Hva? er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppf?rslur Greinar B?kur um Anarkisma TenglarMyndir

Útifundur á Lækjartorgi kl 17 í dag 16. júlí 2010 fös.


Rauður vettvangur boðar til útifundar á Lækjartorgi klukkan 17 í dag. Yfirskriftin er einföld: Höfnum ESB. Ræðumenn: Anna Ólafsdóttir Björnsson, Rakel Sigurgeirsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson.

Fundarstjóri: Vésteinn Valgarðsson.

Sjálfboðaliðar mæti a.m.k. hálftíma fyrr.

Látið orðið berast.

 

 

Róstur #5 15. júlí 2010 fim.


Fréttatilkynning:

Róstur #5

Fimmta tölublað Rósta er komið út, stútfullt af áhugaverðu efni og geta áskrifendur búist við því að fá blaðið inn um lúguna á næstu dögum. Sem fyrr fæst blaðið á vel völdum stöðum víðs vegar um landið, en í þetta skiptið er breyting á og verða Róstur hér með seldar í verslunum Eymundsson um land allt. En að efni blaðsins:

Í kjölfar frelsissviptinga sérstaks saksóknara og nú ákæra á hendur þeim, er því velt upp hvort eigi að refsa þeim og þá hvernig; hvort sé meira viðeigandi, táknræn eða praktísk hlið refsinga. Í langri og ítarlegri grein er fjallað um ákvörðun dómstóla um að loka réttarhöldum yfir vændiskaupendum og hvernig hún ýtir stoðum undir karlaveldi samfélagsins. Umhverfisverndarhreyfingin Saving Iceland birtir samstöðuyfirlýsingu með nímenningunum sem ákærðir eru fyirr árás á Alþingi, en í henni er skörp greining á því sem ákærunnar raunverulega eru og skýr krafa um frávísun málsins.

Fjallað er um nýliðna heimsmeistarakeppni í knattspyrnu en ekki út frá sjónarmiði íþróttaunnanda – þó höfundur hennar sé reyndar einlægur knattspyrnuunnandi – heldur út frá forsendum sem oft á tíðum fá ekki þann grundvöll sem þær eiga raunverulega skilið: Að þetta snúist allt um kapítalisma. Farið er í gegnum það hvernig yfirþjóðleg stórfyrirtæki hafa algjört tangarhald á keppninni og hvernig allar yfirlýsingar mótshaldara um að keppnin styðji við bakið á íbúum Suður-Afríku eru hreinar og klárar goðsagnir.

Rýnt er ofan í það hvernig loftslagsbreytingar hafa gert Grænland að næstu auðlindaparadís heimskapítalismans; fyrirhugaðar álvers- og virkjanaframkvæmdir Alcoa og annarra stórfyrirtækja þar skoðaðar, sem og sláandi líkindi þess verkefnis annars vegar og byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers Alcoa Fjarðaráls hins vegar. Róstur skoða sömuleiðis ástandið í Mið-Asíu, í kjölfar fréttaflutnings af óeirðum og kosningum í Kirgistan síðustu mánuðina, auk þess sem er að gerast í öðrum löndum þess heimshluta, og tengsl vestrænna stórvelda við ríkin.

Fjallað er um hugmyndina um borgaralegt tjáningarfrelsi, hvernig fasistar og hægrimenn hafa tekið þá umræðu upp á arma sína og nýtt sér í hatursbaráttu sinni. Út frá því er því velt upp hvort það sé ekki tími til kominn fyrir anarkista að endurskoða þátttöku sína í baráttunni fyrir þessu formi frelsis og einbeita sér að baráttunni fyrir algjöru frelsi – án aðkomu ríkisvaldsins. Greinin er þýdd upp úr nýjasta hefti bandaríska tímaritsins Rolling Thunder. Einnig birtist þýðing á grein bandaríska rithöfundarins Derrick Jensen, þar sem kafað er ofan í hugmyndina um að persónulegar neyslubreytingar geti jafngilt pólitísku andófi, sú hugmynd gagnrýnd og aðrir möguleikar á andófi settir fram. Á sömu nótum er í blaðinu bútur úr viðtali við norska heimspekinginn Arne Naess, upphafsmann heimspekikenninganna um djúpa vistfræði.

Í blaðinu birtist einnig ræða Judith Butler, sem mætti á Gay Pride í Berlín um miðjan júní, til að taka á móti hugrekkisverðlaunum hátíðarinnar en steig upp á svið, neitaði að taka á móti þeim vegna þess sem hún sagði vera samþykki hátíðarhaldaranna á rasisma, hernaðarhyggju og innflytjendahatri – í það minnsta vöntun á því að gera tengingar málefnanna á milli. Svo eru umfjallanir um tvær nýútkomnar íslenskar skáldsögur, sem báðar hafa and-kapítalískt andóf að leiðarljósi

Þetta og margt margt fleira í júlí tölublaði Rósta. Leiðara blaðsins má lesa á vefsíðunni www.rostur.org þar sem einnig má finna fyrri tölublöð Rósta í tölvutæku formi. Við bjóðum fólki einnig að gerast áskrifendur að blaðinu, í þetta sinn með sérstöku áskriftartilboði, þar sem fólki býðst þrennir möguleikar til að auðvelda því „vesenið“ í kringum frjáls framlög:

(1.) Þriggja mánaða kynningaráskrift fyrir 1000 krónur.
(2.) Sex mánaða áskrift fyrir 2500 krónur
(3.) Eitt kynningareintak fyrir 500 krónur – en öllum þessum tilboðum fylgja svo eintök af öðru, þriðja og fjórða tölublaði Rósta.

Sendið tölvupóst askrift@rostur.org, gefið upp nafn og heimilisfang og tilkynnið hversu langa áskrift þið viljið. Leggið svo tiltekna upphæð inn á reikning Rósta: 1175-05-763142 – kennitala: 620210-1100.

 

 

Heimskt er heimaalið barn - Róstur #5 komið út! 14. júlí 2010 mið.


Allt hugsandi fólk getur fagnað því fimmta tölublað Róstur er nú komið út og mun færa gleði í hvert hús.

Aðstandendur tímaritsins koma víða við í greiningu, umfjöllun, ádeilu og vangaveltum.

Stjórnmál - bæði íslensk grasrót og erlend, heimspeki, bókmenntir, umhverfismál, fjölmiðlun - ekkert er þessum eldheita áhugahóp um félagslegar breytingar, óviðkomandi.

Til að nálgast sitt eintak er langbest að gerast áskrifandi en lesið meira á www.rostur.is

 

 

Saving Iceland Call-Out 14. júlí 2010 mið.


Með kveðjum sendir Saving Iceland frá sér ákall til umheimsins þar sem m.a. stendur:

--- --- ---

"This year, instead of organizing a summer protest camp, we call for resistance throughout the seasons. We especially call for Icelanders to take action all year round but also environmentalists worldwide to come to Iceland, where we will warmly welcome any kind of individual actions against the aluminium corporations and the energy companies active in destroying the environment.

Symbolic actions have turned out not to be enough to stop the forces of destruction. The aim of actions should be to prevent any further rape of the land. Saving Iceland gives its wholehearted solidarity to any actions that hit the aluminium industry and the power companies where its most effective."

--- --- ---

Lesið ákallið hér í heild sinni:

target=_new>http://www.savingiceland.org/0713/saving-iceland-mobilisation-call-out-2010/#more-4745

 

 

Taka tvö á "Skríllinn gegn Ákæruvaldinu" 12. júlí 2010 mán.


SKRÍLLINN GEGN ÁKÆRUVALDINU

Opnun sýningarinnar er tvíþætt. Opnaðar verða tvær sýningar sem tengjast, annarsvegar sýningin Old News og hinsvegar sýning á völdum verkum íslenskra listamanna frá samstöðuatburðinum „Skríllinn GEGN ákæruvaldinu“, sem átti sér stað í Nýlistasafninu laugardaginn 3. júlí 2010.
Á samstöðuatburðurinum sýndu og fluttu yfir 20 listamenn verk sín, til stuðnings níumenningunum svokölluðu; níu Íslendingum, sem ákærðir eru fyrir að raska ró Alþingis með því að ryðjast inn í Alþingishúsið, í mótmælum þann 8. desember 2008.
www.rvk9.org


PALLBORÐSUMRÆÐUR
Um miðjan júlí býður Nýlistasafnið gestum sínum til pallborðsumræðna í umsjón Hauks Más Helgasonar, heimspekings og rithöfundar. Pallborðsumræðurnar munu hverfast um fjölmiðla, málfrelsi, mannréttindi og upplýsingasamfélagið.
Tímasetning og listi þátttakenda verður nánar auglýstur í fjölmiðlum og á heimasíðu Nýlistasafnsins.

 

 

Fréttir 1 - 5 af 187
[Eldri fréttir]