thumb image

Guðný Júlíana léttist um 63 kíló á einu og hálfu ári: ,,Þetta er hægt og ávinningurinn er svo mikill“

Guðný Júlíana Jóhannsdóttir eyddi meirihluta ævinnar í ofþyngd. Guðný vissi alltaf að heilsa hennar væri slæm og að mikilvægt væri fyrir hana að gera eitthvað í sínum málum en það var ekki fyrr en hún var orðin 140 kíló og líkamleg og andleg heilsa hennar orðin virkilega slæm sem hún tók ákvörðun um að breyta lífi sínu til batnaðar. Ég hef í raun alltaf vitað að ég þyrfti að gera eitthvað í mínum málum. Þegar ég var tvítug var ég orðin 100 kíló og fór þá á þreknámskeið sem mér þótti mjög skemmtilegt. Að námskeiðinu loknu fór ég í ræktina…

Kotasælubollur með fetaosti

Hanna Þóra Helgadóttir bloggari á fagurkerar.is deilir ljúffengri uppskrift að hollum og bragðgóðum kotasælubollum. Bollurnar eru einfaldar og fljótlegar í gerð. Innihaldsefni: 400 g haframjöl 1 stór dós kotasæla 4 egg 2 tsk. vínsteinslyftiduft Salt/krydd eftir smekk Fetaostur Aðferð: Byrjið á því að mala haframjölið, gott er að nota matvinnsluvél, blandara eða töfrasprota. Þegar það er tilbúið færið það þá yfir í skál. Bætið út í salti og kryddi eftir smekk ásamt lyftiduftinu. Hrærið saman kotasæluna og eggin í tækinu. Blandið öllu saman og mótið bollur, bætið fetaosti ofan á bollurnar fyrir bakstur. Bakið á blæstri við 200°C í 20… Lesa meira

Marta glímir við mikið þunglyndi og kvíða eftir að hún hætti í neyslu: „Mér fannst enginn elska mig né vilja mig“

Marta Þórudóttir hefur í gegnum tíðina flakkað á milli þess að vera í kjörþyngd og yfirþyngd. Síðan Marta hætti í neyslu hefur hún glímt við mikið þunglyndi og kvíða sem hafa hamlað henni frá því að hugsa vel um heilsuna. Eftir að ég átti Stefán Þór kom í ljós að Örn, unnusti minn, myndi ekki losna úr fangelsi á þeim tíma sem okkur hafði verið greint frá og síðan þá hef ég verið virkilega þunglynd. Ég náði þó að koma lyfjunum mínum á rétt ról, sætta mig við það að hann kæmi ekki strax heim og þegar það gerðist fór… Lesa meira

7 ára afmæli með einhyrninga þema

Dóttir mín átti afmæli um daginn og hún var ákveðin í því að hafa einhyrninga þema. Svo að saman ákváðum við að hafa einhyrninga þema með gylltu regnboga ívafi :) Ég fór á stúfana og fann skreytingar við hæfi, bæði á ebay og hér heima og allt saman small þetta saman. Undirbúningurinn fyrir afmælið tók alveg örugglega viku (fyrir utan það að ég þurfti auðvitað að panta mun fyrr það sem ég keypti af ebay) Þeir sem fylgja mér á snapchat fengu að fylgjast með undirbúningnum, en ég reyni að vera dugleg að setja inn á snappið mitt þegar ég… Lesa meira

Tengsl og sjálfsumhyggja: ,,Það virðist vera auðveldara að tengjast í gegnum neikvæðni“

Við mannfólkið erum tengslaverur og gætum ekki lifað án tengsla. Við myndum margskonar tengsl alla ævi, eins og við: Foreldra, systkini, maka, börn, vini, vinnufélaga og þar fram eftir götunum. Oftast er það svo að það verður ákveðið vanamynstur í birtingarmynd tengslanna, þ.e. hvers eðlis birtingarmyndin er. Segir Ragnhildur Birna Hauksdóttir í nýjasta pistli sínum um tengsl og sjálfsumhyggju. Við getum til að mynda skoðað vinnustað eða fjölskyldu og velt fyrir okkur um hvað er talað. í gegnum hvaða þætti er fólk að tengjast? Er það í gegnum umræður um það sem miður fer? Óréttlæti? Mistök annarra? Eða er það í… Lesa meira

8 góð ráð um sambönd, nánd og kynlíf frá Gerði Huld

Gerður Huld Arinbjarnardóttir er eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush.is. Allt frá því að Gerður stofnaði verslunina, einungis tuttugu og eins árs gömul, hefur hún sankað að sér góðri vitneskju um allt sem viðkemur samböndum, nánd og kynlífi. Gerður deilir hér með lesendum nokkrum góðum ráðum: Sleipiefni! Ef þið hafið ekki prófað sleipiefni saman eða í hvort í sínu lagi þá er komin tími til þess. Sleipiefni gerir alla snertingu og örvun mýkri og betri. Einföld leið til þess að kveikja neista og eiga gæðastund með hvort öðru er að fara saman í sturtu. Ég heyrði einu sinni um eldri hjón sem fara… Lesa meira

Uppskrift: Kanil eplabaka

Bjóddu bragðlaukunum upp á eplaböku með nýju twisti, kanelsnúða eplaböku. Góð og girnileg, borin fram með ís og/eða rjóma. Innihald: 2 tilbúnir botnar 2 matskeiðar ósaltað smjör, brætt 4 teskeiðar kanill 8 bollar af eplum, þunnt skorin niður ¾ bolli sykkur 1 teskeið kanill 3 matskeiðar hveiti eggjahvíta Leiðbeiningar: Hitaðu ofninn í 180ºC. Smyrðu deigið með bræddu smjöri og dreifðu kanilnum jafnt yfir. Rúllaðu upp í lengju og skerðu niður í bita. Settu helminginn af bitunum í smurt fat, þrýstu niður og saman og láttu deigið ná yfir barminn á fatinu. Smyrðu með eggjahvítu. Blandaðu saman eplum, sykri, kanil og… Lesa meira

Aníta Arndal segist fá óviðeigandi spurningar um dætur sínar frá ókunnugum: „Hvaða svari er fólk að leitast eftir?“

Aníta Arndal á tvær ungar dætur sem henni þykir gaman að monta sig af. Oftar en ekki verður fólk hissa á því að svona ung stúlka eigi tvö börn en það sem Anítu þykir þó virkilega sorglegt er að iðulega spyr fólk hana að því hvort hún eigi þær báðar með sama manninum með undrandi svip. Eldri dóttir mín verður 4 ára í ágúst og sú yngri 2 ára í mars. Fólk er hissa yfir því að ég eigi tvö börn svona ung og fer svo í sjokk þegar ég segist eiga þær báðar með sama manninum og fara þá að hrósa… Lesa meira

Girnilegt súkkulaði kúrbíts brauð

Dana sem heldur úti heimasíðunni Minimalistbaker býr til uppskriftir sem innihalda tíu hráefni eða færri, ein skál dugar til að blanda hráefnum saman og það tekur 30 mínútur eða minna að útbúa réttinn. Brauð með súkkulaði og kúrbít hljómar bæði girnilegt og hollt, og svo er það einstaklega fallegt á að líta líka. Innihald: 2 flaxegg (2 matskeiðar (14 gr) hörfræ og 5 matskeiðar (75 ml) vatn (sjá hér fyrir neðan) ¼ bolli (61 gr) eplamauk ¼ bolli (60 ml) hlynsíróp 1/3 bolli (64 gr) kókossykur 1 ½ teskeið matarsódi 1 teskeið lyftiduft ¼ teskeið sjávarsalt ½ bolli (48 gr) kakóduft ¼… Lesa meira

7 vinir sem allar konur þarfnast

Góð og sönn vinátta er gulls ígildi. Bandaríska kvennatímaritið Glamour tók saman lista yfir sjö gerðir vinkvenna sem allar konur verða að eiga.   Æskuvinkona Hún man enn eftir villtu strákaóðu stelpunni sem lét engan segja sér hvernig hún ætti að gera hlutina. Hún þekkti þig og fjölskyldu þína þegar þú varst að vaxa úr grasi og þið deilið eflaust mörgum minningum. „Æskuvinir minna þig á að þú sért sama manneskjan og þú hefur alltaf verið,“ segir Rebecca G. Adams sálfræðingur í háskólanum í Norður-Karólínu. „Haltu í gömlu vinina. Þið þurfið ekki að vera í daglegu sambandi en notaðu tæknina… Lesa meira

Þrifalisti sem einfaldar heimilisverkin til muna

Það getur reynst ansi erfitt að halda öllum boltum á lofti með stækkandi fjölskyldu. Skyndilega þarf að þvo þvott af öllum sem búa á heimilinu, sjá til þess að allir fari saddir að sofa, passa að heimilið sé þokkalega hreint ásamt því að sinna starfi. Með stækkandi börnum bætist við meiri þvottur, keyrsla í íþróttir og tómstundir, heimanám ásamt fleiru sem þarf a sinna vel á hverjum degi. Sjálf er ég með tvö leikskólabörn og erum við foreldrarnir bæði í krefjandi störfum sem oft þarf að sinna utan hins „eðlilega“ vinnutíma. Ákvað ég því að setja saman þrifalista sem ég… Lesa meira

Ragnhildur Birna um börnin sem samfélagið skilgreinir með hegðunarvandamál

Allt í náttúrunni leitar jafnvægis. Það á við um ósjálfráða taugakerfið okkar eins og annað. Við höfum sympatíska taugakerfið sem ræsist upp þegar hætta steðjar að, við getum kallað það varnarkerfið. Það hjálpar okkur að bregðast hratt við, líkamlega, því sem við mætum. Þegar þetta kerfi er við stjórn erum við ekki að gera áætlanir fyrir framtíðina eða lesa okkur til ánægju, líkamlegt ástand okkar myndi ekki leyfa það, enda þarf að bregðast við ógn og öll okkar athygli fer í það, segir Ragnhildur Birna Hauksdóttir fjölskylduráðgjafi. Það sem ég er mikið hugsi yfir, er að ég hef þekkt mög börn… Lesa meira

Vandræðaleg óhöpp fyrir framan tengdó: „Hún veit ekki enn í dag að hún hafi borðað brjóstamjólkina mína“

Flest allir lenda að minnsta kosti í einu vandræðalegu atviki yfir ævina, sumir sem eru örlítið óheppnari lenda jafnvel í nokkrum. En þeir sem eru sérstaklega óheppnir lenda í vandræðalegum atvikum fyrir framan tengdafjölskyldu sína og eru reglulega minntir á þau í gegnum ævina. Blaðamaður hafði samband við nokkrar konur sem voru tilbúnar til þess að deila vandræðalegum atvikum sem þær höfðu lent í fyrir framan tengdafjölskyldu sína. °° Tengdamamma tók á móti pakka fyrir mig í gær og var frekar vandræðaleg þegar hún rétti mér hann. Ég hafði pantað mér bananabox á netinu og því var pakkað inn í… Lesa meira

Meðleikarar sem kom alls ekki saman

Stundum verður til ævilangur vinskapur milli meðleikara í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. Fjölmörg dæmi eru einnig um að þeir hafi orðið ástfangnir. Síðan eru dæmi um stjörnur sem kom alls ekki saman þegar myndavélarnar voru ekki að rúlla. Marie Claire tók saman lista um nokkrar þeirra. Shannen Doherty og Jennie Garth: Beverly Hills: 90210 Doherty yfirgaf þættina eftir fjórðu seríu af þeirri ástæðu að henni kom ekki saman við meðleikara sína. Í viðtali við E! árið 2014, sagði Garth frá ágreiningi sínum við Doherty. „Við vorum saman í stúdíói 14-16 tíma á dag. Stundum elskuðum við hvor aðra og stundum langaði… Lesa meira

Tvíburasystur sem fæddu börn með 15 mínútna millibili

Oft er talað um sérstaka tengingu á milli tvíburasystkina, en líklega eiga þessar tvíburasystur alveg einstaka tengingu þar sem þær gengu báðar með barn á sama tíma og eignuðust þau sama dag. Corey Struve Talbott og Katie Struve Morgan voru báðar óléttar á sama tíma og einungis tíu dagar voru settir á milli þeirra. Þær urðu hins vegar virkilega hissa þegar þær fóru báðar af stað á sama degi og áttu stúlkurnar sínar með einungis fimmtán mínútna millibili. Áður en tvíburasysturnar eignuðust stúlkurnar sínar fóru þær saman í meðgöngu myndatöku þar sem þær klæddu sig í eins kjóla og sátu fyrir. Nú ári seinna á eins árs afmælisdegi dætra… Lesa meira

Ragnhildur Birna fjölskyldufræðingur segir mikilvægt fyrir foreldra að vinna með tilfinningar sínar

Það er með ólíkindum hvað ég heyri oft setningar á borð við: „Ég þoli ekki neitt svona tilfinningadæmi.“ Fólk telur jafnvel að það sé ógagnlegt að tala um tilfinningar sínar eða að gefa þeim of mikinn gaum. Svona hefst upphafið af pistli eftir Ragnhildi Birnu Hauksdóttur fjölskyldufræðing. Þegar við bregðumst við börnunum okkar, ekki síst þegar þau fara inn í unglingsárin er það hins vegar oft sem við bregðumst við þeim út frá okkar eigin tilfinningum. Það er að segja út frá okkar eigin viðhorfum gagnvart þeim tilfinningum sem börnin okkar eru að upplifa. Hvernig er viðhorf okkar til tilfinninga eins… Lesa meira