1942
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1942 (MCMXLII í rómverskum tölum)
Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
- 25. janúar - Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi.
- 14. febrúar - Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) stofnað í Reykjavík.
- 25. febrúar - Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna var stofnuð.
- 15. mars - Bandarískur hermaður skaut að tveimur Íslendingum og fékk annar þeirra skotið í höfuðið og lést á sjúkrahúsi sama dag.
- 9. apríl - Tveir Íslendingar og 22 Norðmenn fórust með norska skipinu Fanefeld á leið frá Bíldudal til Ísafjarðar.
- 26. apríl - Formaður menntamálaráðs, Jónas Jónsson frá Hriflu, opnaði myndlistarsýningu til háðungar þeim sem þar áttu verk.
- Alþingi samþykkti stjórnarskrárbreytingu um nýja kjördæmaskipan.
- 16. maí - Fyrsta ríkisstjórn Ólafs Thors (Ólafía) tók við völdum.
- 5. júlí - Fyrri Alþingiskosningar ársins haldnar.
- Á sumarþingi - Alþingi samþykkir stjórnarskrárbreytingu öðru sinni og gengur hún við það í gildi.
- 14. ágúst - Þýsk sprengjuflugvél sem stefndi til Reykjavíkur var skotin niður og var þetta fyrsta óvinaflugvél sem Bandaríkjamenn grönduðu í síðari heimsstyrjöld.
- 21. ágúst - Vélbáturinn Skaftfellingur bjargaði 52 Þjóðverjum af sökkvandi kafbáti undan Bretlandsströndum.
- 5. september - Fjórir drengir slösuðust og skemmdir urðu á húsum er þýskar sprengjuflugvélar gerðu loftárás á Seyðisfjörð.
- 6. október - Húsmæðrakennaraskóli Íslands tók til starfa undir stjórn Helgu Sigurðardóttur.
- 18. - 19. október - Alþingiskosningar haldnar við breytta kjördæmaskipan.
- 4. nóvember - Áhöfn Brúarfoss bjargaði 44 mönnum úr áhöfn enska skipsins Daleby, sem sökkt var á milli Íslands og Bandaríkjanna.
- 16. desember - Ríkisstjórn Björns Þórðarsonar, stundum kölluð Kóka kóla-stjórnin, tók við völdum.
- Allt íslenskt launafólk öðlaðist rétt til orlofs samkvæmt lögum.
- Ragnar í Smára stofnaði bókaútgáfuna Helgafell.
Fædd
- 20. janúar - Jón Hjartarson, leikari.
- 25. febrúar - Þorsteinn Eggertsson, myndlistarmaður og textahöfundur.
- 21. apríl - Steingrímur Njálsson, síbrotamaður.
- 12. ágúst - Þorsteinn Gylfason, heimspekingur og prófessor (d. 2005).
- 4. október - Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
- 21. október - Ingibjörg Haraldsdóttir, þýðandi, ljóðskáld og leikstjóri.
- 11. desember - Guðrún Bjarnadóttir, fegurðardrottning og fyrirsæta.
- 26. desember - Einar Oddur Kristjánsson, útgerðarmaður og stjórnmálamaður (d. 2007).
Dáin
- 26. febrúar - Bjarni Björnsson, leikari (f. 1890).
- 25. júlí - Örn Arnarson (Magnús Stefánsson), skáld (f. 1884).
Erlendis[breyta | breyta frumkóða]
- 2. janúar - Japanir hertóku borgina Manila á Filippseyjum.
- 19. janúar - Japanir réðust inn í Búrma.
- 20. janúar - Wannsee-ráðstefnan um „endanlega lausn gyðingavandamálsins“ haldin í Berlín. Á næstu mánuðum reis fjöldi útrýmingarbúða.
- 2. febrúar - Roosevelt Bandaríkjaforseti undirritaði fyrirskipun um að allir Bandaríkjamenn af japönskum uppruna skyldu fluttir í fangabúðir og eigur þeirra kyrrsettar.
- 9. febrúar - Japanir gerðu loftárás á Darwin í Ástralíu.
- 15. febrúar - Singapore gafst upp fyrir Japönum.
- 26. febrúar - Kuldamet slegin víða um Svíþjóð og er dagurinn talinn kaldasti dagur 20. aldar þar í landi. 35 gráðu frost mældist á Skáni.
- 26. apríl - Borgin Rostock í Þýskalandi lögð í rúst í loftárásum.
- 4. júlí - Vilhelm Buhl varð forsætisráðherra Danmerkur eftir að Thorvald Stauning lést í embætti.
- 6. júlí - Fjölskylda Önnu Frank fór í felur í Amsterdam.
- 23. ágúst - Orrustan um Stalíngrad hófst og stóð fram í febrúarbyrjun 1943. Talið er að í henni hafi fallið á milli 1.250.000 og 1.8000.000 menn.
- 9. nóvember - Erik Scavenius varð forsætisráðherra Danmerkur.
- 29. nóvember - 548 norskir gyðingar fluttir í útrýmingarbúðir í Þýskalandi.
Fædd
- 8. janúar - Stephen Hawking, enskur eðlisfræðingur.
- 17. janúar - Muhammad Ali, bandarískur hnefaleikamaður.
- 25. janúar - Eusébio da Silva Ferreira, mósambísk-portúgalskur knattspyrnumaður.
- 12. febrúar - Ehud Barak, ísraelskur stjórnmálamaður og fyrrum forsætisráðherra Ísrael.
- 25. mars - Aretha Franklin, bandarísk söngkona.
- 20. apríl - Arto Paasilinna, finnskur rithöfundur.
- 5. maí - Tammy Wynnette, bandarísk kántrísöngkona (d. 1998).
- 22. maí - Theodore Kaczynski (Unabomber), bandarískur stærðfræðingur og hryðjuverkamaður.
- 7. júní - Muammar Gaddafi, líbýskur einræðisherra (d. 2011).
- 17. júní - Mohamed ElBaradei, egypskur handhafi friðarverðlauna Nóbels og fyrrverandi yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.
- 18. júní - Paul McCartney, breskur söngvari, tónlistarmaður og lagahöfundur.
- 13. júlí - Harrison Ford, bandarískur leikari.
- 2. ágúst - Isabel Allende, rithöfundur.
- 15. nóvember - Daniel Barenboim, argentínsk-ísraeskur píanóleikari og hljómsveitarstjóri.
- 17. nóvember - Martin Scorsese, bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
- 20. nóvember - Joe Biden, bandarískur stjórnmálamaður og varaforseti Bandaríkjanna.
- 27. nóvember - Jimi Hendrix, bandarískur tónlistarmaður (d. 1970).
- 21. desember - Hu Jintao, leiðtogi Alþýðulýðveldisins Kína.
- 6. desember - Herbjørg Wassmo, norskur rithöfundur.
- 13. desember - Arne Treholt, norskur embættismaður og njósnari.
Dáin
- 16. janúar - Carole Lombard, bandarísk leikkona, fórst í flugslysi í Nevada (f. 1908).
- 22. febrúar - Stefan Zweig, austurrískur rithöfundur (f. 1881).
- 3. maí - Thorvald Stauning, danskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1873).
- 2. júní - Reinhard Heydrich, yfirmaður öryggisþjónustu Þriðja ríkisins (f. 1904).
- 25. ágúst - Georg prins, hertogi af Kent, bróðir Georgs 6. Bretakonungs, fórst í flugslysi (f. 1902).
- 9. október - Símun av Skarði, færeyskt skáld og stjórnmálamaður (f. 1872).
Nóbelsverðlaunin[breyta | breyta frumkóða]
- Eðlisfræði - Voru ekki veitt þetta árið.
- Efnafræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Læknisfræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Bókmenntir - Voru ekki veitt þetta árið
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið