ágúst - Fyrsta sameiginlega heræfing Rússa og Kínverja, Peace Mission 2005, hófst á Shandong-skaga.
- 29. ágúst - Fellibylurinn Katrina olli yfir 1600 dauðsföllum og gríðarlegri eyðileggingu í New Orleans á suðurströnd Bandaríkjanna.
- 31. ágúst - Fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja, Hoyvíkursamningurinn, var undirritaður í Færeyjum.
- 31. ágúst - 953 létust í troðningi á Al-Aaimmah-brúnni í Bagdad.
September[breyta | breyta frumkóða]
- 5. september - Mandala Airlines flug 091 hrapaði á íbúahverfi í Medan í Indónesíu með þeim afleiðingum að 149 létust.
- 10. september - Skemmtibáturinn Harpa steytti á Skarfaskeri við Laugarnes. Fjórir voru um borð og tveir fórust.
- 11. september - Flokkur Junichiro Koizumi komst aftur til valda í Japan eftir þingkosningar.
- 12. september - Hong Kong Disneyland Resort var opnað í Hong Kong.
- 13. september - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Supernatural hóf göngu sína á The CW.
- 18. september - Stríðsherrar Norðurbandalagsins fögnuðu sigri í þingkosningum í Afganistan.
- 23. september - Bandaríska kvikmyndin Líkbrúðurin var frumsýnd.
- 24. september - Fellibylurinn Rita kom á land í Beaumont í Bandaríkjunum, og skildi eftir sig slóð eyðileggingar.
- 24. september - Gamanþáttaröðin Stelpurnar hóf göngu sína á Stöð 2.
- 25. september - Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Kallakaffi hóf göngu sína á RÚV.
- 26. september - Lynndie England var dæmd fyrir þátttöku í pyntingum fanga í Abu Ghraib-fangabúðunum.
- 30. september - Umdeildar skopteikningar af Múhameð spámanni birtust í danska dagblaðinu Jyllandsposten.
Október[breyta | breyta frumkóða]
- 1. október - Sprengutilræðin á Balí 2005: 26 létust og yfir 100 særðust.
- 1. október - Stærsti banki heims, Mitsubishi UFJ Financial Group, varð til við samruna tveggja japanskra banka.
- 8. október - Um 80 þúsund manns fórust í hörðum jarðskjálfta í Kasmír.
- 10. október - Baugsmálið: Hæstiréttur Íslands vísaði 32 ákæruliðum frá dómi en hélt eftir átta.
- 10. október - Samtökin Vinir einkabílsins voru stofnuð á Íslandi.
- 19. október - Réttarhöldin yfir Saddam Hussein hófust.
- 21. október - Tölvuleikurinn Football Manager 2006 kom út í Evrópu og víðar.
- 21. október - Íslenska heimildarmyndin Africa United var frumsýnd.
- 27. október - Miklar óeirðir hófust í París vegna óánægju ungs fólks af erlendum uppruna. Óeirðir héldu áfram vítt og breitt um landið næstu 3 vikurnar.
- 29. október - Sprengjutilræðin í Delí 2005: 61 létust og margir særðust þegar 3 öflugar sprengjur sprungu í Delí á Indlandi.
Nóvember[breyta | breyta frumkóða]
- 2. nóvember - Neðri deild spænska þingsins samþykkti lög um sjálfstæði Katalóníu.
- 9. nóvember - Rúmlega 50 manns fórust og um 120 særðust í sjálfsmorðssprengjusárásum í Amman í Jórdaníu.
- 21. nóvember - Ariel Sharon sagði sig úr Likud-bandalaginu og stofnaði nýjan flokk, Kadima, eftir deilur við Benjamin Netanyahu.
- 22. nóvember - Angela Merkel var kjörin kanslari Þýskalands af þýska sambandsþinginu og varð þar með fyrsta konan til að gegna því embætti. Hún tók við af Gerhard Schröder.
- 23. nóvember - Ellen Johnson Sirleaf varð fyrsti lýðræðislega kjörni kvenkyns þjóðarleiðtogi Afríku eftir sigur í þingkosningum í Líberíu.
- 28. nóvember - 12. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í Montreal.
- 30. nóvember - Fyrsta andlitságræðslan var framkvæmd í Amiens í Frakklandi.
Desember[breyta | breyta frumkóða]
- 1. desember - Íslenska útvarpsstöðin Flass 104,5 hóf útsendingar.
- 1. desember - Suður-Afríka heimilaði hjónabönd samkynhneigðra.
- 3. desember - Lestarslys varð við Kárahnjúkavirkjun þegar tvær farþegalestar skullu saman með þeim afleiðingum að tveir verkamenn slösuðust.
- 6. desember - Írönsk herflutningavél hrapaði á tíu hæða byggingu í Teheran með þeim afleiðingum að 128 létust.
- 7. desember - Evrópusambandið tók upp þjóðarlénið .eu sem kom í stað .eu.int.
- 10. desember- Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sigraði í keppninni Ungfrú heimur 2005 í Sanya í Kína.
- 11. desember - Uppþotin í Cronulla í Sydney hófust.
- 14. desember - Shakidor-stíflan í Balúkistan í Pakistan brast í kjölfar mikilla rigninga.
- 18. desember - Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels var fluttur á sjúkráhús eftir heilablóðfall.
- 18. desember - Önnur borgarastyrjöldin í Tsjad hófst.
- 20. desember - Benjamin Netanyahu náði aftur völdum í Likud-bandalagi Ísraels eftir brotthvarf Ariels Sharons.
- 20. desember - Durrës-háskóli var stofnaður í Albaníu.
- 23. desember - Lech Kaczyński, varð forseti Póllands.
- 23. desember - Tsjad lýsti Súdan stríði á hendur.
- 26. desember - Spurningaþátturinn Meistarinn hóf göngu sína á Stöð 2.
- 31. desember - Flugeldasala Hjálparsveitar skáta í Hveragerði brann eftir að sprenging varð í húsnæðinu um eittleytið, einnig brunnu tæki hjálparsveitarinnar, bílar og fleira. Einn fótbrotnaði en allir komust lífs af.
Ódagsettir atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- Sænski stjórnmálaflokkurinn Feministiskt initiativ var stofnaður.
- Íslenska hljómsveitin Johnny and the rest var stofnuð.
- Japanska hljómsveitin AKB48 var stofnuð.
- Glerárvirkjun nýrri var gangsett á Akureyri.
- Múlavirkjun var gangsett á Snæfellsnesi.
- Íslenska fjarskiptafyrirtækið Skipti var stofnað.
- Talið er að birkikemba hafi borist til Íslands þetta ár.
- Íþróttafélagið Mjölnir var stofnað.
- Íslenska fyrirtækið IceProtein var stofnað.
- Bandaríska hljómsveitin The Dodos var stofnuð.
- Bandaríska hljómsveitin MGMT var stofnuð.
- Íslenska hljómsveitin Morðingjarnir var stofnuð.
- Verkefnið PostSecret hófst.
- Enska hljómsveitin Dirty Pretty Things var stofnuð.
- Kaffi Hljómalind var stofnað í Reykjavík.
- Friðarhús var opnað við Snorrabraut í Reykjavík.
- Íslenska hljómsveitin Sprengjuhöllin var stofnuð.
- Útgáfa Jöklabréfa hófst.
- Íslenska fyrirtækið Norðurvegur ehf. var stofnað.
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 26. júní - Alexía Hollandsprinsessa.
- 15. október - Kristján Danaprins.
- 31. október - Elenóra Spánarprinsessa.
- 3. desember - Sverrir Magnús Noregsprins.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 17. janúar - George Patrick Leonard Walker, enskur jarðfræðingur (f. 1926).
- 24. janúar - Vladimir Savchenko, úkraínskur rithöfundur (f. 1933).
- 2. febrúar - Max Schmeling, þýskur hnefaleikamaður (f. 1905).
- 5. febrúar - Gnassingbe Eyadema, forseti Tógó (f. 1937).
- 10. febrúar - Arthur Miller, bandarískt leikskáld (f. 1915).
- 20. febrúar - Hunter S. Thompson, bandarískur blaðamaður og rithöfundur (f. 1937).
- 10. mars - Dave Allen, írskur skemmtikraftur (f. 1936).
- 26. mars - Einar Bragi Sigurðsson, íslenskt skáld og þýðandi (f. 1921).
- 26. mars - James Callaghan, forsætisráðherra Bretlands (f. 1912).
- 30. mars - Alan Dundes, bandarískur þjóðfræðingur (f. 1934).
- 2. apríl - Jóhannes Páll páfi 2. (f. 1920).
- 6. apríl - Rainier 3. fursti af Mónakó (f. 1923).
- 12. apríl - Richard Popkin, bandarískur heimspekisagnfræðingur (f. 1923).
- 19. apríl – Niels-Henning Ørsted Pedersen, danskur djasstónlistarmaður (f. 1946).
- 29. apríl - Gils Guðmundsson, íslenskur rithöfundur og stjórnmálamaður (f. 1914).
- 15. maí - Jón Laxdal, íslenskur leikari og leikstjóri (f. 1933).
- 20. maí - Paul Ricœur, franskur heimspekingur (f. 1913).
- 6. júní - Anne Bancroft, bandarísk leikkona (f. 1931).
- 14. júlí - Hlynur Sigtryggsson, íslenskur veðurfræðingur (f. 1921).
- 22. júlí - Jean Charles de Menezes, brasilískur rafvirki (f. 1978).
- 1. ágúst - Fahd bin Abdul Aziz al-Saud, konungur Sádí-Arabíu (f. 1923).
- 6. ágúst - Andri Ísaksson, íslenskur prófessor í uppeldisfræði.
- 16. ágúst - Þorsteinn Gylfason, íslenskur heimspekingur (f. 1942).
- 16. ágúst - Haraldur Steinþórsson formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1925).
- 21. ágúst - Robert Moog, bandarískur frumkvöðull (f. 1934).
- 27. ágúst - Aðalheiður Hólm Spans, íslenskur verkalýðsforingi (f. 1915).
- 3. september - William Rehnquist, bandarískur hæstaréttardómari (f. 1924).
- 12. september - Bessi Bjarnason, íslenskur leikari (f. 1930).
- 16. september - Geirlaugur Magnússon, íslenskt skáld (f. 1944).
- 25. september - Uri Bronfenbrenner, bandarískur sálfræðingur (f. 1917).
- 5. október - Bjarni Þórir Þórðarson, íslenskur tónlistarmaður (f. 1966).
- 24. október - Rosa Parks, baráttukona fyrir réttindum blökkumanna (f. 1913).
- 29. október - Jón Jónsson, íslenskur jarðfræðingur (f. 1910).
- 19. nóvember - Erik Balling, danskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1924).
- 24. nóvember - Pat Morita, bandarískur leikari (f. 1932).
- 25. nóvember - George Best, norðurírskur knattspyrnumaður (f. 1946).
- 28. nóvember - D.R. Shackleton Bailey, enskur fornfræðingur (f. 1917).
- 10. desember - Richard Pryor, bandarískur leikari (f. 1940).
- 16. desember - John Spencer, bandarískur leikari (f. 1946).
Nóbelsverðlaunin[breyta | breyta frumkóða]
- Friðarverðlaunin: Mohamed ElBaradei og Alþjóðakjarnorkumálastofnunin
- Bókmenntaverðlaunin: Harold Pinter
- Eðlisfræði: Roy J. Glauber, John L. Hall og Theodor W. Hänsch
- Efnafræði: Yves Chauvin, Robert H. Grubbs og Richard R. Schrock
- Læknisfræði: Barry J. Marshall og J. Robin Warren
- Hagfræði: Robert J. Aumann og Thomas C. Schelling