Gvam

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
The Territory of Guam
Guåhan
Fáni Gvam Skjaldarmerki Gvam
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Where America's Day Begins
Þjóðsöngur:
Fanohge Chamoru
Staðsetning Gvam
Höfuðborg Hagåtña
Opinbert tungumál enska og chamorro
Stjórnarfar Lýðveldi

Þjóðhöfðingi
Landstjóri
Donald Trump
Lou Leon Guerrero
Yfirráðasvæði Bandaríkjanna
 - Spænsk yfirráð 1565 
 - Bandarísk yfirráð 1898 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
177. sæti
540 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki byggðar
*. sæti
185.427
340,23/km²
VLF (KMJ) áætl. 2013
 - Samtals 4,9 millj. dala (*. sæti)
 - Á mann 30.500 dalir (*. sæti)
VÞL (2009) Increase2.svg 0.901 (*. sæti)
Gjaldmiðill Bandaríkjadalur
Tímabelti UTC+10
Þjóðarlén .gu
Landsnúmer 1 671

Gvam (kamorríska: Guåhån) er bandarískt yfirráðasvæði í Vestur-Kyrrahafi. Eyjan er stærst og syðst Maríanaeyja og telst hluti Míkrónesíu. Höfuðborg eyjarinnar er Hagåtña en stærsta borgin er Dededo. Eyjan er eitt af fjórum yfirráðasvæðum Bandaríkjanna með borgaralega stjórn. Íbúar eyjarinnar eru bandarískir ríkisborgarar frá fæðingu.

Frumbyggjar Gvam eru Kamorróar (Ástrónesar) sem taldir eru hafa numið land á eynni fyrir 4000 árum. Fyrsti Evrópubúinn sem kom þangað var Ferdinand Magellan árið 1521, en Spánverjar lýstu yfir yfirráðum sínum þar 1565. Eftir stríð Spánar og Bandaríkjanna 1898 tóku Bandaríkjamenn yfir stjórn eyjarinnar. Í síðari heimsstyrjöld lögðu Japanar eyjuna undir sig 8. desember 1941 nokkrum tímum eftir árásina á Perluhöfn. Bandaríkjamenn náðu eyjunni aftur eftir harða bardaga 21. júlí 1944.

Í dag er helsta tekjulind eyjanna ferðaþjónusta og flestir ferðamenn koma þangað frá Japan. Önnur stærsta tekjulind eyjarskeggja er þjónusta við Bandaríkjaher. Herinn er með sjö herstöðvar á eyjunni sem samanlagt þekja tæplega 30% af flatarmáli hennar.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.