Creative Commons

Creative Commons leyfi er stöðluð aðferð fyrir efnishöfunda til að veita öðrum aðila leyfi til að nota verk sín. YouTube gerir notendum kleift að merkja vídeó með Creative Commons CC BY leyfinu. Þessi vídeó eru svo aðgengileg notendum YouTube til notkunar í eigin vídeóum, jafnvel í viðskiptalegum tilgangi í gegnum klippiforrit YouTube.

Þar sem eignun er sjálfvirk með CC BY leyfinu þýðir það að í öllum vídeóum sem þú býrð til með Creative Commons birtast titlar upprunalegu vídeóanna sjálfkrafa undir vídeóspilaranum. Þú heldur höfundarrétti og aðrir notendur fá að endurnýta efnið þitt samkvæmt skilmálum leyfisins.

Það sem þú ættir að vita um Creative Commons á YouTube:

Eiginleikinn sem notaður er til að merkja vídeó sem hlaðið hefur verið upp með Creative Commons leyfi er aðeins í boði fyrir notendur reikninga í góðu ástandi. Þú getur athugað stöðu reikningsins í stillingum reikningsins á YouTube.

Hefðbundið YouTube leyfi er sjálfgefin stilling fyrir öll vídeó sem hlaðið er upp. Kynntu þér þjónustuskilmálana okkar til að lesa nánar um skilmála hefðbundna YouTube leyfisins.

Þú getur ekki merkt vídeóið með Creative Commons leyfi ef Content ID krafa hefur verið gerð til þess.

Með því að merkja upprunalegt vídeó frá þér með Creative Commons leyfi veitirðu YouTube samfélaginu í heild sinni réttindi til að endurnýta vídeóið og breyta því.

Hvað er gjaldgengt fyrir Creative Commons leyfi

Athugaðu að þú getur einungis merkt vídeó sem þú hleður upp með Creative Commons leyfi ef það inniheldur aðeins efni sem þú hefur höfundarrétt á og getur framselt samkvæmt CC BY leyfinu. Dæmi um slíkt efni er:

  1. Upprunalegt efni sem þú bjóst til
  2. Önnur vídeó merkt með CC BY leyfi
  3. Vídeó í almenningseign