Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Grein mánaðarins

Humpback Whale underwater shot.jpg

Hnúfubakur (fræðiheiti: Megaptera novaeangliae), einnig kallaður hnúðurbakur og skeljungur, er skíðishvalur af ætt reyðarhvala.

Hnúfubakur er frekar kubbslega vaxinn, sverastur um miðjuna en mjókkar til beggja enda. Fullorðinn er hann 13 til 17 metra langur og 25 til 40 tonn á þyngd. Kýrnar eru heldur stærri en tarfarnir eins og er um alla skíðishvali. Hausinn er um þriðjungur af heildarlengd hvalsins. Skíðin eru svört á lit og öllu styttri en skíði annarra skíðishvala af svipaðri stærð. Hnúfubakurinn hefur 330 pör af skíðum og eru þau um 60 cm á lengd og 30 cm á breidd þar sem þau eru breiðust, sú hlið skíðanna sem snýr inn að munnholi er alsett hárum.

Fyrir daga sprengiskutulsins voru hnúfubakar miklu meira veiddir en aðrar tegundir reyðarhvala. Bæði var að þeir héldu sig oft nálægt ströndum og einnig synda þær hægar en frændur þeirra. Hnúfubakur var án efa meðal þeirra tegunda sem voru skutlaðar við Ísland fyrr á öldum. Með nýrri tækni í lok 19. aldar, gufuknúnum skipum og sprengiskutlum, gekk hratt á hnúfubaksstofna heimsins. Talið er að 2800 húfubakar hafi verið veiddir við Vestfirði og Austfirði á árunum 1889 til 1915 en fyrir þann tíma var hvalurinn mjög algengur við strendur landsins.

Í fréttum

Norður-Makedónía

Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen  • Kórónaveirufaraldur 2019-2020  • Sýrlenska borgarastyrjöldin

Nýleg andlát: Jerry Stiller (11. maí)  • Little Richard (9. maí)


Atburðir 26. maí

Vissir þú...

Katrina
  • … að árið 2006 var íslenskur maður kærður fyrir morðhótun eftir að hann reisti níðstöng gegn óvini sínum?
  • … að leiðtogi Jesúítareglunnar er oft kallaður svarti páfinn vegna þess að hann er ávallt svartklæddur, andstætt páfanum sjálfum sem er hvítklæddur?
  • … að árið 2018 höfðu aðildarríki BRICS samanlagða landsframleiðslu upp á 18,6 billjón bandaríkjadala að nafnvirði, eða um 23,2% af vergri heimsframleiðslu?
Efnisyfirlit