Lög gamla fólksins #6

20 Jún

Nýr þáttur af Lögum gamla fólksins (#6) kominn í loftið. Brakandi ferskt eldgamalt efni. Þessum spurningum verður svarað: Hvar reyndi að skjóta Gary Glitter 1968? Hvaða framúrstefnupoppari samdi titllagið á íslensku metsöluplötu Bjarkar? Hver seldi fisk og smokka áður en hann varð stórstjarna?
Gene Vincent & His Blue Caps – Be-Bop-A-Lula (Capitol 1956)
LaVern Baker & The Gliders – Bop-Ting-a-Ling (Atlantic 1955)
Amos Milburn & His Aladdin Chickenshackers – That was your Last Mistake – Goodbye (Aladdin 1951)
Floyd Dixon & his Band – Ooh-eee! Ooh-eee! (Speciality 1954)
Gösta “Snoddas” Nordgren – Samoa (Cupol 1952)
Alfreð Clausen – Gling Gló (Íslenzkir tónar 1952)
Alfreð Clausen – Sesam Sesam, opnast þú (Íslenzkir tónar 1952)
Jack Carroll With Joe Leahy Orch. And Chorus – The Story of James Dean (Unique 1955)
Shep Fields & His Rippling Rhythms – It’s All Over Town (Bluebird 1939)
Yukl’s Wabash Five – Two Quart Blues (Jump 1945)
Lucille Hegamin & Her Blue Flame Syncopators – Beale St. Mama (Why Don’t You Come Back Home) (Muse 1922)
Vera Lynn – I Don’t Want To Set The World On Fire (Decca 1943)

Lög gamla fólksins #5

7 Jún

Hana nú! Kominn nýr þáttur af Lögum gamla fólksins. Sérlega gaman að spila tvö lög með Hauki Morthens sem fáir hafa heyrt, enda hafa þau aldrei verið endurútgefin síðan platan kom út 1957.

Lögin eru:
Louis Jordan and his Tympany Five – That chick’s too young to fry (Decca 1946)
Arthur “Big Boy” Cradup – Rock me Mamma (RCA Victor 1944)
Elvis Presley – My baby left me (RCA 1956)
Harry Belafonte – Mama looka boo boo (HMV 1957)
Haukur Morthens & Orion kvintettinn – Halló – Skifti (Fálkinn 1957)
Haukur Morthens & Orion kvintettinn – Lagið hans Guðjóns (Fálkinn 1957)
Camille Howard – Song of India Boogie (Speciality 1952)
The Hoosier Hot Shots – She Broke my Heart in Three Places (Brunswick 1944)
Spike Jones & His City Slickers – My Old Flame (HMV 1947)
Ida Cox & Her All-Star Orchestra – I Can’t Quit That Man (Parlophone 1941)
Roberta Dudley & Ory’s Sunshine Orchestra – Krooked Blues (Tempo 1949)
Quintette of the Hot Club of Paris – Nuages (Decca 1946)

Hér koma myndir:
Ljordan
Louis Jordan og fimmta eiginkona hans, Martha Jordan, frjálsleg í útilegu.
arthur cradup
„Stóri strákur“ Arthur Cradup – Elvis átti honum allt að þakka.
Elvis
Presley í flippinu.
harry bel
Goðumlíkur kalypsó-kóngur, Harry Belafonte.
haukur-morthens-1
Sjarmörinn sjálfur, Haukur Morthens.
camille howard
Camille Howard boogie woogie píanósnillingur.
hoosier
The Hoosier Hot Shots. Grín og glens var þeirra fag.
spike
Spike Jones!
ida
Ókrýnd drottning blússins, Ida Cox.
roberta
Engin mynd fannst af Robertu Dudley en hér er upprunalega platan.
Quintette of the Hot Club of Paris
Django Reinhardt og félagar í Quintette of the Hot Club of Paris.

Lög gamla fólksins #4

21 Maí

Haldiði ekki bara að það sé kominn nýr þáttur af Lögum gamla fólksins.

Persónur og leikendur:
jerry-lee-lewis-186005
Jerry Lee Lewis – Great Balls of Fire (Sun 1956)

Bo Diddley 2
Bo Diddley – I’m A Man (Checkers 1955)

Jimmy liggins
Jimmy Liggins & his 3-D Music – Drunk (Speciality 1953)

Joe_Liggins
Joe Liggins & his Honeydrippers – I’ve Got the Right to Cry (Parlophone 1948)

harlem
Harlem Hamfats – Oh! Red (Decca 1936)

joe_and_charlie
Harlem Hamfats – Tempo de Bucket (Decca 1937)

0211-Hallbjörg syngur
Hallbjörg Bjarnadóttir & Hljómsveit Ole Höjer – Vorvísa (Fálkinn 1955)

Lecuona Cuban Boys
Lecuona Cuban Boys – Quim-Bam-Ba (Columbia 1936)

petula
Petula Clark – Baby Lover (Pye Nixa 1958)

A-723719-1345404681-1654.jpeg
Tony Crombie & His Rockers – We’re Gonna Rock Tonight (Columbia 1957)  

lonnie2
Lonnie Donegan & His Skiffle Group – Rock Island Line (Decca 1956)

Will Terry – Oh for a Night in the West (Columbia 1907)

Lög gamla fólksins #3

10 Maí

Hæ, hvernig hefurðu það? Hér er þriðji þátturinn af Lögum gamla fólksins.

Brak og brestir frá grárri forneskju. Lögin sem leikin eru:
Little Richard – The girl can’t help it (Speciality 1956)
Chuck Berry – School day (Ring! Ring! goes the bell) (Columbia 1957)
Johnny Temple – Big leg woman (Decca 1938)
Willie Mae “Big Mama” Thornton – Mischievous boogie (Peacock 1952)
Peppermint Harris – Raining in my heart (Sittin in with 1950)
Guðmundur Jónsson – Bikarinn (HSH 1945)
Eartha Kitt – Uska dara – Oh! Those Turks (HMV 1953)
Bebe Daniels – Johnny Peddler (I got) (Decca 1941)
Sister Rosetta Tharpe – There’s something within me (Decca 1941)
John K. Almeida & his Hawaiians – Holoholo Kaa (49th State 1948)
Jelly Roll Morton’s Red Hot Peppers – That’ll never do (HMV 1930)
Bunny Berigan & His Orchestra – Jelly-Roll Blues (RCA 1938)

Og hér eru myndir af flytjendunum:
Little-Richard-e1589035100575
Litli Richard!
maxresdefault
Chuck Berry!
johnny temple
Johnny Temple!
06212017_big_mama_thornton3-1
Stóra mamma Thornton!
peppermint-harris-60780d22-b4b8-4fa5-8cd7-b02249bea34-resize-750
Piparmintu Harris!
gudmundur
Guðmundur Jónsson!
May 1959 --- Portrait of Eartha Kitt --- Image by © Bettmann/CORBIS
Eartha Kitt!
bebe
Bebe Daniels!
Sister Rosetta Tharpe
Systir Rosetta Tharpe!
220px-John_Kameaaloha_Almeida
John K. Almeida!
Jelly Roll Morton’s Red Hot Peppers
Jelly Roll Morton’s Red Hot Peppers!
Bunnyberigan_vintagemusic.es_
Bunny Berigan!

 

Lög gamla fólksins 2

27 Apr

Hey! Hér er kominn nýr þáttur af Lögum gamla fólksins. Farið er víða og það er meira að segja sérstakur ráðgjafi: Kristinn Jón Guðmundsson eys af viskubrunni sínum um Bing Crosby.

https://soundcloud.com/gunnar-larus-hjalmarsson/log-gamla-folksins-2

Lögin eru:
Edith Piaf – La vie en rose (Columbia 1950)
Muddy Waters – Trouble no more (Chess 1955)
The Charmer – Back to back, Belly to belly (Monogram 1953)
Rusty Draper – Seventeen (Mercury 1955)
The Boswell sisters – Alexander’s ragtime band (Parlophone 1935)
Bing Crosby – Blue Hawaii (Brunswick 1937)
Pale K. Lua & David Kaili – My hula love (Victor 1915)
El Marios & Isauré – Babalú (Cupol 1949)
Rússneski þjóðarkórinn frá Voronezh undir stjórn K.Í. Massalitov. Einsöngvarar M. Mordasov & N. Kudnesov – Gamanvísur (USSR 1950)
Charles Mingus quintet & Jackie Paris – Portrait (Debut 1952)
Bea Booze – See see rider blues (Decca 1942)
Gerry Mulligan quartet – My funny valentine (Fantasy 1952)

piaf
Edith Piaf!

muddy
Muddy Waters!

charmer
The Charmer!

rusty
Rusty Draper!

Portrait of the Boswell Sisters in a vertical row [a]

Boswell systur!

bing
Bingurinn með eyjastúlkum við tökur á Waikiki wedding!

pale
Eyjaskeggjarnir fornu!

El Marios & Isauré
Latneskt-amerískt kvennarúmba með viðkomu í Svíþjóð!

foto1030001
Sovéskt stuð frá Voronezh!

jackieparis
Jackie Paris – besti söngvarinn sem þú hefur aldrei heyrt í!

beabooze
Bea Booze!

gerry mulligan
Kvartett Gerry Mulligans!

Lög gamla fólksins 1

19 Apr

Hæ. Hér er „útvarpsþáttur“ með lögum af 78 snúninga plötunum mínum. Rispur og röff sánd, ekkert dolby rugl.

Lögin:
Doris Day – Whatever will be will be (Philips 1956)
Willie Mabon and his combo – I don’t know (Chess 1952)
Larry Williams – Slow down (Speciality 1958)
Hank Williams with his drifting cowboys – Howlin’ at the moon (MGM 1951)
Nora Brockstedt & Mon Keys – Æskunnar ómar (Íslenskir tónar 1955)
The Andrews Sisters – The Jumpin’ jive (Jim, Jam, Jump) (Brunswick 1939)
“Baby Boy” Warren – Nervy woman blues (Staff 1950)
Billy Murray – Alcoholic blues (Victor 1919)
Master’s Hawaiians – Stormy Hawaiian weather (Bluebird 1933)
Kay Armen and The Ray Charles singers – Just in case (Federal 1951)
Ethel Waters – I want me sweet daddy now (Columbia 1927)
Vera Lynn with Arthur Young on the Novachord – We’ll meet again (Decca 1939)

Myndir af flytjendum:
dorisday
Doris Day!

williemabon
Willie Mabon!

larrywilliams
Larry Williams!

hankwilliams
Hank Williams!

norabrockstedt
Nora Brockstedt!

andrewssisters
The Andrews Sisters!

babyboywarren
„Baby Boy“ Warren!

billymurray
Billy Murray!

mastershawaiians
Master’s Hawaiians!

kayarmen
Kay Armen!

ethekwaters
Ethel Waters!

vera lynn
Vera Lynn!

10 x Airwaves

30 Okt

Þá er bara eftir að mynda ríkisstjórn. Sama hvernig fer verður helmingur landsmanna hundóánægður og ósáttur við þá ríkisstjórn. En nú er kominn tími til að einhenda sér í eitthvað hressara, eins og til dæmis Airwaves hátíðina sem leggur alla þessa viku undir sig. Ég hef rýnt dáldið í hið mikla framboð og fæ ekki betur séð en þetta séu atriðin sem ég ætla ekki að missa af. Tíu bestu erlendu atriðin á Airwaves. Þar til annað kemur í ljós, auðvitað. Ég get ekki sagt að ég viti mikið um þessi bönd, svo það er bara að vaða í þetta, algjörlega blint og vona það besta. Svo er náttúrlega hellingur af íslensku stöffi svo enginn ætti að fara ósáttur heim. Dagskrá og offvenue-dagskrá.

ГШ/Glintshake – Snyrtilegt nýbylgjurokk frá Moskvu. Gæti þess vegna verið hljómsveit frá 1980. Hafa verið til í 5 ár og eru að gefa út þriðju plötuna sína um þessar mundir.

Songhoy Blues – Afríkufönk frá Malí á uppleið með tvær plötur í farteskinu. Sú seinni, Résistance, kom út á þessu ári og erlend poppblöð halda vart vatni. Pottþétt stuð. 

Jo Goes Hunting – Trommandi söngvari, hollenskt nýbylgjupopp, glænýtt band. Fyrsta lag í spilun lofar góðu.

Pale Honey – Sænskar konur með tvær plötur. Heflað gítarpopp indie.

Hey Elbow – Meira sænskt, tríó frá Malmö. Þetta lag er gott.

Fai Baba – Gítarindie frá Sviss. 

Fazerdaze – Gítarindie frá Nýja Sjálandi – í beinu framhaldi af nýsjálensku indiegítarrokki eins og The Clean og The Bats.

Aldous Harding – Meira nýsjálenskt, listakonan Aldous sem er á díl hjá 4AD. 

Xylouris White – Lúturokk frá Grikkjanum George Xylouris og ástralska trommaranum Jim White, sem hefur spilað með Dirty Three.

Michael Kiwanuka er breskur og sólaður á því í gamlar ættir. Hefur gefið út tvær plötur.

Ítrekuð mistök í Eurovision

25 Okt

952942
Það borgar sig að kjósa rétt. Þetta hefur ítrekað sannast, ekki síst þegar kosið er til Eurovision. Þar hefur röng ákvarðanataka kjósanda blasað við strax eftir undanúrslitakvöld þegar lagið sem meirihlutinn hélt að væri að fara að gera góða hluti fauk ræfilslega úr keppni og enginn skildi neitt í neinu: „En við héldum að þetta væri pottþétt lag“?

Afhverju kusuði ekki frekar lagið í öðru sæti – það var frumlegra og skemmtilegra?

Pappír Svölu fór síðast. Pottþétt lag og fumlaus flutningur alvöru poppsöngkonu. Ísland elskar Svölu sína, en Evrópa tengdi bara ekkert við þetta. Um hvað var verið að syngja? Pappír? Skrifstofuvörur í Eurovision – það er ekkert sexí við það, engin skýrskotun við evrópskt sálarlíf. Svala hefði alveg eins getað sungið „Heftari“ eða „Skrifborð“.  Lagið í öðru sæti hefði líklega gert betri hluti. Daði Freyr og brosandi krakkarnir hefðu verið á skjön við meginstrauma söngvakeppninnar – svona eins of Portúgalinn sem vann. Íslenskir kjósendur voru bara of ferkantaðir pappakassar til að fatta þetta. Það er alltaf sama sagan.

Þetta heilkenni kjósenda keyrði um þverbak 2015 þegar upp úr kjörkössunum kom söngkonan María Ólafsdóttir, en eftir sat Friðrik Dór með lag sem hefur orðið einn stærsti smellur síðustu ára – Í síðasta skipti – og er sungið af börnum og gamalmennum um allt land, á meðan enginn man eftir Maríu og laginu hennar sem datt strax úr forkeppninni.

Ísland hefur ekki komist upp úr forkeppni Eurovision þrjú ár í röð. Sjáum til hvernig gengur næst, en þetta er auðvitað óviðunandi ástand. Á laugardaginn á að kjósa til alþingis í fjórða skipti síðan eftir bankahrun. Það eru flestir komnir með æluna í hálsinn út af þessu eilífa áreiti af stjórnmálamönnum, en fólk verður að þola þetta lýðræði og mæta á kjörstað og kjósa lag sem verður sungið í fjögur ár, en ekki bara í nokkra mánuði. Ég kýs að sjálfssögðu besta lagið, X-Samfylkinguna, en þú gerir bara það sem þú vilt. En plís, ekki kjósa lag sem gerir okkur að ítrekuðum viðundrum á alþjóðamarkaði. Glötuð lög verða ekkert betri þótt þau séu spiluð aftur og aftur og aftur.

 

Verum Samfó

23 Okt

Nú hefur hugsanlega eina kosningalagið í ár litið dagsins ljós. Það voru Biggi Veira í Gusgus og ég sem sömdum lagið, en textinn er eftir Hallgrím Helgason. Laginu er ætlað að fá fólk til að kjósa Samfylkinguna – XS – og er sérstaklega hannað til að höfða til jaðarsettra kjósenda og þeirra sem eru enn á báðum áttum, eða jafnvel á engum áttum. Alltof margir ætla að gefa skít í þetta allt saman, sem er kannski eðlilegt því það er óeðlilegt að þurfa að standa í lýðræðinu ár eftir ár – þegar þjóðfélagið ætti frekar að vera eins og glænýr Volvo sem bilar aldrei og þarf ekki að fara í ástandsskoðun fyrr en eftir fjögur ár. Ísland XS – Meira Svíþjóð – Minna Úganda.

Þetta er plata ársins

19 Okt

xstud-poster
Í dag er mikið Samfó-skrall á Bryggjunni brugghúsi. Boðið verður upp á skemmtiatriði (sjá plaggat). Um að gera að mæta, finna ferska kratavinda leika um heilabúið og sannfærast um að Ísland getur alveg tileinkað sér góða hluti sem hafa gefist vel í Kanada, Svíþjóð og öðrum löndum sem við ættum að bera okkur saman við. Jafnarmennskan virkar, þótt Blair-isminn hafi alveg fokkað þessu upp um tíma. X-S í dag er með best skúruðu framboðslistana og eins og skoðunarkannanir hafa verið að sýna er þetta málið í dag og það sem koma skal. Ísland úr ruslflokki íhaldsins, takk. Löngu kominn tími til að ríku kallarnir ráði ekki öllu hérna.

Páll_Ivan_frá_Eiðum_-_This_Is_My_Shit_600_600
Páll Ivan frá Eiðum á plötu ársins 2016 og 2017, This is my shit. Ég (Erðanúmúsík) var svakaspenntur fyrir að gefa þetta út á CD í janúar í fyrra. Það fór af stað, Páll valdi lögin, Albert Finnbogason masteraði plötuna og Páll fór að hugsa um hvað platan ætti að heita. Svo hlýt ég að hafa dottið í eitthvað þunglyndislegt verkleysi því mánuðir liðu og ekkert gerðist – Páll er sjálfur meira og minna í þunglyndi, svo ekki var mikið ýtt á eftir þessu úr þeirri áttinni. Listamiðstöðin og plötuútgáfan Mengi kom svo í spilið og vildi gefa plötuna út. Það tók endalausa mánuði, en núna, skilst mér, er This is my Shit, fyrsta plata Páls Ivans loksins komin út. Hallelúja! Þú verður nú bara að heyra þessa plötu, því hún er besta plata ársins, bæði 2016 og 2017. Nettari verður poppskíturinn varla. Afhverju er Tinder on the Toilet í massaspilun á öllum útvarpsrásum? Eru þessir útvarpsmenn algjörir þöngulhausar?
Brakandi ferskur vinýll ætti að vera til út í búð og svo er This is my shit á Spotify.