Vörur og lausnir Forðastýring í skýjunum
Fjárfestingarkostnaður vegna Trackwell Forðastýringar er lágmarkaður með því að miða kerfisleigusamning einungis við virkar kerfiseiningar og fjölda starfsmanna eða tækja.
Maritime
Trackwell Maritime Sjávarútvegslausnir nýtast bæði skipstjórnarmönnum, útgerðum og yfirvöldum við umsjón fiskveiða. Kerfið samanstendur af skráningarbúnaði um borð í skipi og úrvinnslu og vefviðmóti í landi. Einnig býður Trackwell upp á fiskveiðieftirlitskerfi fyrir yfirvöld og eftirlitsstofnanir.
Tímon
Trackwell Tímon er fjölhæft tíma-, verk- og viðveruskráningarkerfi. Með því er einfalt að ná fram yfirsýn yfir tíma, nýtingu og launakostnað. Hægt er að sníða kerfið að öllum kjara-samningum og afbrigðum þeirra; ólíkum vinnutíma og starfshlutföllum, vaktakerfum og orlofsmálum.
Floti
Trackwell Floti til flotastýringar og eftirlits með bílaflotum fyrirtækja. Með Flota er hægt að ná betri nýtingu tækjaflotans, lækka rekstrarkostnað og bæta þjónustu og ímynd í umferðinni. Kerfið býður meðal annars upp á ferlivöktun, aksturslagsgreiningu, viðhaldsvöktun, verk-úthlutun og samskipti við farartæki.
vitnisburður Umsagnir viðskiptavina
„Trackwell VMS var upphaflega sett upp árið 2000 og hefur verið í stöðugri notkun síðan þá. Gegnum árin hefur Trackwell veitt okkur faglega þjónustu og séð til þess að kerfin okkar séu í fremstu röð.”
The North East Atlantic Fisheries Commission NEAFC
„Floti hefur nýst okkur mjög vel í nýtingu á bílaflota okkar þar sem allt snýst um að koma vörum á sem skemmstum tíma út til viðskiptavini Mjólkursamsölunnar.
Þjónustan hjá Trackwell er einnig til fyrirmyndar, öll vandamál eru leyst mjög fljótt“