Forsíða
Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 50.257 greinar.
Grein mánaðarins
Hundrað ára stríðið var stríð á milli Frakka og Englendinga sem stóð með hléum í 116 ár, eða frá 1337 til 1453. Meginástæða stríðsins var að Englandskonungar gerðu tilkall til frönsku krúnunnar eftir að hin gamla ætt Kapetinga dó út með Karli 4. árið 1328. Valois-ætt tók þá við í Frakklandi en Játvarður 3. Englandskonungur, systursonur Karls, taldi sig réttborinn til arfs. Stríðið var háð að langmestu leyti í Frakklandi og lauk með því að Englendingar misstu öll lönd sín í Frakklandi fyrir utan Calais og nánasta umhverfi.
Heiti þessara stríðsátaka, hundrað ára stríðið, er seinni tíma hugtak sem sagnfræðingar nota yfir tímabilið. Stríðinu hefur einnig verið skipt niður í þrjú til fjögur styttri tímabil: Játvarðsstríðið (1337-1360), Karlsstríðið (1369-1389), Lankastrastríðið (1415-1429) og svo síðasta tímabilið, þar sem Jóhanna af Örk kom fram á sjónarsviðið og síga fór smátt og smátt á ógæfuhliðina hjá Englendingum.
Stríðið er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Þótt það væri fyrst og fremst átök á milli konungsætta varð það til þess að þjóðerniskennd mótaðist bæði með Englendingum og Frökkum, ný vopn komu fram á sjónarsviðið (til dæmis langboginn) og ný herkænskubrögð drógu úr mikilvægi gömlu lénsherjanna, sem einkennst höfðu af þungvopnuðum riddaraliðssveitum. Í stríðinu komu stríðsaðilar sér upp fastaherjum, þeim fyrstu í Evrópu síðan á tímum Rómverja, og þurftu því ekki lengur að treysta á liðstyrk bænda í sama mæli og áður. Vegna alls þessa og vegna þess hve lengi stríðið stóð er það með mikilvægustu átökum miðalda.
Í fréttum
- 4. ágúst: Að minnsta kosti 78 manns láta lífið í tveimur sprengingum ammóníumnítrats í höfninni í Beirút.
- 3. ágúst: Jóhann Karl 1. (sjá mynd), fyrrverandi konungur Spánar, fer í sjálfskipaða útlegð frá heimalandi sínu vegna hneykslismála.
- 1. júlí: Rússar samþykkja breytingar á stjórnarskrá Rússlands í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 27. júní: Forsetakosningar fara fram á Íslandi. Sitjandi forsetinn Guðni Th. Jóhannesson vinnur endurkjör gegn Guðmundi Franklín Jónssyni með um 90% atkvæða.
- 25. júní: Þrír látast og tveir slasast alvarlega í eldsvoða í íbúðarhúsi á Bræðraborgarstíg í Reykjavík.
- 15. júní: Hæstiréttur Bandaríkjanna kemst að þeirri niðurstöðu að ólöglegt sé að segja upp starfsfólki á grundvelli kynhneigðar eða kyngervis.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Kórónaveirufaraldur 2019-2020 • Mótmælin í Bandaríkjunum • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát:
Atburðir 5. ágúst
- 1949 - Knattspyrnufélagið Þróttur var stofnað í bragga við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur.
- 1956 - Hraundrangi í Öxnadal, sem fram að þessu hafði verið talinn ókleifur, var klifinn af tveimur Íslendingum og einum Bandaríkjamanni.
- 1960 - Búrkína Fasó fékk langþráð sjálfstæði frá Frökkum.
- 1967 - Fyrsta breiðskífa Pink Floyd, The Piper at the Gates of Dawn, kom út í Bretlandi.
- 1974 - Síðasta dag þjóðhátíðar í Reykjavík var kyntur langeldur á Arnarhóli. Kveikt var í með blysi, sem hlaupið var með frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur. Þaðan var lagt af stað 1. ágúst.
- 1985 - Kertum var fleytt á Reykjavíkurtjörn til minningar um 40 ár frá því að kjarnorkusprengju var varpað var á Hiroshima í Japan 6. ágúst 1945. Síðan hefur þetta verið gert árlega.
- 1992 - Eiríkur Kristófersson, fyrrverandi skipherra á skipum Landhelgisgæslunnar, varð 100 ára. Hann varð þjóðhetja í fyrsta þorskastríðinu vegna framgöngu sinnar. Hann náði rúmlega 102 ára aldri (d. 16. ágúst 1994).
Vissir þú...
- … að Bharatiya Janata-flokkurinn á Indlandi er fjölmennasti stjórnmálaflokkur í heimi?
- … að áætlað er að Endurreisnarstíflan í Eþíópíu verði stærsta vatnsaflsvirkjun í Afríku þegar hún verður tilbúin?
- … að starfsheitið dósent er komið af latneska orðinu docere, sem merkir að kenna?
- … að stjörnuþokan Andrómeda (sjá mynd) er nefnd eftir grísku goðsagnapersónunni Andrómedu, dóttur Kefeifs og Kassíepeiu?
- … að byltingin í Túnis árin 2010-2011 er eina bylting arabíska vorsins sem hefur leitt af sér langvarandi lýðræði?
- … að fuglinn rósastari sást fyrst á Íslandi í Öræfum árið 1934?
Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði
Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð
Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun
Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi
Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi
Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |