- published: 22 Jul 2015
- views: 14342
Bessi Bjarnason segir sögur og syngur fyrir börnin. Barnakór úr Melaskóla aðstoðar. Lög: Magnús Pétursson. Ljóð: Kristján frá Djúpalæk. Textar fyrir A-hlið: 1. Einkennilegur piltur Lífið er skrýtinn leikur, logandi háð og spott, en einnig alvarlegt mál. Það var nú vont.' Nei, það var nú gott.' Óræðum vitsmunum okkar ævintýr bera vott. En heimskan er söm við sig. Það var nú vont.' Nei, það var nú gott.' 2. Kiðlingurinn sem gat talið upp að tíu Slæmt er þetta kiða-kið, kannski eitt ég nefni. Það getur talið þig og mig, því er nú ljótt í efni. Hafa sult og seyru reynt, svíði fingur kalinn. Það er nú bara hismi hreint hjá því að vera talinn og talinn og talinn. Þvílíkt ekki þolum við, þjóð til dáða vekjum. Þetta talna-kiða-kið klakann svo út á hrekjum og hrekjum og hrekjum. 3. Kýrin Hu...
Bessi Bjarnason segir sögur og syngur fyrir börnin. Barnakór úr Melaskóla aðstoðar. Lög: Magnús Pétursson. Ljóð: Kristján frá Djúpalæk. Textar fyrir B-hlið: HLIÐ II 1. Óskirnar þrjár Sjá, gott er að eiga óskir og öllum til gæfu jafnt ef vita menn hvað þeir vilja en vandinn er ærinn samt. Því óvænt á augabragði eitt orð fram af vörum brýst er stöðvar hamingjuhjólið og hlátur í grát þá snýst. 2. Brúður hermannsins Hugsið ykkur hérna, krakkar hryssu í brúðarlíki.' B´na silkiupphlut í, ullarsjöl og loðskinn hlý. Djásn hún bar um digran arm og danska skó. Hó, hæ og hó.' Og þó og þó og þó. Gránu ekki giftast vill gamli maðurinn ríki. 3. Svanirnir sex Hugsið um svanina sex er syngjandi leið sína fóru en báru í hjartanu brennandi þrá. Þeir bræður í álögum voru, en systur þeir áttu sem elsk...
Útvarpsleikritið um Jónas og fjölskyldu eftir Ólaf Örn Haraldsson var fyrst flutt árið 1974. Síðan þá hefur leikritið skapað sér sess í hugum margra íslendinga þó að einungis hafi verið hægt að nálgast þá á kassettum sem gefnar voru út þegar þau tæki voru enn í notkun. Hjónin Bessi Bjarnason heitinn og Margrét Guðmundsdóttir fóru algjörlega á kostum í hlutverkum Jónasar og Önnu. Ég veit ekki hver fór með hlutverk sonarins svo að ef einhver veit það má endilega benda mér á það. Njótið vel.
Bessi og Árni í leikritinu ' Gleðigjafarnir ' árið 1994.