Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Markmið okkar í ár er að ná 50.000 greinum fyrir árið 2020. Fræðist meira og leggið ykkar af mörkum!

Grein mánaðarins
Dred Scott and Harriet Scott wood engravings after photographs by Fitzgibbon.jpg

Dred Scott-málið (formlega nefnt Dred Scott gegn Sandford) var dómsmál sem fór fyrir hæstarétt Bandaríkjanna í ákæru Dreds Scott gegn John F. A. Sanford árið 1857. Í málinu var dæmt gegn Dred Scott, svörtum þræl sem hafði reynt að gera tilkall til frelsis síns í ljósi þess að hann hefði búið um hríð í fylki þar sem þrælahald var bannað með lögum.

Í dómi hæstaréttarins var úrskurðað að Dred og eiginkona hans, Harriet, ættu ekki heimtingu á frelsi sínu og jafnframt að blökkumenn gætu ekki undir neinum kringumstæðum verið bandarískir ríkisborgarar. Í dómnum var enn fremur kveðið á um að öll lög sem kæmu í veg fyrir að þrælaeigendur færu með þræla sína hvert sem þá lysti innan Bandaríkjanna væri andstæð stjórnarskrá landsins. Þar með voru ýmis gömul lög sem höfðu átt að stemma stigu við útbreiðslu þrælahalds til nýrra bandarískra landsvæða felld úr gildi.

Á seinni dögum hefur ákvörðunin fengið á sig það orð að vera eitt versta glappaskot í sögu hæstaréttarins og er jafnvel talað um hana sem eina kveikjuna að bandarísku borgarastyrjöldinni.

Eldri greinarTilnefna grein mánaðarins
Sjá hvað fleira gerðist 14. maí
Mynd dagsins
Snið:Mynd dagsins/maí 2019
Elísabet drottningarmóðir
  • … að Volodimír Selenskij, nýkjörinn forseti Úkraínu, hafði áður leikið forseta Úkraínu í sjónvarpsþáttunum Þjónn fólksins?
  • … að Guðni Baldursson var fyrsti opinberlega samkynhneigði Íslendingurinn til þess að bjóða sig fram í Alþingiskosningum?
  • … að áttfætlumaurinn köngulingur barst fyrst til Íslands árið 1948?
Efnisyfirlit


Systurverkefni  Wikimedia Foundation hýsir einnig önnur verkefni: