Kröfur fyrir skjátexta í rauntíma

Skjátextar merkja að hljóð í efni er birt á skriflegu formi. Þú þarft að senda skjátexta til YouTube til að bæta skjátexta við beinstreymið þitt. Skjátextinn getur verið felldur inn í vídeóið eða sendur í gegnum studdan hugbúnað sem getur sent skjátexta yfir HTTP POST.

Fyrir viðburði í beinni sem eru sýndir í sjónvarpi í Bandaríkjunum með skjátexta gæti einnig verið krafa um að hafa líka skjátexta á netinu. Skoðaðu upplýsingarnar frá FCC um þetta hérna: http://www.fcc.gov/guides/captioning-internet-video-programming

Búðu til viðburðinn eins og venjulega. Þú verður að nota YouTube í beinni verkvanginn.

Innfelldir 608/708 skjátextar sendir

  1. Búðu til beinstreymi með því að fara á youtube.com/livestreaming/stream
  2. Efst skaltu smella á Streyma.
  3. Sláðu inn titil og lýsingu og smelltu síðan á Búa til straum.
  4. Smelltu á Stillingar.
  5. Smelltu á Uppsetning.
  6. Kveiktu á Skjátextar.
  7. Í fellivalmyndinni skaltu velja Innfellt 608/708.
  8. Smelltu á Vista.
  9. Veldu EIA 608/CEA 708 skjátexta í kóðunarstillingum, þetta kallast stundum „innfelldir“ skjátextar. Þetta getur lesið skjátexta frá tilgreindu skjásniði eða kóðað þá í rauntíma, eftir því hver uppsetningin þín er. 608/708 staðallinn getur notað allt að 4 tungumálarásir en YouTube getur yfirleitt bara notað eina rás fyrir skjátexta.

Studdur hugbúnaður

Total Eclipse

  • Þú þarft að hafa Eclipse/AccuCap 6.0.0.5 eða nýrri til að nota þennan eiginleika. Hafðu samband við tæknihjálp (support@eclipsecat.com eða 1-800-800-1759) til að fá leiðbeiningar um uppsetningu og notkun.

Case CATalyst

  • Þú þarft að hafa Case CATalyst BCS útgáfu 14.52 eða nýrri til að nota þennan eiginleika. Hafðu samband við tæknihjálp (1-800-323-4247 eða 630-532-5100) til að fá leiðbeiningar um uppsetningu og notkun.

Caption Maker

  • Þú þarft að hafa CaptionMaker útgáfu 5.22 eða nýrri til að nota þennan eiginleika. Hafðu samband við tæknihjálp til að fá leiðbeiningar um uppsetningu og notkun.

StreamText.Net

  • Afhendingarkerfi fyrir skjátexta í skýinu sem hægt er að nota á öllum verkvöngum með talgreini. Hafðu samband við support@streamtext.net til að fá leiðbeiningar.

Kröfur um skjátexta í rauntíma fyrir viðburði

Innfelldir 608/708 skjátextar sendir fyrir beinstreymi
  1. Neðst í flipanum Uppsetning í Stillingar er hluti fyrir skjátexta. Veldu atriðið Innfellt 608/708 í fellivalmyndinni.
  2. Ýttu á Vista.
  3. Veldu EIA 608/CEA 708 skjátexta í kóðunarstillingum, þetta kallast stundum „innfelldir“ skjátextar. Þetta getur lesið skjátexta frá tilgreindu skjásniði eða kóðað þá í rauntíma, eftir því hver uppsetningin þín er. 608/708 staðallinn getur notað allt að 4 tungumálarásir en YouTube getur yfirleitt bara notað eina rás fyrir skjátexta.
Kveikt á skjátexta fyrir viðburði

(Krefst þess að unnið sé með studdan hugbúnað sem er tilgreindur hér fyrir neðan)

  1. Þegar búið er að búa til viðburðinn skaltu passa að bæta við 30 sekúndna eða 60 sekúndna seinkun á útsendingu í Ítarlegar stillingar flipanum.
  2. Neðst í flipanum Uppsetning í Stillingar er hluti fyrir skjátexta. Kveiktu á skjátextum.
  3. Smelltu í reitinn fyrir vinnsluslóð skjátexta til að afrita vinnsluslóðina. Þetta er HTTP vefslóð með undirskrift.
    Hver aðgangspunktur streymis getur eingöngu haft einn skjátextastraum.
  4. Láttu þann sem býr til skjátextana þína fá þessa vefslóð til að skrifa hana í skjátextahugbúnað sem YouTube styður.
  5. Ýttu á Vista.
Passaðu að klukkan í kerfinu hjá þér sér rétt til að fá sem bestar niðurstöður. Slökktu líka á öllum vírusvörnum sem gætu truflað skjátextahugbúnaðinn.

Studdur hugbúnaður

  • Total Eclipse
    • Þú þarft að hafa Eclipse/AccuCap 6.0.0.5 eða nýrri til að nota þennan eiginleika.
    • Hafðu samband við tæknihjálp (support@eclipsecat.com eða 1-800-800-1759) til að fá leiðbeiningar um uppsetningu og notkun.
  • Case CATalyst
    • Þú þarft að hafa Case CATalyst BCS útgáfu 14.52 eða nýrri til að nota þennan eiginleika.
    • Hafðu samband við tæknihjálp (1-800-323-4247 eða 630-532-5100) til að fá leiðbeiningar um uppsetningu og notkun.
  • Caption Maker
    • Þú þarft að hafa CaptionMaker útgáfu 5.22 eða nýrri til að nota þennan eiginleika.
    • Hafðu samband við tæknihjálp til að fá leiðbeiningar um uppsetningu og notkun.
  • StreamText.Net
    • Afhendingarkerfi fyrir skjátexta í skýinu sem hægt er að nota á öllum verkvöngum með talgreini.
    • Hafðu samband við support@streamtext.net til að fá leiðbeiningar.

Ef þú ert söluaðili fyrir skjátexta og vilt fá að vita meira um YouTube skjátexta í gegnum HTTP skaltu fylla út þetta eyðublað.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Google forrit
Aðalvalmynd
13099301108408634969
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false