Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Grein mánaðarins

ElizabethCadyStanton-Veeder.LOC.jpg

Elizabeth Cady Stanton (12. nóvember 181526. október 1902) var bandarísk kvenréttindakona og einn af upphafsmönnum kvenfrelsisbaráttunnar á Vesturlöndum. Ólíkt mörgum öðrum í kvenréttindabaráttu 19. aldarinnar barðist Stanton fyrir meiru en bara kosningarétt kvenna. Stanton hafði einnig áhuga að bæta forræðisrétt kvenna, eignarétt þeirra, vinnurétt og stjórn kvenna á barneignum.

Stanton fæddist í Johnstown, New York þann 12. nóvember 1815. Foreldrar hennar voru Margaret Livingston og Daniel Cady, þingmaður og hæstaréttardómari. Ólíkt mörgum konum á hennar tíma, fékk Stanton klassíska menntun í Johnstown Academy, þar sem hún lærði latínu, grísku og stærðfræði til sextán ára aldurs. Árið 1830 hóf Stanton nám í Troy Female Seminary, kvennaskóla stofnuðum af Emmu Willard.

Árið 1851 hitti Stanton Susan B. Anthony. Þær tvær urðu einn helsti drifkraftur kvenréttindabaráttunnar í Bandaríkjunum. Anthony var einhleyp og hafði tækifæri til að ferðast um Bandaríkin að tala um kvenréttindi, eitthvað sem Stanton var ekki í aðstöðu til að gera á þeim tíma. Stanton var betri rithöfundur og skrifaði margar af ræðum Anthony, en Anthony hélt utan um skipalag þessarar nýju hreyfingar. Smám saman fengu fleiri konur leiðtogahlutverk í hreyfingunni, meðal annars Lucy Stone og Matilda Joslyn Gage.

Í fréttum

Nyiragongo

Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen  • Eldgosið við Fagradalsfjall  • Kórónaveirufaraldurinn  • Sýrlenska borgarastyrjöldin

Nýleg andlát: Poul Schlüter (27. maí)  • Michael Collins (28. apríl)  • Walter Mondale (19. apríl)  • Guðmundur St. Steingrímsson (16. apríl)


Atburðir 8. júní

Vissir þú...

Geraldine Ferraro
Efnisyfirlit