UMM.is
Velkomin(n) á umm.is, upplýsingavef um myndlist og myndhöfunda á Íslandi.
Vefurinn er tvískiptur. Annars vegar er hér að finna ítarlegar upplýsingar um einstaka listamenn. Hins vegar eru upplýsingar um skóla, sýningarstaði, vinnustofur, styrki, verðlaun og fleira sem íslenskir listamenn hafa sótt eða hlotið.
Gagnagrunnurinn sem vefurinn byggir á var upphaflega unninn hjá Upplýsinga- miðstöð Myndlistar, sem var samstarfs- verkefni menntamálaráðuneytisins, SÍM -Sambands íslenskra myndlistarmanna og Myndstefs og starfaði í tæp 9 ár, frá 1995 til ársloka 2003. Eftir lokun Upplýsinga- miðstöðvar Myndlistar veittu menntamála- ráðuneytið og Fjölís Myndstefi og SÍM styrki til að uppfæra gagnagrunninn og þýða hann yfir á ensku.
Vefurinn fékk nýtt útlit í júní 2010, en nýi vefurinn er í umsjá SÍM. Myndhöfundarnir sjá að miklu leyti sjálfir um viðhald gagnagrunnsins með því að uppfæra sínar eigin síður sjálfir. Uppsetning og forritun var í höndum Atómstöðvarinnar og vefurinn keyrir á Dísil.
Listamaður mánaðarins er mánaðarlegur viðburður í SÍM húsinu, þar sem einn félagsmaður fær sýningarsal hússins til afnota.
Opið er alla virka daga frá 10-16
Listamaður mánaðarins er mánaðarlegur viðburður í SÍM húsinu, þar sem einn félagsmaður fær sýningarsal hússins til afnota.
Opið er alla virka daga frá 10-16