Gvatemala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
República de Guatemala
Fáni Gvatemala Skjaldamerki Gvatemala
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„El País de la Eterna Primavera“
Þjóðsöngur:
Himno Nacional de Guatemala
Staðsetning Gvatemala
Höfuðborg Gvatemalaborg
Opinbert tungumál spænska
Stjórnarfar Lýðveldi
Jimmy Morales
Sjálfstæði
 - frá Spáni 15. september 1821 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
107. sæti
108.889 km²
0,4%
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
66. sæti
15.438.384
129/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2012
78,681 millj. dala (79. sæti)
5.208 dalir (123. sæti)
Gjaldmiðill quetzal
Tímabelti UTC-6
Þjóðarlén .gt
Landsnúmer 502

Gvatemala er land í Mið-Ameríku með landamæriMexíkó í norðri, Belís í norðaustri og Hondúras og El Salvador í suðaustri, og strönd við bæði Kyrrahaf og Karíbahaf. Gvatemala er þekkt fyrir náttúrufegurð sína og gott kaffi. Þjóðarhljóðfæri Gvatemala er marimban.

Rúmur helmingur íbúa Gvatemala eru mestísar af blönduðum evrópskum og amerískum uppruna, en um 40% teljast til frumbyggja af ýmsum þjóðarbrotum Maja. Íbúar eru nú yfir 15 milljónir en voru aðeins 885.000 um aldamótin 1900. Ójöfnuður er mikill og talið að um helmingur þjóðarinnar sé undir fátæktarmörkum. Vegna borgarastyrjaldarinnar 1960-1996 búa margir Gvatemalar utan landsins og peningasendingar brottfluttra íbúa eru stærsti stofn gjaldeyristekna í landinu.

Þekktust Gvatemalabúa utan landsteinana er án efa nóbelsverðlaunahafinn Rigoberta Menchú. Hún er þekkt fyrir að vekja athygli á stöðu frumbyggja í landinu, en á þeim frömdu stjórnvöld skipulegt þjóðarmorð í borgarastríðinu.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Í Gvatemala eru miklar fornleifar frá tímum Maja sem ríktu yfir svæðinu allt þar til Spánverjar lögðu það undir sig á fyrri hluta 16. aldar. Gvatemala var síðan hluti af Nýja Spáni þar til Mexíkó lýsti yfir stofnun sjálfstæðs keisaradæmis árið 1821. Gvatemala klauf sig síðan frá þessu nýja ríki og myndaði Mið-Ameríkusambandið með öðrum löndum í Mið-Ameríku. Sambandið leystist upp í kjölfar borgarastyrjaldar milli 1838 og 1840. Frá lokum 19. aldar ríktu einræðisherrar yfir landinu, oft studdir af bandaríska fyrirtækinu United Fruit Company.

Fyrstu frjálsu forsetakosningarnar fóru fram 1944 eftir að herforingjabylting hafði steypt einræðisherranum Jorge Ubico Castañeda af stóli. Árið 1954 stóð bandaríska leyniþjónustan fyrir valdaráni í Gvatemala til að vernda hagsmuni United Fruit Company sem taldi landbúnaðarumbætur forsetans ógnun við sig. Í kjölfarið fylgdu fleiri herforingjauppreisnir, óheiðarlegar kosningar og valdarán að undirlagi Bandaríkjanna. Bandaríkin sáu einnig stjórnarliðum og hægrisinnuðum hópum fyrir vopnum og herþjálfun. Skæruhernaði á vegum stjórnarandstöðuflokka var mætt af mikilli hörku sem leiddi meðal annars til vopnasölubanns í forsetatíð Jimmy Carter og slita stjórnmálatengsla við Spán vegna mannréttindabrota Gvatemalastjórnar. Herinn og vopnaðir hópar drápu þúsundir óbreyttra borgara í sveitum landsins og tugþúsundir flúðu yfir landamærin til Mexíkó á 9. áratug 20. aldar.

Borgarastyrjöldinni í Gvatemala lauk árið 1996 þegar stjórnvöld sömdu um frið við skæruliða. Ættingjar fórnarlamba mannréttindabrota stjórnvalda vinna nú að því að lögsækja þá sem báru ábyrgð á mannránum og morðum og sérstök sannleiksnefnd fer yfir skjöl sem tengjast borgarastyrjöldinni. Árið 2012 var fyrrum forseti landsins, Efraín Ríos Montt, sóttur til saka vegna glæpa stjórnvalda og dæmdur í 80 ára fangelsi.

Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]

Gvatemala skiptist í 22 umdæmi (departamentos) sem aftur skiptast í um 332 sveitarfélög.

GuatemalaProvs.PNG
  1. Alta Verapaz
  2. Baja Verapaz
  3. Chimaltenango
  4. Chiquimula
  5. Petén
  6. El Progreso
  7. El Quiché
  8. Escuintla
  9. Guatemala
  10. Huehuetenango
  11. Izabal
  1. Jalapa
  2. Jutiapa
  3. Quetzaltenango
  4. Retalhuleu
  5. Sacatepéquez
  6. San Marcos
  7. Santa Rosa
  8. Sololá
  9. Suchitepéquez
  10. Totonicapán
  11. Zacapa
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.