Taktu stjórn – náðu yfirsýn

Hver er að gera hvað, hvenær, hvar og hvernig?

Með kerfum Trackwell geta fyrirtæki og stofnanir nýtt sér verkferla til þess að stýra og hafa eftirlit með starfsmönnum, skipum, bifreiðum og öðrum tækjum. Með þjónustu Trackwell lækkar rekstrarkostnaður ásamt því að nýting og skilvirkni forða eykst.

Lesa meira

Vörur og lausnir Forðastýring í skýjunum

Fjárfestingarkostnaður vegna Trackwell Forðastýringar er lágmarkaður með því að miða kerfisleigusamning einungis við virkar kerfiseiningar og fjölda starfsmanna eða tækja.

Maritime

Trackwell Maritime Sjávarútvegslausnir nýtast bæði skipstjórnarmönnum, útgerðum og yfirvöldum við umsjón fiskveiða. Kerfið samanstendur af skráningarbúnaði um borð í skipi og úrvinnslu og vefviðmóti í landi. Einnig býður Trackwell upp á fiskveiðieftirlitskerfi fyrir yfirvöld og eftirlitsstofnanir.

Tímon

Trackwell Tímon er fjölhæft tíma-, verk- og viðveruskráningarkerfi. Með því er einfalt að ná fram yfirsýn yfir tíma, nýtingu og launakostnað. Hægt er að sníða kerfið að öllum kjara-samningum og afbrigðum þeirra; ólíkum vinnutíma og starfshlutföllum, vaktakerfum og orlofsmálum.

Floti

Trackwell Floti til flotastýringar og eftirlits með bílaflotum fyrirtækja. Með Flota er hægt að ná betri nýtingu tækjaflotans, lækka rekstrarkostnað og bæta þjónustu og ímynd í umferðinni. Kerfið býður meðal annars upp á ferlivöktun, aksturslagsgreiningu, viðhaldsvöktun, verk-úthlutun og samskipti við farartæki.

vitnisburður Umsagnir viðskiptavina

„Trackwell VMS var upphaflega sett upp árið 2000 og hefur verið í stöðugri notkun síðan þá. Gegnum árin hefur Trackwell veitt okkur faglega þjónustu og séð til þess að kerfin okkar séu í fremstu röð.”

 

 

The North East Atlantic Fisheries Commission NEAFC

„Innleiðing og notkun á Tímon hefur reynst mjög vel og hefur rekstur kerfisins verið hnökralaus, en hjá FoodCo skrá sig tæplega 500 starfsmenn til og frá vinnu um fingraskanna á 19 mismunandi stöðum.“ Herwig Syen

FoodCo hf

„Floti hefur nýst okkur mjög vel í nýtingu á bílaflota okkar þar sem allt snýst um að koma vörum á sem skemmstum tíma út til viðskiptavini Mjólkursamsölunnar.
Þjónustan hjá Trackwell er einnig til fyrirmyndar, öll vandamál eru leyst mjög fljótt“

Dreifingastjóri Mjólkursamsölunnar

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Trackwell
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Gleðilega sól og Tímon

Ó, blessuð vertu sumarsól, mikið er gaman að sjá þig í Reykjavík. Við fengum fyrirspurn frá fyrirtæki sem ætlar að loka hjá sér eftir hádegi og gefa starfsmönnum frí. Þau vildu vita hvernig væri hægt að búa til stimplun á alla starfsmenn. Það er hægt með hópstimplun sem er að... Lesa meira

Tímon vaktaplan – nýtt útlit og umbætur

Við höfum unnið að breytingum á Tímon vaktaplani í mjög góðu samstarfi við nokkra viðskiptavinum okkar. Þróun á kerfinu er í fullum gangi en byrjað var á umbótum sem snúa að viðmóti fyrir vaktstjóra og hópstjóra m.a. þegar vaktir eru búnar til og raðað niður. Mögulegt er að vinna... Lesa meira

Spennandi verkefni – Optigear fyrir togveiðiskip

Undanfarið höfum við hjá Trackwell unnið að spennandi verkefni í samvinnu við Naust Marine og fleiri aðila. Um er að ræða fyrsta kerfi sinnar tegundar, sem ætlað er að auka hagkvæmni við togveiðar með bættu aðgengi að upplýsingum um beitingu veiðarfæra og umhverfisaðstæður. Frumgerð Optigear er nú í prófunum um... Lesa meira