Lokaðu á skrásetjara

LOKAÐU Á SKRÁSETJARA

Tor-vafrinn einangrar hvert vefsvæði sem þú skoðar þannig að skrásetningarskriftur og auglýsingar geta ekki fylgst með þér. Allar vefkökur (cookies) eru hreinsaðar út að vafri loknu. Hið sama á við um vafurferilinn þinn.

Verðu þig gegn eftirliti

VERÐU ÞIG GEGN EFTIRLITI

Tor-vafrinn kemur í veg fyrir að hver sá sem reynir að fylgjast með nettengingunni þinni geti séð hvaða vefsvæði þú skoðar. Það eina sem þeir sjá, sem reyna að skoða vafur þitt á netinu, er að þú sért að nota Tor.

Verðu þig fyrir gerð fingrafara

KOMDU Í VEG FYRIR FINGRAFÖR

Tor Browser er með það sem markmið að allir notendur líti eins út gagnvart eftirliti, sem gerir mjög erfitt að útbúa svokölluð fingraför út frá upplýsingum um vafrann þinn og tæki.

Marglaga dulritun

MARGLAGA DULRITUN

Netumferðinni þinni er endurbeint og hún dulrituð þrisvar við það að fara í gegnum Tor-netkerfið. Netkerfið samanstendur af þúsundum netþjóna sem kallast Tor-endurvarpar og eru þeir í umsjón sjálboðaliða.

Vafraðu frjálst

VAFRAÐU FRJÁLST

Með Tor-vafranum geturðu skoðað vefsvæði sem jafnvel heimilisnetið þitt útilokar.

ABOUT US

Við trúum því að allir eigi rétt á því að kanna internetið án afskipta annarra af persónulegum upplýsingum hvers og eins. Við erum Tor-verkefnið, skráð sem bandarísk 501(c)3 sjálfseignarstofnun. Við styðjum við mannréttindi og verjum rétt þinn til gagnaleyndar á netinu með vinnu við frjálsan hugbúnað og opin netkerfi. Sjáðu hver við erum.