is / en / dk

Sem ung stúlka austur á landi varð ég ekki mikið vör við ójafnræði kynjanna, í það minnsta gerði ég mér ekki endilega grein fyrir því. Ég lék mér við stráka sem jafningja, ég beitti, ég vann í fiski, ég fór á sjó, eins og bræður mínir. Ég fékk lægri laun en tveir þeirra af því ég var yngri, en ég fékk líka hærri laun en yngri bróðir minn. Þegar ég hugsa til baka virðist þetta ekki hafa verið svo einfalt. Undir niðri kraumaði rótgróin kynbundin mismunun. Ég flakaði til að mynda aldrei fisk. Minningin úr blautvinnslusal harðfiskverkunarinnar eru karlarnir sem standa við fiskikarið og keppast við að skvetta slorinu í allar áttir, því hraðari handtök, því betra. Ég, mamma og aðrar konur sem stundum unnu þar vorum að dunda okkur við að tína o...
Þegar stór verkefni blasa við er hættan sú að farið verði í skyndilausnir sem til lengri tíma skemma meira en þær laga. Nú þegar mikill kennaraskortur blasir við í grunnskólum landsins, þá er vísast að umræðan fari að snúast um að stytta nám grunnskólakennara og stytta skólagöngu grunnskólanemenda frekar en að ráðast að rót vandans sem eru lág laun kennara og erfitt starfsumhverfi. Samtök atvinnulífsins eru reyndar þegar byrjuð að halda þessum . Og lausn þeirra við kennaraskortinum kemur ekki á óvart, hún er nefnilega að stytta grunnskólann um eitt ár. Í greininni segir að nota megi þá peninga sem sparast við styttinguna til að bæta skólastarfið. Þetta er svo rökstutt með því að þetta muni ekki rýra menntun nemenda af því að þetta er...
Í fyrsta skipti í sögu Félags grunnskólakennara gefst þér kostur á að kjósa þér talsmann. Fram að þessu hefur formaður Félags grunnskólakennara verið kosinn fulltrúakosningu á þingi félagsins, síðast árið 2004. Þessar kosningar eru þannig frumraun félagsins í lýðræðislegum kosningum allra félagsmanna um forystu félagsins. Í því samhengi vakna ýmsar spurningar hjá mér, sem frambjóðanda til formennsku fyrir félagið. Til þess að lýðræðið virki eins og því er ætlað að gera er nauðsynlegt að þeir sem eiga að taka afstöðu til þeirra málefna sem kosið er um hverju sinni hafi sem bestar og áreiðanlegastar upplýsingar að byggja á. Þess vegna er brýnt að velta því fyrir sér hvernig best sé að koma upplýsingum til ykkar. Hvernig er best að koma því...
Þegar nemendur sem hefja nám í grunnskóla næsta haust ljúka sinni grunnskólagöngu verður staðan sú að ekki verður menntaður kennari nema í þriðju hverri stöðu grunnskólans, ef ekkert verður að gert. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir meðal annars: „Mikilvægt er að stuðla að viðurkenningu á störfum kennara, efla faglegt sjálfstæði þeirra og leggja áherslu á skólaþróun á öllum skólastigum. Bregðast þarf við kennaraskorti í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og stéttarfélaga.” En hvernig hefur ríkisstjórnin hugsað sér að gera þetta? Það er ekki mikill tími til stefnu. Laun grunnskólakennara í dag ná ekki meðallaunum í landinu þrátt fyrir að krafist sé fimm ára náms til að öðlast réttindi til grunnskólakennslu. Samkvæmt ra...
Kennarasamband Íslands (KÍ) er ekki aðili að rammasamkomulagi um launaþróun eins og flestir aðrir aðilar vinnumarkaðarins. Það á sér meðal annars þá eðlilegu skýringu að þegar núllstaða þess samkomulags var valin haustið 2013 var launastaða kennara með versta móti. Á þeim tíma voru til dæmis meðaldagvinnulaun félagsmanna Kennarasambands Íslands í framhaldsskólunum um 16% lægri en annarra sérfræðinga hjá ríkinu. Kennarasamband Íslands reyndi ítrekað að hafa áhrif á þennan viðmiðunarreit án árangurs. Og þess vegna afþakkaði forysta KÍ þátttöku í rammanum, oft kenndum við SALEK. Skoðum aðeins söguna. Launagögn fjármálaráðuneytisins frá árinu 2006 sýna að það ár voru laun framhaldsskólakennara 6% lægri en laun annarra sérfræðinga hjá rík...
Daginn sem ég var kjörinn varaformaður KÍ lærði ég mjög mikið. En ég er jafnframt fegin að hafa fengið eldskírn í samfélagsmiðlaumræðu og læra á fyrsta degi að að lesa alltaf yfir allt sem eftir mér er haft og athuga hvort það sé sett fram í réttu samhengi. Mér þykir fyrir því að orð mín hafi verið tekin úr samhengi og það er skiljanlegt að framsetningin og fyrirsögn ergi kennara en því fer fjarri að það hafi verið ætlun mín. Í viðtalinu vildi ég leggja áherslu á að hlutverk varaformanns væri ekki að semja um kaup og kjör heldur fengi ég það hlutverk að draga fram að starfið væri flókið og því fylgdi mikið álag og ég myndi leggja mig fram um sýna fram á mikilvægi kennarastarfsins og tala til dæmis fyrir starfsþróun, stuðningi við nýl...
Samfélagið gerir kröfu um góða menntun barna og ungmenna og að íslenskir skólar séu í fremstu röð. Þetta er eðlileg krafa enda vitum við að góð og gegnheil menntun fyrir alla sem hér búa er fjöregg þjóðarinnar og mannauðurinn skapar verðmæti sem skila sér til baka í nýsköpun, frumkvæði, nýjum störfum og samfélagi sem gott er að búa í.   Því veldur það vonbrigðum að þrátt fyrir mikla uppsveiflu í efnahagslífinu á síðustu árum skuli staðan vera sú að útgjöld hins opinbera til menntamála á hvern landsmann hafa dregist saman um 13.5 prósent frá því þau náðu hámarki árið 2008. Ef skoðaðar eru tölur frá Hagstofu Íslands kemur í ljós að væri sambærilegt fjármagn lagt í menntakerfið nú og árið 2008 þá vantar rúmlega 15 milljarða króna. Að þv...
Hlutleysi er afstaða í sjálfu sér. Sá saklausi tapar alltaf á hlutleysi. Hvort sem það er þolandi sem sagði satt eða gerandi sem var ranglega ásakaður. Hlutleysi segir í raun að allur þinn orðstír og allt það traust sem þú hefur byggt upp í gegnum árin skipti engu máli, að þessi ásökun skilgreini þig héðan í frá í huga hins „hlutlausa“. Það er ábyrgð okkar sem einstaklinga þegar erfið og óþægilega mál koma upp að leggja allt á vogarskálar og taka afstöðu. Í máli nýkjörins formanns stendur ekki bara orð gegn orði. Málið var rannsakað og Ragnari Þór hefur verið treyst til að kenna börnum og unglingum síðan rannsókninni lauk. Ef minnsti vafi hefði leikið á framferði hans hefði hann ekki fengið að gera það. Afstaða mín by...
Kosningar til varaformanns KÍ eru að hefjast. Umræðan síðustu daga á samfélagsmiðlasíðum kennara hefur lítið snúist um kosti og galla frambjóðendanna og hvað þeir hafa til málanna að leggja. Þess í stað hefur umræðan snúist um samsæriskenningar, blokkamyndanir og leikfléttur sem eiga að vera úthugsaðar og lævísar.  Á eigin forsendum Framboð mitt til varaformanns KÍ er algerlega á mínum eigin forsendum. Ég er ekki framlenging á valdi eins né neins og geng erinda minna eigin hugsjóna. Síðustu ár hef ég verið svo heppin að vera formaður skólamálanefndar Félags framhaldsskólakennara. Í því starfi hef ég unnið að fjölmörgum áhugaverðum verkefnum sem tengjast menntakerfinu, störfum kennara og starfsumhverfi þeirra. Í þeirri vinnu hef ég ...
Í ljósi þeirra atburða sem áttu sér stað á framboðsfundinum mánudaginn 4. des og einnig með tillit til umræðna á samfélagsmiðlum og í fréttum tel ég að nauðsynlegt sé að koma eftirfarandi á framfæri: Samheldni og sameining skiptir máli í dag, á morgun og til framtíðar – fyrir okkur öll. Hvað varðar mál Ragnars Þórs Péturssonar tel ég ekki þörf sé á því að ég tjái mig um það. Ég tel mig reiðubúinn að vinna að breytingum með þeim formanni sem tekur til starfa í apríl 2018 okkur öllum í hag verði ég kosinn varaformaður. Ákvörðun mín um að bjóða mig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands var tekin á grundvelli góðra samtala við samstarfsmenn, maka minn og á eigin hugleiðingum. Hugleiðingarnar mínar um framboðið mitt sn...
Tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu í gærkvöldi að þeir drægju framboð sín til baka ef Ragnar Þór Pétursson tæki við embætti formanns KÍ. Þetta gerðu þeir í kjölfar ásakana á hendur Ragnari Þór Péturssyni um kynferðisafbrot gegn barni sem fram komu um helgina. Í á vef RÚV í gærkvöldi segir að aðrir frambjóðendur dragi framboð sín ekki til baka þar sem þeir telji sekt Ragnars Þórs ekki sannaða. Að því tilefni vil ég taka fram að ég hef ekki tjáð mig og ætla ekki að tjá mig um mál Ragnars Þórs. Ástæða þess að ég býð mig fram til varaformanns KÍ er sú að ég hef brennandi áhuga á menntamálum og tel að ég geti gert kennarastéttinni í heild gagn verði ég kosin varaformaður KÍ burtséð frá því hver gegnir formannsembættinu...
Það eru einstök forréttindi að fá að vinna með börnum og ég valdi mér kennslu að starfi því mér fannst það einfaldlega besta leiðin til þess að taka virkan þátt í samfélaginu. Leikskólinn er einstakt samfélag sem er nærandi og skapandi og býður alltaf upp á eitthvað óvænt. Þar er kærleikurinn undirstaða svo að öllum líði vel, og starfsfólk gefur bæði af sér og fær margfalt til baka. Það öfluga starf sem fer fram á leikskólum landsins er í raun stórmerkilegt miðað við þann skort sem skólastigið hefur búið við. Þar, rétt eins og í skólakerfinu öllu er tilfinnanleg vöntun á kennurum og æ erfiðara gengur að manna stöður. Þrátt fyrir að kennarar séu eldhugar og fullir af metnaði og útsjónarsemi verður starfið stöðugt erfiðara og flóknara ...
Fyrir rétt rúmu ári síðan lét þáverandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson þessi orð falla í Kastljósi: „Ef maður skoðar stöðuna heilt yfir þá er í raun og veru hægt að segja að við höfum aldrei haft það jafn gott eins og í dag.“ Hér sit ég ári síðar og er að reyna að skoða stöðuna í heild sinni. Jú, við höfum það gott ef við hugsum einungis um launin okkar og þó, er það virkilega? Maður spyr sig hvort það sé í lagi að fólk sem búið er með háskólanám á framhaldsstigi þurfi virkilega að sætta sig við þann veruleika að þó svo að launahækkanir hafi skilað sér er það ekki alltaf nóg til þess að ná endum saman. Ég upplifi að umræðugrundvöllurinn snúist einhliða um peninga. Það virðist vera þannig að ef kennarastéttin fær launahækkan...
Umræðan um starfsaðstæður í leikskólum að undanförnu hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum sem lætur sig varða leikskólamál. Vandinn í stóra samhenginu er að það þarf að fjölga leikskólakennurum. Sá vandi er djúpstæður. Rót hans er sú að það vantar um 1.300 leikskólakennara til að uppfylla lög 87/2008 um menntun og ráðningu kennara sem kveður á um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna menntun og uppeldi barna eigi að hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Leikskólar hafa því þurft á hverju hausti að manna stöður leikskólakennara með leiðbeinendum eins og 17. greinin í lögum 87/2008 heimilar. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun allt of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir samf...
Fjórði nóvember 2016 var föstudagur. Síðan eru liðnir 360 dagar. Sem grunnskólakennari var lífið á kunnuglegum stað. Jólaauglýsingar voru farnar að hljóma í útvarpinu á leiðina í vinnuna en jólaskapið lét bíða eftir sér. Við vorum nefnilega í kjarabaráttu. Launanefnd sveitarfélaga harðneitaði að semja við okkur um annað en þær Salek-hækkanir sem „þjóðarsátt“ hafði orðið um. Við fengum ítrekað sama samninginn í hausinn – lítið breyttan. Ég hafði nýtekið við sem trúnaðarmaður í skólanum mínum og það kom því í minn hlut að kynna samningana. Sem ég gerði. Ég reyndi að gera það vel og vera hlutlaus. Föstudaginn fjórða nóvember beið ég í lok vinnudagsins eftir samstarfskonu minni sem kennir yngri börnum í skólanum mínum. Við erum yfi...
Vandinn í íslensku skólakerfi er ekki skortur á vilja stjórnvalda til að gera vel. Menntun er undirstaða atvinnu, nýsköpunar og þar með hagvaxtar og framlegðar. Þetta vitum við kennarar og flestir stjórnmálamenn. Það er bara eitt sem skortir, meira fjármagn. Og það skortir forgangsröðun í þágu menntunar þegar fjármagn er af skornum skammti. Á Íslandi eru frábærir leikskólar, grunnskólar, tónlistarskólar og framhaldsskólar. Innan kennarastéttarinnar starfar fagfólk af miklum metnaði. Það býr yfir mikilli reynslu og góðri menntun. Miklar breytingar hafa orðið á síðustu árum innan skólakerfisins, bæði hvað varðar inntak náms og kennsluhætti. Það hefur gerst vegna eldmóðs fjölda fagfólks innan skólakerfisins. Það er fyrst og fremst þeim ...
Íslenskum kjósendum býðst allskonar aðstoð við að gera upp hug sinn fyrir komandi Alþingiskosningar. Þar skiptir langsamlega mestu að tveir fjölmiðlar hafa samið ítarleg kosningapróf sem greina eiga hvaða samleið þú átt með flokkunum sem fram eru komnir. Á kosningaprófi RÚV er 31 spurning. Þar er spurt um kannabisefni og kvótaflóttamenn. Tvær spurningar snúast um hagsmuni háskólanema. Ekkert er spurt um menntun að öðru leyti. Kosningapróf Stundarinnar er 63 spurningar. Þar er spurt um listamannalaun, sykruð matvæli og Donald Trump. Þar er engin spurning um menntamál. Kosningaprófin endurspegla hina pólitísku umræðu síðustu ára. Þau staðfesta, það sem við flest vitum, að mistekist hefur að halda menntamálum vakandi í hugum fólks...
18. október síðastliðinn hélt Kennarasamband Íslands, í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, opinn fund með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu. Allir flokkarnir sendu fulltrúa á fundinn. Spurningar voru lagðar fyrir frambjóðendur, bæði af hálfu fundarstjóra og fundarmanna. Mikill samhljómur var meðal frambjóðendanna um nokkur mikilvæg mál. Þeir eru sammála um að menntun sé undirstaða framfara allra þjóða, kennarastarfið sé eitt hið mikilvægasta sem um getur, álag á kennara sé allt of mikið, verkefnum þeirra verði að fækka, efla verði faglega stöðu þeirra, ná verði þjóðarsátt um að hækka laun þeirra og gera þau samkeppnishæf. Þegar frambjóðendur voru spurðir hvað þeir teldu eðlileg byrjunarlaun ...
Dagur kvenna er 24. október. Þennan dag árið 1975 lögðu konur niður störf og kom þá skýrt og greinilega í ljós að hlutur kvenna á vinnumarkaði var af þeirri stærðargráðu að þegar þær viku af sínum venjulega stað í einn dag, lamaðist atvinnulíf landsmanna. Þegar litið er til baka þessi rúmlega 40 ár sést að sem betur fer hefur gríðarlega margt áunnist í baráttu okkar fyrir jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Ömmur og mömmur ruddu leiðina fyrir okkur sem yngri erum, konur sem skoruðu samfélagið á hólm og fóru þetta á hnefanum. Við kennarar tilheyrum kvennastétt. Rúmlega 80% félagsmanna í KÍ eru konur. Meðal leikskólakennara er hlutfall kvenna hæst eða 96% og tæp 60% meðal framhaldsskólakennara og hefur farið vaxandi síðustu áratugi....
Kostnaður vegna námsgagna framhaldsskólanemenda er verulegur. Þrátt fyrir ákvæði í framhaldsskólalögum um að mæta skuli kostnaði nemenda vegna námsgagna þurfa þeir að kaupa sín námsgögn sjálfir, hvort sem það eru kennslubækur, aðgangur að vefsvæðum, kostnaður vegna verklegra áfanga, stílabækur, tölvur eða annað. Framhaldsskólinn sækir fjármuni vegna alls þessa í vasa nemenda. Ríkið hefur aldrei komið að námsgagnaútgáfu fyrir framhaldsskólastigið heldur er hún alfarið í höndum einkaaðila. Sem dæmi um kostnað má nefna ungan námsmann sem var að hefja nám í framhaldsskóla nú í haust. Námsgögn voru keypt samkvæmt bókalista. Gætt var fyllstu aðgætni við bókakaupin og keyptar notaðar bækur ef þær litu vel út. Þær orðabækur sem voru á bókali...