Jemen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
الجمهوريّة اليمنية
Al-Ǧumhuriyah al-Yamaniyah
Fáni Jemen Skjaldamerki Jemen
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„ekkert“
Þjóðsöngur:
Sameinað lýðveldi
Staðsetning Jemen
Höfuðborg Sana
Opinbert tungumál arabíska
Stjórnarfar Lýðveldi
Ali Abdullah Saleh
Abdul Qadir Bajamal
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
48. sæti
527.970 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
53. sæti
25.408.000
48/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2005
19.324 millj. dala (112. sæti)
745 dalir (187. sæti)
Gjaldmiðill jemenskur ríal (YER)
Tímabelti UTC+3
Þjóðarlén .ye
Landsnúmer 967

Jemen er land á sunnanverðum Arabíuskaganum með landamæriSádí-Arabíu og Óman, og strandlengju við Rauðahaf og Adenflóa. Landið hefur yfirráð yfir eyjaklasanum Sokotra um 350 km suður frá strönd Jemen við horn Afríku.

Saga Jemen[breyta | breyta frumkóða]

Jemen er fornt menningarríki sem hagnaðist á verslun með krydd. Rómverjar kölluðu landið Arabia felix („hin hamingjusama Arabía“) vegna ríkidæmis landsins. Jemen varð hluti af Persaveldi á 6. öld.

Á 15. öld var hafnarborgin al-Moka (Mokka) við Rauðahaf meginútflutningshöfn kaffis í heiminum.

Norður-Jemen öðlaðist sjálfstæði frá Tyrkjaveldi árið 1918, en Bretar héldu Suður-Jemen sem verndarsvæði kringum hafnarborgina Aden við mynni Rauðahafs. Bretar drógu sig þaðan út árið 1967 í kjölfar hrinu hryðjuverka og Suður-Jemen varð kommúnistaríki sem studdi byltingarhópa í Norður-Jemen.

Löndin tvö voru formlega sameinuð sem Jemen 22. maí 1990.

Landstjórnarumdæmi[breyta | breyta frumkóða]

Jemen skiptist í 21 landstjórnarumdæmi ef sveitarfélagið Sana er talið með.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.