Kúrileyjar
Jump to navigation
Jump to search
Kúríleyjar (rússneska: Кури́льские острова́, lesist sem Kurilskiye ostrova) eru rússneskar eyjar suður af Kamsjatkaskaga og norðaustur af Hokkaídóeyju Japans. Þær eru hluti af Sakalínfylki, eru 56 talsins og spanna 1300 kílómetra. Stærð er 10,5 ferkílómetrar og íbúafjöldi um 20.000. Fiskveiðar eru mikilvægasta atvinnugreinin. Rússar náðu völdum á eyjunni eftir síðari heimsstyrjöld og ráku þaðan 17.000 Japani. Japanir gera enn tilkall til fjögurra syðstu eyjanna.
Sumar eyjarnar eru eldkeilur og eru þær hluti af Kyrrahafseldhringnum. Um 40 eldfjöll eru virk. Alaid-fjall þeirra hæst eða 2339 metrar. Milljónir sjófugla eru á eyjunum.
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „Kuril Islands“ á norsku útgáfu Wikipedia. Sótt 31. maí 2018.