Forsíða
Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 58.620 greinar.
Grein mánaðarins
Aleksandra Kollontaj var marxísk byltingarkona úr röðum mensévika og síðan bolsévika frá árinu 1915. Á árunum 1917–1918 var Kollontaj þjóðfulltrúi heilbrigðismála í ríkisstjórn bolsévika eftir rússnesku byltinguna. Hún var fyrsta kona í heimi sem hlaut ráðherrastöðu í ríkisstjórn lands. Árið 1922 varð Kollontaj meðlimur í sendinefnd Sovétríkjanna til Noregs og varð brátt formaður hennar. Hún var ein fyrsta kona í heimi sem fór fyrir slíkri nefnd.
Í fréttum
- 4. júlí: Þingkosningar eru haldnar í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn undir forystu Keirs Starmer (sjá mynd) vinnur afgerandi sigur.
- 2. júlí: Dick Schoof tekur við embætti forsætisráðherra Hollands.
- 30. júní: Fyrri umferð þingkosninga fer fram í Frakklandi. Þjóðfylkingin vinnur flest atkvæði.
- 27. júní: Herinn í Bólivíu gerir tilraun til valdaráns gegn ríkisstjórn forsetans Luis Arce.
- 25. júní: Julian Assange er látinn laus úr fangelsi í Bretlandi eftir að hafa gert dómssátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna.
Yfirstandandi: Átökin í Súdan • Borgarastyrjöldin í Jemen • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Atburðir 5. júlí
- 2003 - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti að náðst hefði að takmarka útbreiðslu bráðalungnabólgu (SARS).
- 2006 - Hafíssetrið var opnað á Blönduósi.
- 2009 - Staffordskírissjóðurinn var uppgötvaður á Englandi.
- 2015 - Grískir kjósendur felldu tillögur Evrópusambandsins um aðhald í ríkisrekstri í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 2016 - Bandaríska geimfarið Júnó komst á braut um Júpíter.
- 2018 - Litháen varð aðili að OECD.
- 2021 - G7-ríkin féllust á 15% lágmarksskatt á fyrirtæki til að koma í veg fyrir skattaundanskot alþjóðafyrirtækja.
Vissir þú...
- … að bókin Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum var bönnuð og brennd á bókabrennum á tíma Þýskalands nasismans?
- … að fyrirhuguð stytta af kettinum Sushi í Garðabæ verður fyrsta styttan reist til heiðurs ketti á Íslandi?
- … að síðasti eftirlifandi maðurinn sem var vitni að morðinu á Abraham Lincoln (sjá mynd) var Samuel J. Seymour, sem lést árið 1956?
- … að reglugerð um björgunarbúninga á íslenskum skipum var sett árið 2012 eftir að skipverjinn Eiríkur Ingi Jóhannsson komst einn lífs af eftir sjóslys við strendur Noregs?
- … að Jón Gnarr hefur sagt sjónvarpspersónuna Georg Bjarnfreðarson vera byggða á ýmsum leiðinlegum mönnum sem hann hefur kynnst á ævinni?
- … að Mikjálsmessa var stundum látin marka upphaf haustsins á norðurhveli jarðar vegna þess að dagurinn er nálægt haustjafndægri?
Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði
Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð
Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun
Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi
Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi
Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |