Höfundarréttur er mikilvægt atriði fyrir YouTube samfélagið í heild. Í köflunum hér að neðan færðu aðgang að öllum nauðsynlegum upplýsingum og verkfærum til að hafa umsjón með réttindum þínum á YouTube og frekari upplýsingar um hvernig þú virðir réttindi annarra höfunda.
Ef þú vilt senda inn tilkynningu um meint brot á höfundarrétti, fá upplýsingar um hvað skal gera ef þú telur að vídeóið þitt hafi verið fjarlægt fyrir mistök eða fá upplýsingar um hvernig samsvörun Content ID er andmælt geturðu hér fyrir neðan kynnt þér þau ferli sem við bjóðum upp á til að hafa umsjón með réttindamálum á einfaldan hátt.
Biðja um að óheimiluð notkun á verki þínu verði fjarlægð.
Fara fram á að vídeó sem var fjarlægt af YouTube fyrir mistök vegna brots gegn höfundarrétti verði sett inn aftur.
Hætta við eða afturkalla beiðni um fjarlægingu efnis sem þú eða fyrirtæki þitt sendi inn til YouTube.
Véfengja Content ID kröfu sem gerð var til vídeósins þíns og þú telur ranga.
Það er heilmikið sem nauðsynlegt er að vita um höfundarrétt. Ef þú vilt fá hjálp við að greina höfundarréttarmál er best að þú byrjir á úrræðunum hér fyrir neðan. Ef þú færð ekki svar við spurningunni þinni hér geturðu fengið frekari upplýsingar í hjálparmiðstöðinni.
Gerðu greinarmun á Content ID kröfu og fjarlægingu vegna höfundarréttar.
Ef þú hefur fengið punkt vegna höfundarréttarbrots skaltu kynna þér ástæður þessa og hvernig best er að leysa málið.
Fáðu að vita hvernig höfundarréttarvarið efni er greint á YouTube og hvað þú getur gert ef þú færð kröfu.
Tilteknir eiginleikar YouTube krefjast höfundarréttar í góðu ástandi.
Fáðu frekari upplýsingar um Content ID, verkfærið sem efniseigendur nota til að greina og gera kröfur til efnis í þeirra eigu sem notað er í vídeóum á YouTube.
Athugaðu hvort reikningurinn er í góðu eða slæmu ástandi hvað varðar höfundarrétt.
Viltu fræðast frekar um höfundarrétt? Þetta efni mun koma þér á sporið, hvort sem þú sækist eftir almennum upplýsingum eða ítarlegri skilningi á atriðum eins og sanngjarnri notkun.
Hvað er verndað af höfundarrétti? Hvernig er höfundarréttur frábrugðinn öðrum tegundum hugverka?
Undir tilteknum kringumstæðum er heimilt samkvæmt lögum að nota brot úr höfundarréttarvörðu efni.
Fá upplýsingar um sérstaka tegund leyfis sem gerir notendum kleift að endurnýta efni með þeim skilyrðum að reglunum sé fylgt eftir.
Svör við algengustu spurningunum um höfundarrétt.