| Heim | Email | Blogger | Newcastle | EddieIzzard | Sexylosers | Mogginn | Maystar | "yppie kay ye motherfucker" |
Löllskj

Archives June 2002
July 2002
August 2002
September 2002
October 2002
November 2002
December 2002
January 2003
February 2003
April 2004

Friday, April 30, 2004




Kunngjört af Löllskj at 10:40

Thursday, February 13, 2003

Breytingar

Steinninn var að niðurlotum kominn, það var einungis spurning um hvenær hann myndi deyja. Nú er hann látinn, en aðeins að nafninu til, því hann mun birtast ferskur undir nafninu SÚPERMAN


Kunngjört af Löllskj at 06:09

ojojojojoj


Kunngjört af Löllskj at 00:05

Wednesday, February 12, 2003


Kunngjört af Löllskj at 07:57

Það er afar pirrandi, að vera með svo mikið horrennsli, að manni hreinlega klæjar í nefið, hins vegar gleymist það strax þegar maður sér gellz skoðandi síðuna manns, pælandi í því hve spennandi þessi gaur hljómar!


Kunngjört af Löllskj at 06:11

Notuðu haglabyssu við innbrot

Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt þrjá menn, sem höfðu brotist inn í verslunina Tölvulistann í Nóatúni. Þeir eru sagðir hafa skotið þremur skotum úr afsagaðri haglabyssu á sýningarglugga og tekið eina fartölvu. Tilkynnt var um innbrotið um tvöleytið og voru mennirnir handteknir á þessum slóðum um fjögurleytið.
Þeir gista nú fangageymslur. Þá fannst bifreið sem þeir höfðu notað í innbrotinu. Lögregla segir það fátítt að innbrotsþjófar noti afsagaða haglabyssu til þess að brjótast inn í fyrirtæki eins og gert var við verslunina í Nóatúni í nótt.


Glæpamenn eru heimskir, það segi ég enn og aftur! Miðað við það sem ég les, er ekki ómögulegt að þessir doktorar-shouldbe, hafi farið aftur á glæpavettvang(return to crime-scene) og skoðað hvað löggan gæti verið að gera. Löggan sér þá, þeir sjá að löggan sér þá, þeir hlaupa, löggan sest í brumma og brummar á eftir þeim. Þeir hlaupa hraðar, löggan brummar aðeins hraðar, löggan nær þeim, löggan stoppar, löggan böstar þá...úff, ef þetta er rétt hjá mér, þá hafa þeir lítið haft við tölvu að gera!

Þetta minnir mig á það, að einn kaldan laugardagsmorgun, í febrúar fyrir ári síðan, ákvað ég að hlaupa í vinnuna, en ekki labba. Það var þó ekki fyrr en ég hafði labbað smá spöl, og hreinlega varð að hlaupa í mig hita. Eikkva virðist ökumanni bílsins sem ég sá ekki, né heyrði til fyrir aftan mig ekki líka þessi framkoma, þar sem sá hinn sami, keyrði til mín, kveikti á jólaljósabúnaðinum og spurði mig hvað ég væri að gera, hvers vegna ég væri að hlaupa!?! Sagði reyndar að ég hefði farið að hlaupa um leið og hann hefði birst, en eins og ritað hefur verið, var það óviljandi, enda tel ég mig nógu greindan til að felast löggunni(hefði ég verið ljóti-kalli) í staðinn fyrir að reyna að stinga fjóra hringlótta á tvem jafnfljótum!



Kunngjört af Löllskj at 05:38

Vegna bréfs er barst til mín

Fékk eftirfarandi bréf á tölvupóstinn minn, ég svaraði og bíð enn eftir svari. Ég mun halda áfram að svara tölvupóstum sem ég fæ, jafnvel þó svo kunni að fara að ég kannist ekki við númerið:

Hi, xxxxxxxxxx!

I did this, and, given your situation, I just HAD to let you know right away.

http://click.123winners.com/sp/t.pl?id=38754:84878224

You'll see what I mean---very, very cool!

Tom

---

Remove yourself from this recurring list by sending a blank email to
mailto:unsub-84878224-312@123winners.com

OR

By Sending a postal mail to CustomerService, Box 202885, Austin, TX 78720

This message was sent to address emillinnminn@hotmail.com

Svar mitt var eftirfarandi:

Hi Tom!

Thank you kindly for your email, I appreciate the time you've given into mailing me specifically this link, although I do not desire activating that link, unless knowing little more about you(It's a common safety rule, not trusting somebody you don't know, stranger one might say). There for, I ask YOU to answer few of my questions, and as a result, enabling me to trust your intention(Which unfortunately I don not do at the moment):

Where and how did you find my email?
What urges made you looking for my email?
What's in it for you?
Can I trust this link isn't a harmful one?
What situation are you talking about? Are you stalking me?
What recurring list are you talking about?

Again, I do not know you, and therefor, I must say I find these information to be vital knowledge, before I can find it in my heart to trust the content in your letter!

Please answer soon!

Sincerely



Mitt nafn


Þá er bara að bíða og sjá til hvað setur!


Kunngjört af Löllskj at 04:25

Það er opið aftur!


Kunngjört af Löllskj at 02:15

Tuesday, February 11, 2003

Í tilefni hressandi veikinda, ætla ég aðeins að segja eitt:

Ingibergur Sólbrúnn Gíslason(eins og maðurinn komst svo heppilega að orði), segir að óeðlileg ríkisafskipti af fyrirtækjum, komi fyrirtækjum illa. Ok, vegna þess að svo kann að vera, að ég hugsa ekki eðlilega, getur verið að ég hafi rangt fyrir mér, en þau ríkisafskipti sem höfð hafa verið af fyrirtækjum, eru þau ekki byggð á málefnalegum grundvelli?

Er t.d. ekki íslensk erfðagreining búin að skapa alveg sgrilljón af djobbum(reyndar fækkað um e-a prósentu)? Getur verið að baugur sé að nota yfirburði sína á íslenskum smávörumarkaði, sé svo, er þá ekki eðlilegt að almenningur sé varinn af ríkinu? Ég kann að hafa rangt fyrir mér, en eru ekki einmitt vinstri-sinnar(eins og samfylkingin gefur sig út á að vera), einmitt andvígir öllu sem heitir einkavæðing?

Lína.net, er fyrirtæki sem er afar umdeilt(svo ekki sé meira sagt), en um leið rekið af ríkisstofnun(Reykjavíkurborg), þetta er fyrirtæki sem er að skíta á sig big-time, miðað við það sem stjórnarandstaðan í borginni segir, en samt var það látið ganga, af fyrrverandi borgarstjóra(sem ætlaði samt ekkert að hætta að vera borgarstjóri!), eru það ekki óeðlileg ríkisafskipti? Ætti ekki bara að einkavæða? Ég spyr, er í lagi að sumir stjórnmálamenn megi hafa afskipti af fyrirtækjum, í formi ríkisins, en ekki aðrir?
Ég spyr, hefðu flugleiðir enn verið starfandi, og þar af leiðandi gert Íslendingum fært að fljúga, ef ekki hefðu komið til ríkisafskipti, Ingibjörg Sólrún gleymir að minnast á það! Vissulega væru komin önnur smærri flugfélög, en langt frá því jafn sterk á alþjóðavísu og flugleiðir og bara spurning um hve lengi þau ættu eftir að endast

Svo til að reka endanaglann í taðgatið, sú gagnrýni sem hefur komið á baug, af höndum ríkisvaldsins, þykir mér vera málefnaleg(þ.e.a.s. hún er studd rökum), fræðimenn segja, að þá sé í lagi að gagnrýna, ég ætla ekki að þykjast vitrari en fræðimenn, en er þetta málefnaleg gagnrýni? Mér þykir ekki svo vera, en ekki má gleyma, að ég er veikur og svo kann að vera að ég veit ekki mitt rjúkandi, en þeir sem fíla baug, en ætla að kjósa samfylkinguna, þá segir mér svo hugur um að: "You ain't seen nothing yet".

Það skal tekið fram, að andstaða mín gagnvart samfylkingunni, er aðeins tilkomin vegna þess, að ég vil ekki missa sjálfstæði Íslands, sem og vegna þess, að ég treysti þessum tækifærissinnum, ekki hið minnsta! Að öðru leyti, endurspeglar þessi pistill ekki stjórnmálaskoðanir mínar!




Kunngjört af Löllskj at 09:28

Lokað vegna veikinda




Kunngjört af Löllskj at 09:28

Monday, February 10, 2003

Eftirtektarverðlaun Einsteins og Sherlocks, hlýtur......................................fragman, fyrir að taka eftir því að það er vont veður úti.............................til hamingju;D


Kunngjört af Löllskj at 02:59

Förin til fyrirheitna landsins

Enn einu sinni, reif ég mig frammúr, fyrir lögboðinn uppvakningartíma.
Enn einu sinni, reið ég til Reykjavíkur, á fjórum jafnsléttum.
Enn einu sinni, lagði ég líf mitt í hættu á götum Íslands og Reykjavíkur even!
Þetta skiptið var samt öðruvísi.

Eins og allir vita, er vont veður úti(löggan blikkaði mig meira að segja(með dagsljósabúnaðinum) þegar ég brummaði á friggin 90), ef það væri snjór(og þar af leiðandi frost) væri STÓRHÆTTULEGT meira að segja fyrir GOLFINN, en þar sem það er "bara" rigning, þá stoppar ekkert GOLFINN!
Jafnvel ekki örugglega 40 m/s vindhviða, þó svo bensinn fyrir framan mig, hafi rásað eikkva, spurning hvort ég sé ekki bara svona góður ökumaður? Útaksturinn farinn að segja til sín!

Löllaregla # 1 segir, að hvað sem skeður, þá er til björt hlið á hlutunum. T.d. núna, þá þarf ekki að borga stórfé*, eða eyða heilmiklum tíma í bílaþvott, það er alveg nóg að keyra um í veðrinu og öll tjara og drulla skolast a(gefið að þú hafir haft næga greind til að setja tjöruhreinsi á brummann)


*ekki er tekið með í reikninginn bensínverð



Það er gaman að tala eins og ósk


Kunngjört af Löllskj at 02:57

Þurfa ekki allir að læra fleiri góðar uppskriftir, eða bara læra uppskriftir yfir höfuð?


Kunngjört af Löllskj at 02:39

Saturday, February 08, 2003

Því það er kominn vetuuuuuur

Og af því tilefni, ætla ég að leggjast í fýlu, skipuleggja bloggverkfall, þangað til annaðhvort bíómiðinn lækkar(Yeah right(?)), eða ég get notið gæða vetrarins...þ.e.a.s. farið á skíði, sem er planlagt að gerist á morgun, nema ÞÁ komi EINMITT rigning.....Það getur farið á hvern þann veg sem er, en það kemur ekki að máli, enda er ég alveg hættur að láta einhverja skynsemi koma frá mér, bullandi í annað og eitt.


Kunngjört af Löllskj at 14:33


Þetta er saga manns sem fæddist með það lítilláta markmið að leiða heiminn í átt að betri heimi.
Þetta er mín saga

Skoðaðu gestabókið mitt
Skrifaðu í gestabókið mitt
maystar designsmaystar designsmaystar designs