Í Bandaríkjunum er sanngjörn notkun ákvörðuð af dómara sem greinir hvernig þættirnir fjórir koma fram í hverju tilfelli.
1. Tilgangur og eðli notkunarinnar, þ.m.t. hvort slík notkun er í viðskiptalegum tilgangi eða fræðandi og ekki í ágóðaskyni
Dómstólar einblína yfirleitt á það hvort notkunin er „ummyndandi“. Það er að segja, hvort hún bætir nýrri tjáningu eða merkingu við upprunalega efnið eða hvort um sé að ræða beint afrit af því. Ólíklegra er að notkun í viðskiptalegum tilgangi sé talin sanngjörn, en þó er hægt að afla tekna af vídeói og njóta um leið verndar sanngjarnrar notkunar.
2. Eðli höfundarréttarvarða efnisins
Notkun efnis úr verkum sem byggja að meginhluta á staðreyndum er líklegri til að teljast sanngjörn frekar en notkun skáldverka.
3. Hversu mikill hluti af höfundaréttarvarða efninu er notaður
Ef lítill hluti höfundarréttarvarins upprunalegs efnis er fenginn að láni er það líklegra til að teljast sanngjörn notkun en ef hlutinn er umtalsverður. Hins vegar kann jafnvel notkun lítils hluta að vinna gegn sanngjarnri notkun undir sumum kringumstæðum ef umræddur hluti getur talist „inntak“ verksins.
4. Áhrif notkunar á mögulegan markað eða gildi höfundarréttarvarða verksins
Ólíklegra er að notkun sem skaðar möguleika rétthafa á að afla tekna af upprunalegu verki sínu teljist sanngjörn notkun. Dómstólar hafa stundum gert undantekningu frá þessum þætti þegar um er að ræða háðsádeilur.