2019
Jump to navigation
Jump to search
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 2019 (MMXIX í rómverskum tölum) er almennt ár sem byrjar á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu. Það hefur því sunnudagsbókstafinn F.
Efnisyfirlit
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
Janúar[breyta | breyta frumkóða]
- 1. janúar – Jair Bolsonaro tók við embætti sem forseti Brasilíu.
- 3. janúar – Nýtt þingtímabil hófst í Bandaríkjunum. Nancy Pelosi var kjörin forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings af nýjum þingmeirihluta Demókrataflokksins.
- 11. janúar – Þing Lýðveldisins Makedóníu samþykkti að nafni landsins skyldi breytt í Lýðveldið Norður-Makedónía.
Febrúar[breyta | breyta frumkóða]
Mars[breyta | breyta frumkóða]
- 10. mars – Boeing 737 MAX 8-flugvél á leið frá Addis Ababa í Eþíópíu til Naíróbí í Keníu brotlenti sex mínútum eftir flugtak. Allir um borð, alls 157 manns, létu lífið.
- 15. mars – Vopnaður maður réðst inn í tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi og skaut á fólkið þar inni. Alls létust um fimmtíu manns í árásinni.
- 19. mars – Nursultan Nazarbajev, forseti Kasakstans, sagði af sér.
- 30. mars – Zuzana Čaputová var kjörin forseti Slóvakíu.
Apríl[breyta | breyta frumkóða]
- 2. apríl – Abdelaziz Bouteflika sagði af sér sem forseti Alsír eftir nokkurra mánaða mótmæli gegn áframhaldandi stjórn hans.
- 11. apríl:
- Omar al-Bashir, forseta Súdans til 30 ára, var steypt af stóli af súdanska hernum eftir langa mótmælaöldu.
- Julian Assange var úthýst úr sendiráði Ekvadors í London eftir sjö ára dvöl þar. Lögreglan í London handtók hann síðan.
- 15. apríl – Eldsvoði hófst í Notre Dame í París. Þak og turnspíra dómkirkjunnar hrundu í eldinum en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga burðarvirki og klukkuturnum hennar frá gereyðileggingu.
- 21. apríl:
- Um 290 manns létust í sprengjuárásum á kirkjur og hótel í Srí Lanka.
- Volodimír Selenskij var kjörinn forseti Úkraínu í seinni umferð forsetakosninga landsins.
- 28. apríl – Þingkosningar fóru fram á Spáni. Sósíalistaflokkurinn, flokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra, hlaut um 30 prósent atkvæða, mest allra flokka.
- 30. apríl – Akihito Japanskeisari sagði af sér sökum aldurs og sonur hans, krónprinsinn Naruhito, settist á keisarastól.
Maí[breyta | breyta frumkóða]
- 17. maí – Taívan lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra, fyrst Asíuríkja.
- 18. maí:
- Þingkosningar fóru fram í Ástralíu. Ríkisstjórn Frjálslynda flokksins undir forsæti Scotts Morrison vann sigur gegn stjórnarandstöðunni, þvert á væntingar.
- Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var haldin í Tel Aviv í Ísrael. Duncan Laurence vann keppnina fyrir Holland með laginu „Arcade“. Hljómsveitin Hatari keppti fyrir hönd Íslands og lenti í 10. sæti.
Júní[breyta | breyta frumkóða]
Júlí[breyta | breyta frumkóða]
Ágúst[breyta | breyta frumkóða]
September[breyta | breyta frumkóða]
Október[breyta | breyta frumkóða]
Nóvember[breyta | breyta frumkóða]
Desember[breyta | breyta frumkóða]
Fyrirhugaðir atburðir[breyta | breyta frumkóða]
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 23. janúar - Loftur Jóhannesson, íslenskur vopnasali (f. 1930).
- 14. janúar - Stefán Dan Óskarsson, íslenskur líkamsræktarfrömuður (f. 1947).
- 7. febrúar - Karólína Lárusdóttir, íslenskur myndlistamaður (f. 1944).
- 15. febrúar - Lee Radziwill, bandarísk yfirstéttarkona (f. 1933).
- 20. mars - Mary Warnock, breskur heimspekingur (f. 1924).
- 2. apríl:
- Jón Helgason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1931).
- Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, íslenskur þroskaþjálfi (f. 1955).
- 12. apríl - Georgia Engel, bandarísk leikkona (f. 1948).
- 17. apríl - Alan García, fyrrum forseti Perú (f. 1949).
- 23. apríl - Jóhann, fyrrum stórhertogi Lúxemborgar (f. 1921).
- 13. maí - Doris Day, bandarísk leikkona og söngkona (f. 1922).
- 16. maí:
- 20. maí - Niki Lauda, austurrískur kappakstursbílstjóri (f. 1949).