Bygg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Bygg
Byggakur
Byggakur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasættbálkur (Poales)
Ætt: Grasætt (Poaceae)
Ættkvísl: Hordeum
Tegund: H. vulgare
Tvínefni
Hordeum vulgare
L.

Bygg (fræðiheiti: Hordeum vulgare) er mikilvæg kornafurð af grasaætt sem er ræktuð bæði til manneldis og skepnueldis. Árið 2006 var bygg í fjórða sæti yfir mest ræktuðu kornafurðir heims.[1] Bygg er komið af villibyggi (Hordeum spontaneum) sem vex í Mið-Austurlöndum. Bygg er gjarnan slegið sem grænfóður.

Byggræktun á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Bygg er aðallega ræktað á Íslandi til að kornþroska en einnig sem grænfóður eða sem skjólsæði með grasfræi. Stundum er það ræktað eitt og stundum í blöndu með vetrarrepju. Bygg sem á að slá sem grænfóður má rækta með vetrarrýgresi. Á Íslandi er eingöngu ræktað sumarbygg. Bygg sem heilsæði er slegið í lok kornfyllingar en áður en kornið fer að þorna. Grænfóðurbygg eða byggheilsæði getur gefið þurrefnisuppskeru sem nemur 5-12 þurrefnistonnum á hektara en kornuppskera af byggi er venjulega milli 2,5 til 6 þurrefnistonn á hektara. Bygg er best að rækta í móajarðvegi eða sendinni jörð. Sýrustig jarðvegs þarf að vera hátt. Sáð er um 200 kg á ha ef eingöngu er sáð byggi. Sáðdýpt er 2 -4 sm.[2]

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.